Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 24
24 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 693 5.453 +0,03% Velta: 5.406 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,06 -0,11% ... Bakkavör 52,00 +2,56% ... Eimskipafélagið 31,55 +0,00% ... Exista 14,70 +0,69% ... FL Group 10,50 -0,47% ... Glitnir 20,10 +0,50% ... Icelandair 27,25 +1,87% ... Kaupþing 736,00 -0,14% ... Landsbankinn 31,60 -0,47% ... Marel 100,00 -0,99% ... SPRON 7,59 -1,56% ... Straumur-Burðarás 13,26 +0,08% ... Össur 94,50 -0,42% ... Teymi 5,78 +0,35% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +2,56% ICELANDAIR +1,87% EXISTA +0,69% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -9,74% ATLANTIC AIR. -5,25% ICELANDIC GR. -4,87% Árið 2008 verður ár yfirtakna, hag- ræðingar og sameininga hjá fjár- málafyrirtækjum, að sögn Ingólfs Benders, forstöðumanns greiningar- deildar Glitnis. Hann var meðal frummælenda á fundi um horfur á fjármálamarkaði hér sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Ingólfur gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum hjá stóru bönk- unum, heldur breytingum hjá smærri verðbréfafyrirtækjum sem hér hafa sprottið upp á undanförn- um árum. „Þar er búið að ráða inn dýrt vinnuafl og augljóst að ein- hver þarf að fara í gegnum hag- ræðingarferli,“ segir hann og telur jafnframt ljóst að Straumur og SPRON séu einnig hugsan- legir kandídatar varðandi slíkar breyt ingar. Hann segist ekki reikna með erlendum yfir- tökum íslenskra fjármálafyrir- tækja eins og sakir standa. „En þegar litið er fram á veginn getur það jafnvel tal- ist mjög líklegt þegar einhverjir bankanna hér hafa litið góða starf- semi í lengri tíma.“ - óká INGÓLFUR BENDER Sameiningar og yfir- tökur í pípunum Nefnd viðskiptaráðherra sem fara á yfir lagaumhverfi hér vegna evruskráningar hlutabréfa er tekin til starfa og hefur fundað einu sinni í liðinni viku. Jón Sigurðsson, hagfræðingur og fyrrum ráðherra, seðlabanka- stjóri og aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, sem fer fyrir nefndinni, segir að í henni verði markvisst unnið, enda eigi hún að ljúka störfum fyrir fyrsta mars næstkomandi. „Við stefnum að sem einfaldastri og skjótastri niðurstöðu,“ segir hann og áréttar að viðfangsefni nefndarinnar sé ekki hvort leiðin skuli farin, heldur einungis að finna út úr því hvaða breytinga sé þörf til að hún sé fær og tryggja um leið öryggi greiðslu- kerfisins. Auk Jóns eiga sæti í nefndinni Guðmundur Kr. Tómasson, stað- gengill framkvæmdastjóra fjár- málasviðs Seðlabankans og for- maður samráðsnefndar um samskipti verðbréfamiðstöðva, Sigríður Logadóttir, aðallögfræð- ingur Seðlabankans, Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, Helgi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Kaupþingi fyrir hönd Samtaka fjármálafyrirtækja, Björg Finnbogadóttir, lögfræðing- ur hjá viðskiptaráðuneytinu, og Einar Sigurjónsson, forstjóri OMX Verðbréfaskráningar Íslands. - óká JÓN SIGURÐSSON Jón, sem er fyrrum ráðherra, seðlabankastjóri og alað- bankastjóri Norræna fjárfestingarbank- ans, segir evrunefndina ætla að vinna hratt og vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Evrunefnd viðskipta- ráðherra tekin til starfa Afskriftir og slæm uppgjör fjármálafyrirtækja í Banda- ríkjunum hafa leitt til lækk- unar á hlutabréfamörkuðum víða um heim í vikunni. Bandarískir fjárfestar óttast yfirvofandi samdráttarskeið og losuðu um eignir. Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í gær, annan daginn í röð eftir dýfu á þriðjudag. Fjárfestar telja nú meiri líkur en minni á því að samdráttur ríði yfir Bandaríkin í formi minni einkaneyslu og muni það hafa áhrif á helstu viðskiptalöndin í Evrópu og Asíu. Af einstökum löndum féll Úrvalsvísitalan um 0,92 prósent á þriðjudag en var næsta óbreytt í gær. Taktur lækkunarinnar var sem fyrr sleginn í Bandaríkjunum á þriðjudag þegar Citigroup, einn stærsti banki landsins, skilaði inn langþráðu en slæmu uppgjöri. Bank- inn tapaði 9,83 milljörðum dala, jafnvirði 631 milljarðs íslenskra króna, á síðasta fjórðungi, sem er mesta tap í sögu þessa tæplega tvö hundruð ára banka, og helmingi meira en reiknað var með, að sögn Bloomberg. Þá jafngildir tapið 1,99 dölum á hlut samanborið við 1,03 dala hagn- að á sama tíma í hitteðfyrra. Langstærsta tapið er tilkomið vegna afskrifta á útlánasafni bank- ans í skugga vanskila og taps