Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 59
42 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Brúðguminn, ný íslensk kvikmynd í leik- stjórn Baltasars Kormáks, verður frum- sýnd í sjö sölum á morgun. „Þetta er ljúfsár kómedía,“ segir Baltasar, „um mann á miðjum aldri sem tekur upp á því að giftast tvítugri stelpu. Myndin er um vandræðalegar uppákomur sem verða til í kringum brúðkaupið úti í Flatey og svo bara um lífið, tilveruna og hamingju- leitina – þá hálf vonlausu leit.“ Brúðguminn er fimmta kvikmyndin sem Baltasar leikstýrir. Hinar eru Mýrin, A Little Trip to Heaven, Hafið og 101 Reykjavík. „Allar þessar myndir voru frekar dökkar og drungalegar, en þessi er björt og falleg og vonandi mannlegri og hlýrri. Það er ögn meiri bjartsýni í henni en hinum, en hún er kannski ekkert svakalega björt.“ Myndin er lauslega byggð á leikritinu Ívanov eftir Tsjekhov, sem sami leikhópur setti upp í Þjóðleik- húsinu fyrir jólin. „Við byrjuðum að spá í þetta í janúar í fyrra og reyndum að koma auga á það hvað í þessu 120 ára leikriti væri áhugavert fyrir okkur í nútímanum. Leikritið var í sjálfu sér bara grind og handritið sem við Ólafur Egilsson skrifuðum stendur alveg eitt og sér. Leikritið fjallar meira um almennt þunglyndi en hjá okkur er verið að skoða þessa svokölluðu miðaldurskreppu sem vill hellast yfir menn um fertugt. Þegar menn líta til baka og sjá að draumarnir hafa ekki alveg ræst, bæði hvað varðar starfið og sambandið.“ Myndin var tekin upp úti í Flatey síðasta sumar. „Við fengum bongóblíðu og þetta var einstakur tími. Tökur stóðu yfir í rúmlega mánuð og við vorum út af fyrir okkur. Hópurinn vann mjög þétt saman. Það sköpuðust eiginlega útópískar aðstæður til kvik- myndagerðar. Í þessari fjarlægð frá sínu daglega lífi varð fólk nánast eins og áhyggjulausir unglingar aftur. Myndin er óður til íslensku sumarnæturinnar og ég man ekki eftir því að björtu nóttunum okkar hafi áður verið gert jafn hátt undir höfði í bíómynd.“ Landslið íslenskra leikara fer með hlutverk í myndinni. Hilmir Snær Guðnason leikur Jón, miðaldurskreppta manninn sem ætlar að giftast tvítugu krúttkynslóðarstelpunni Þóru, leikinni af Laufeyju Elíasdóttur. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur Önnu, fyrri konu Jóns, sem þjáist af geðhvarfasýki. Aðrir helstu leikarar eru Ólafur Darri Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Egill Egilsson. - glh Óður til sumarnæturinnar BJARTASTA MYNDIN TIL ÞESSA Brúðgumi Baltasars er ljúfsár kómedía. LAUFEY ELÍASDÓTTIR Fulltrúi krúttkynslóðarinnar. HÁVAÐAROK Í FLATEY Hilmir missir allt út úr höndunum. Sjálfur 007, Daniel Craig, er hæstánægð- ur með nýju Bond-píurnar, þær Olgu Kurylenko frá Úkraínu og Gemmu Art- erton. Tökur á nýrri Bond-mynd eru hafnar og virðist Craig vera ánægður með gang mála. „Olga og Gemma eiga eftir að vera frábærar. Þær eru báðar mjög kynþokkafullar, sem er mjög gott mál. Olga er aðal Bond-stúlkan í myndinni en Gemma er ekki síður mikilvæg,“ sagði hann. Þrátt fyrir að vera að leika í sinni annarri Bond-mynd segist Craig ennþá vera pínulítið taugaveiklaður vegna hlutverksins. „Ég er ekkert minna stressaður núna en áður. Ég veit ekki hvort ég verð nokkurn tímann alveg róleg- ur yfir þessu. Það er ekki eins og þrýstingurinn minnki þegar þú leikur í tólf milljarða króna mynd. Hann er augljóslega til staðar. Við verðum að reyna að gera jafngóða eða betri mynd en síð- ast og það skiptir öllu máli.“ Craig ánægður með Bond-píurnar GEMMA ARTERTON Gemma og Olga eru báðar mjög kynþokkafullar að mati Daniels Craig. OLGA KURYL- ENKO Craig er ánægður með aðal Bond-stúlk- una. DANIEL CRAIG Craig er virkilega ánægður með báðar Bond- stúlkurnar. „Óvinur vina minna er vinur minn,“ er hættulegt hugarfar. Það er sú hugmynd sem hefur fengið Banda- ríkin til að styðja einræðisherra víða um heim undir því yfirskini að vera að berjast við kommúnista, og kommúnista á Vesturlöndum til að styðja Stalín og Maó undir því yfir- skini að berjast við Bandaríkin. Saga lögfræðingsins Jacques Vergés er ágætis stúdía í því hvernig þetta hugarfar verður ofan á. Hann er af hálf-frönsku og hálf- víetnömsku ætterni, og varð vitni af því í æsku hvernig nýlendubúar voru látnir skríða fyrir nýlendu- herrunum. Af þeim ástæðum styð- ur hann Alsíringa í frelsisbaráttu sinni og gerist lögfræðingur alsírskra uppreisnarmanna, eða hryðjuverkamanna, eftir því hvernig á það er litið. Í framhald- inu fer