Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 10
10 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR NÆTURVAKTIN Á DVD NÆTUR- VAKTIN allir 12 þættirnir á 2 diskum troðfullir af aukaefni; tilurð þáttanna / upptökur frá spunum, gerð næturvaktarinnar og yfirlestur (commentary) frá höfundum og aðalleikurum. Eigum við að ræða það eitthvað? 2 DVD BANDARÍKIN, AP Kosningabarátta repúblikana um forsetaefni flokksins næsta haust er enn opin upp á gátt eftir að Mitt Romney sigraði í forkosningum í Michigan á þriðjudag. Sigur Romneys var þó minni en hann vonaðist til, því hann er sjálfur frá Michigan og á þar stóran hóp stuðningsmanna. Þrír frambjóðendur hafa þá unnið sigur í jafnmörgum ríkjum nú í fyrstu törn forkosninga Repúblikanaflokksins, þar sem sigur Romneys kemur beint í kjölfarið á sigri Mike Huckabee í Iowa og John McCain í New Hampshire. Þessi staða, þar sem þrír frambjóðendur standa jafnir, þykir auk þess hálfgildings sigur fyrir fjórða frambjóðandann, Rudy Giuliani, því hann lagði enga áherslu á þessar fyrstu forkosningar og hefði átt erfiðara með að takast á við einn sterkan mótherja úr þeim en þrjá. Skoðanakannanir sýna að þessir fjórir standa nokkurn veginn jafnt að vígi í Flórída, einu fjölmennasta ríki Bandríkj- anna, þar sem forkosningar verða 29. janúar. Næstu forkosningar repúblikana verða hins vegar í Suður-Karólínu nú á laugardag- inn, og þar ætlar fimmti frambjóðandinn, Fred Thompson, að blanda sér í slaginn af fullri alvöru. Enginn þessara fimm frambjóðanda virðist eiga sigurinn vísan, og telja frétta- skýrendur það sýna að minni eining verði fyrir vikið í röðum repúblikana um þann sem á endanum verður valinn forsetaefni flokksins. - gb Lítil samstaða um forsetaefni meðal kjósenda Repúblikanaflokksins: Barátta repúblikana er opin upp á gátt MITT ROMNEY FAGNAR SIGRI Í MICHIGAN Hefur sterka stöðu eftir að hafa lent ýmist í fyrsta eða öðru sæti í öllum forkosningum til þessa. NORDICPHOTOS/AFP SPÁNN, AP Þjóðsöngur Spánar verður áfram án orða þar sem sátt hefur ekki náðst um nýjan texta. Spænska ólympíunefndin efndi í sumar til samkeppni um texta við þjóðsönginn og bárust sjö þúsund tillögur. Ein þeirra varð hlutskörpust og átti söngvarinn Placido Domingo að frumflytja nýja textann við hátíðlega athöfn á mánudaginn kemur. Þeirri athöfn hefur hins vegar verið frestað vegna deilna sem spruttu um nýja textann. Ýmislegt í textanum, ekki síst upphafsorðin „Viva Espana“, eða „Lifi Spánn“, þykja minna á texta sem sunginn var við lagið á tímum Franco-stjórnarinnar. - gb Spánverjar hafna nýjum texta: Áfram deilt um þjóðsöng Spánar HLÝTT Á ÞJÓÐSÖNGINN Jóhann Karl konungur og Soffía drottning. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL Umhverfisstofnun fór út fyrir valdsvið sitt þegar hún synjaði jarðeigenda í Skáley á Breiðafirði um leyfi til að byggja frístundahús. Umhverfisstofnun byggði á ákvæði í lögum um verndun Breiðafjarðar að þar sem ekki væru skipulagsáætlanir fyrir hendi þyrfti leyfi stofnunarinnar fyrir mannvirkjum. Umhverfis- stofnun benti einnig á að eitt besta arnarsetur á Íslandi væri í Skáley. Umhverfisráðuneytið segir hins vegar að í gildi sé svæðisskipulag Dala og Austur- Barðastrandasýslu sem nái til eyjunnar. Því sé felld úr gildi- synjun Umhverfisstofnunar á leyfi fyrir frístundahúsinu. - gar Frístundahús í Breiðafirði: Ógild synjun byggingarleyfis Spurt um heilsugæslu Álfheiður Ingadóttir VG hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um hve margir höfuðborgarbúar séu án heimilislæknis. Einnig hvernig ráðherra hyggist bregðast við aukinni þörf fyrir þjónustu heilsugæslustöðva. ALÞINGI Hirða enn jólatré Vegna áskorana stendur Borgarbyggð fyrir síðbúinni hreinsun jólatrjáa föstu- daginn 18. janúar og mánudaginn 21. janúar. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru íbúar beðnir að setja ekki jólatré út á gangstéttar eftir þennan tíma. BORGARBYGGÐ ÞRÖNG Á ÞINGI Meðlimir hópsins „Trop c´est trop” sem gæti útlagst „Of mikið, þetta er of mikið,” fjölmenntu inn í símaklefa við fangelsissjúkrahús í París 15. janúar. Tilgangurinn var að mótmæla því hve margir fangar eru látnir vera í hverjum klefa. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Um 38 umferðarslys höfðu verið tilkynnt til lögreglu á höfuð- borgarsvæðinu um kvöldmatar- leytið í gær. Mest voru þetta minni háttar umferðaróhöpp. Einnig sátu bílar, stórir sem smáir, fastir og töfðu umferð. Um klukkan sex í gærkvöldi var lögreglan enn að reyna að greiða úr umferðinni sem fór úr böndunum þegar fólk var að reyna að komast heim í snjóþyngslunum. Nóg var að gera hjá Vöku björg- unarfélagi en um 50 útköll bárust í gær frá ökumönnum sem fest höfðu bíla sína eða þeir bilað. Að sögn Bjarna Ingólfssonar hjá Vöku er einnig nóg að gera á hjólbarða- verkstæði þeirra. „Svo virðist sem fólk hafi dregið það í lengstu lög að koma bílum sínum á almenni- leg vetrardekk,“ segir hann. En á meðan veðrið setur hvers- daglífið úr skorðum hjá einum opnar það möguleika hjá öðrum. Til dæmis hafa ungir knattspyrnu- menn iðkað íþróttina á klaka- og snjólagðri Tjörninni. En vetrar- leikirnir eru ekki hættulausir eins og sannaðist í Austurbæjarskóla þar sem fjórtán ára drengur lá meðvitundarlaus eftir að hafa fengið snjóbolta í höfuðið skömmu eftir hádegi í gær. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fylgdust með mannlífinu í höfuð- borginni í gær og tóku þessar myndir af fólkinu í vetrarham. jse@frettabladid.is Vetur konungur ber að dyrum með látum Landsmenn virðast vera komnir úr æfingu í glímu sinni við Vetur konung, sem hefur verið mjúkhentur á síðustu árum en hefur hert takið undanfarna daga. Um- ferð fór úr böndunum og drengur lá óvígur eftir að hafa fengið snjóbolta í höfuðið. FER EKKI STRÆTÓ AÐ KOMA? Umferð fór úr böndunum í snjóþunganum í gær. Þeir sem treysta á strætó fengu að finna fyrir því rétt eins og ökumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KNATTSPYRNUKAPPAR Á KÖLDUM KLAKA Meðan snjórinn setti líf sumra úr skorðum opnaði hann nýja möguleika fyrir aðra eins og þessa knattspyrnukappa sem sýndu tilþrif sín á ísilagðri Tjörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KALDIR KRAKKAR Yngstu kynslóðirnar láta ekki Vetur konung slá sig út af lag- inu og leika sér við þær aðstæður sem hann býður upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SKAUTAÐ Í UMFERÐINNI Verulega reyndi á þolrif ökumanna í gær en bílarnir virtust vilja fara eigin leiðir í færðinni í gær, ef þeir fóru þá eitthvað. ÞEIR ÞEYTA SNJÓINN Þetta tæki hefur ekki talist þarfasti þjónn undanfarin ár en það reyndi mikið á það í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.