á undir- málslánum upp á 18,1 milljarð dala. Bankinn hefur líkt og fleiri bankar í Bandaríkjunum gripið til aðgerða til að bæta eiginfjárstöðuna, svo sem með lækkun á arðgreiðslum, inn- spýtingu frá fjárfestum auk upp- sagna. Taprekstur bankans smitaði sam- stundis út frá sér á hlutabréfamark- að beggja vegna Atlantsála þegar fjárfestar seldu mikið magn hluta- bréfa af ótta við að lækkanahrinan myndi halda áfram. Stemningin á hlutabréfamarkaði batnaði lítillega í gær þótt uppgjör fleiri fyrirtækja, svo sem JP Morg- an & Chase, Intel og AMR hafi þótt í daprari lagi. Ljóst þykir að uppgjör banka og fjármálafyrirtækja vestanhafs verða slæm líkt og í til- viki Citigroup. Fjárfestar binda engu að síður vonir við að skýrari mynd fáist af afleiðingum undir- málslánakreppunnar í Bandaríkjun- um að lokinni uppgjörshrinunni og geti það bætt tiltrú fjárfesta á hluta- bréfamarkað að nýju. jonab@frettabladid.is DIMMT YFIR Eins og sést á upplýsingaskilti kauphallarinnar í Tókýó í Japan var sól þar í landi samtímis því sem þungt var yfir á hlutabréfamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Fjárfestar fóru á taugum Flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags Bandaríkjanna, tapaði 69 milljónum dala, jafnvirði 4,5 milljarða króna, á fjórða árs- fjórðungi nýliðins árs. Stjórnendur AMR segja hátt eldsneytisverð og truflun á flugi vegna veðurs vestanhafs helstu ástæður tapsins, sem nemur 28 sentum á hlut samanborið við 7 senta hagnað á hlut á sama tíma í hittifyrra. Inni í afkomutölum fyrirtækisins er einskiptishagnað- ur upp á 115 milljónir dala vegna sölu á einu af dótturfélögum fyrir- tækisins. Afkoman er sögð í takt við spár greinenda. Þrátt fyrir skellinn nemur hagn- aður AMR 504 milljónum dala á árinu, sem er 118 prósenta aukn- ing á milli ára. Hagnaðurinn nemur 1,78 dölum á hlut saman- borið við 99 sent á hlut ári fyrr. FL Group var um tíma einn af stærstu hluthöfum í AMR með 9,3 prósenta hlut. - jab Hagnaður yfir árið en tap á fjórðungnum ÞRÓUN MARKAÐA Í GÆR Vísitala Land Breyting Dow Jones* Bandaríkin +0,35% Nasdaq* Bandaríkin -0,68% Nikkei Japan -3,35% FTSE Bretland -1,37% Dax Þýskaland -1,27% C-20 Danmörk -2,10% OMXH25 Finnland -1,84% OMXS30 Svíþjóð -0,67% ICEXI15 Ísland +0,03% * Um miðjan dag í gær MARKAÐSPUNKTAR Verðbólga jókst talvert í Bandaríkjun- um í fyrra samanborið við 2006. Hún mældist 4,1 prósent en var 2,5 prósent í hittifyrra og hefur ekki hækkað jafn snarlega á milli ára síðan árið 1990. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að síðar á þessu ári sjáist merki um slaka á vinnumarkaði. Töluverður fjöldi erlendra starfsmanna hafi þegar horfð frá Austurlandi eða sé á förum þar sem framkvæmdum vegna stóriðjuuppbygg- ingar þar er í þann mund að ljúka. Sigríður Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og fjárfestinga hjá Trygginga- miðstöðinni, hefur sagt starfi sínu hjá félaginu lausu. Hún lætur af störfum um mánaðamótin janúar/febrúar næstkomandi þegar ársuppgjör félags- ins liggur fyrir. Fundað með smásölum í Ameríku Á árvissri ráðstefnu bandaríska fjárfestingar- bankans Financo um smásölumál í New York á mánudag var meðal frummælenda Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Jón Ásgeir deildi þar með stjórnendum um 250 smásölufyrirtækja hvaðanæva úr Bandaríkjunum reynslu sinni af því að flytja vörumerki yfir landamæri og inn á nýja markaði, auk þess að kynna Baug. Ráðstefnan var haldin undir þemanu: „Build- ing a Brand Experience“. Aðrir frummælendur voru meðal annars Jim Gold, forstjóri Berg- dorf Goodman, Robert Hanson, forstjóri Levi Strauss í Norður- Ameríku og Mike Ullman, forstjóri og stjórnarformaður JC Penney. Óskarsverðlaunateiti tískubransans Viðburðurinn er nokkurs metinn. Tímaritið Women’s Wear Daily kallaði í fyrra ráðstefnuna „heitasta viðburð ársins fyrir kaupmanninn“ og New York Post sagði hana „tískuviðburð ársins – án þessa að horft sé á fataburð“. Tíme kallaði ráðstefnuna „Óskarsverðlaunateiti fyrir tískubransann“. Í umfjöllun New York Post um ráðstefnuna á mánudag var haft orð á að Jón Ásgeir og Steven Sadove, forstjóri munaðarvöruverslanakeðjunn- ar Saks, hefðu sést stinga saman nefjum á hliðarlínum ráðstefnunnar. Jón Ásgeir er sagður hafa augastað á keðjunni og sagði að verð hlutabréfa Saks væri „aðlað- andi“ um þessar mundir. Peningaskápurinn ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.