hann að verja palestínska hryðjuverkamenn og að lokum Klaus Barbie, nasista sem bar ábyrgð á fjöldamorðum í Lyon í stríðinu. Leikstjórinn Barbet Schröder hefur undanfarið gert Hollywood- myndir eins og Single White Female, en leikstýrði snemma á ferlinum heimildamynd um Idi Amin. Vergés er áhugaverður maður, og greinilega eldklár, en erfitt er að hafa samúð með honum. Fyrir utan þá hugmyndafræði sína að vera á móti heimsvaldastefnu, sem leiðir hann á endanum í þær ógöng- ur að styðja nasismann, er augljóst að það er leikurinn sjálfur sem helst heillar Vergés. Hann segir stoltur frá því þegar hann stendur einn andspænis 40 lögfræðingum og setur ofan í við þá. Eins og hjá aristókrötunum í kvikmyndinni Ridicule er það að vera klár í sjálfu sér meira atriði en spurningar um rétt eða rangt. Vandamál myndarinnar er kannski helst það að hún virðist fyrst og fremst ætluð fyrir franska áhorfendur sem þekkja líklega betur til mannsins. Hún er því ekki yfirlit yfir mjög svo áhugaverðan feril Vergés, og hlutir eins og Barbie-réttarhöldin, vörn hans fyrir Omar Bongo og Milosevic, og vinátta hans við gamla skólafélag- ann Pol Pot fá litla eða enga athygli. Miklu púðri er hins vegar eytt í að sýna fram á tengsl hans við hryðju- verkamanninn „Carlos sjakala“ svo að myndin fer á stundum að minna meira á réttarhöld með endalausum nöfnum og vísunum í skýrslur. Valur Gunnarsson Okkar skíthæll KVIKMYNDIR Lögmaður hryðjuverkanna (L’Avocat De La Terreur) Leikstjóri: Barbet Schröder Sýnd á Franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói. ★★★ Lögmaður hryðjuverkanna er áhuga- verð saga. Þegar allt kemur til alls er hún þó ekki nógu vel sögð. Bandaríska kvikmyndaakademían tilkynnti í vikunni hvaða níu mynd- ir myndu berjast um tilnefningu sem besta erlenda myndin. Og er óhætt hægt að segja að val hennar hafi komið mörgum kvikmynda- spekúlantinum í opna skjöldu. Helen O’Hara, blaðakona á Empire, gerir val Akademíunnar að umtalsefni á heimasíðu kvik- myndatímaritsins og segir margt bogið við valið. Hún rifjar upp að þessi verðlauna- flokkur hafi eigin lega verið skandall frá upphafi til enda þetta árið. Þannig hafi ísraelsku kvikmynd- inni The Band’s Visit verið meinuð þátttaka sökum þess að of mikið af ensku hafi heyrst í henni. Þá hafi Diving Bell and the Butterfly ekki viljað vera með, að ekki sé minnst á Lust, Caution eftir Ang Lee en henni var vísað frá keppni sökum þess að ekki var nægjanlega mikið af starfs- fólki myndarinnar frá Kína. En blaðakonan O’Hara segir þetta allt gleymast þegar horft er til þeirra mynda sem Akademían gekk framhjá og komust ekki einu sinni á blað. Þar fari fremst í flokki Four Months, Three Weeks, Two days eftir rúmenska leikstjórann Christian Mungia sem sópaði að sér verðlaunum á síðasta ári en hlýtur af einhverjum óskiljanleg- um ástæðum ekki náð fyrir augum Akademíunnar. „Getur það verið að Bandaríkjamenn fái í magann við það eitt að sjá mynd um fóstureyðingar?“ spyr Helen. Þar að auki nefnir hún frönsku teiknimynd- ina Persepolis og spænsk/ mexíkósku myndina The Orphanage. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Mýrin, komst ekki í hóp hinna útvöldu en hún var framlag Íslands. - fgg Skandall skekur Akademíuna MUNGIA Kvikmynd þessa rúmenska leikstjóra hefur fengið mikið lof og sópað að sér verðlaunum. Tvær kvikmyndir verða frumsýnd- ar um helgina auk Brúðgumans og Atonement. Fyrst ber að nefna aðra myndina um baráttu Predator og Alien um jörðina sem byggð er á frábærum tölvuleikjum. Fyrsta myndin þótti ekkert meistarastykki en númer tvö lofar hins vegar góðu. Í það minnsta var seinni tölvuleik- urinn mikið mun betri og þurfti sterkar taugar leikmanna til að berja niður geimverurnar. Hin myndin er lauflétt gamanmynd með sjálfum Rock í aðalhlutverki og heitir The Game Plan. Fyrrum fjölbragðaglímuhetjan leikur þar ruðningskappa sem lifir hinu ljúfa lífi og telur sig vera í paradís hinna ábyrgðarlausu þegar hann upp- götvar að hann á átta ára gamla dóttur. Og sú krefst þess að fá að eyða tíma með föður sínum. Geimverur og Rock SKRÍMSLIN SNÚA AFTUR > HARRY POTTER Í TVENNT Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er líklegt að síðasta bókin um Harry Potter verði tvær kvikmyndir. Og nú virðist allt benda til þess að Warner Bros. hyggist fá stórstjörnu til að leikstýra verkinu og þar hefur nafn Stevens Spielberg oftast verið nefnt. bio@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.