Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 26
26 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Einhvers konar lögregluríki „Við fáum ekki lengur að heyra að allir séu jafnir fyrir lögunum heldur að sumir þurfi ekki að fara eftir vitlausum lögum. […] Það er ljóst að til eru raddir innan stjórnkerfis- ins sem hafa viljað aukna ráðstjórn og einhvers konar lögregluríki með tilheyrandi skerðingu á mannrétt- indum borgaranna. […] Nú virðast þessi sjónarmið hafa fengið að vaða stjórnlaust uppi í dóms- málaráðuneytinu …“ Nei, þetta er ekki tekið úr ræðu Steingríms J. Sigfússonar. Þetta reit Andri Óttarsson á Deigluna fyrir tæpum fjórum árum eftir að Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæsta- réttardómara. Samviska flokksins … Deiglan var sögð hinn hófsami og kreddulausi armur ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins – Geirsarmurinn svokallaði. Deiglupennar voru enda óhræddir við að gagnrýna flokkinn duglega ef svo bar undir. Og vörðu hann auðvitað þótti þeim ómaklega að honum vegið. Fremstir í flokki ásamt Andra voru þeir Borgar Þór Einarsson og Þórlindur Kjartansson, sem nú er formaður SUS – samvisku Sjálfstæðisflokksins, eins og ungliðahreyfingin kallar sig á tyllidög- um. … til friðs Það vekur því óneitanlega athygli að á Deiglunni hefur ekki verið vikið einu orði að umdeildri dómaraskipan Árna Mathiesen. Það eina sem for- maður SUS hefur sagt um málið er að það sé eðlilegt að fjallað sé gagnrýnið um embættisskipanir ráðherra. Sjálfur þekki hann ekki til allra umsækjenda og treysti ákvörðun ráðherra. Annars ekki múkk. Það er af sem áður var þegar Deiglumenn hikuðu ekki við að hjóla í ráðamenn eigin flokks ef eitthvað orkaði tvímælis. Í millitíðinni er Geir reyndar orðinn formaður Sjálf- stæðisflokksins og Andri Óttarsson framkvæmda- stjóri. bergsteinn@frettabladid.is Lögum og rétti er ætlað að vernda réttláta gegn ranglát- um. Höfuðmarkmið réttarríkis er að halda uppi röð og reglu, verja rétt gegn röngu, lítilmagnann gegn stórlöxunum. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heitir réttlætis- málaráðuneyti. Það er viðeigandi nafngift í óskoruðu réttarríki, þar sem allir eru jafnir fyrir lögum. En lög og réttur snúast ekki eingöngu um réttlæti, heldur einnig um hagsmuni, því að menn getur greint á um réttlæti. Þessar átakalínur eru skýrar í lifandi réttarríkjum eins og Bandaríkjun- um, en þær eru sljórri á Íslandi, þar sem löggjöfin, túlkun laga af hálfu dómstóla, gengnir dómar og lagaframkvæmd hafa löngum borið sterkan keim af ríkjandi stjórnmálahagsmunum, svo sem marka má til dæmis af skipan dómara fyrr og síðar. Margir lögfræðingar gera sér grein fyrir vandanum. Lögmannafélagið vill herða á hæfniskröfum til dómara til að girða fyrir geðþóttafullar mannaráðningar í dómskerfinu. Í nálægum löndum eru gerðar strangar hæfniskröfur til dómara. Nýju dómstólalögin frá 1998 ganga ekki nógu langt í þessa átt. Eins og sakir standa virðast meiri kröfur gerðar til héraðsdómara en hæstaréttardómara, þó með einni nýrri og nánast átakanlegri undantekningu. Hæstiréttur ógilti kvótalögin 1998 Ísland hefur einnig þá sérstöðu meðal réttarríkja, að handhafar framkvæmdavaldsins hafa ekki vílað fyrir sér að fordæma úrskurði Hæstaréttar. Árið 1998 felldi Hæstiréttur dóm þess efnis, að synjun sjávarútvegsráðuneytis- ins á umsókn Valdimars Jóhannes- sonar um leyfi til fiskveiða bryti gegn jafnréttisákvæði í 65. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Formenn beggja þáverandi ríkisstjórnar- flokka brugðust ókvæða við dóminum. Þegar 105 af 150 prófessorum í Háskóla Íslands þótti rétt að senda frá sér sameigin- lega yfirlýsingu til varnar Hæstarétti, treysti enginn lagaprófessor sér til að skrifa undir. Einn þeirra sendi mér bréflega lýsingu á refsingunum, sem hann taldi sig mundu kalla yfir sig og fjölskyldu sína, ef hann fylgdi sannfæringu sinni. Hæstiréttur snýr við blaðinu 2000 Skömmu síðar komu fiskveiði- stjórnarlögin aftur til kasta Hæstaréttar. Þá snerist málið um menn, sem höfðu túlkað fyrri dóminn svo, að þeim hlyti að vera heimilt að róa án kvóta. Fimm dómarar af sjö sáu nú enga mismunun fólgna í fiskveiði- stjórnarlögunum. Tveir dómarar af sjö staðfestu þó fyrri dóm, þar sem fiskveiðilögin voru talin leiða af sér mismunun, sem bryti gegn jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsis reglu 75. greinar, en þar segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almanna- hagsmunir þess.“ Saman fela 65. grein og 75. grein í sér, að hvers kyns skorður við atvinnufrelsi í almannaþágu, þar á meðal skert fiskveiðiréttindi, verða að samrým- ast jafnræði og mannréttindum. Kúvending Hæstaréttar í kvótamál- inu 2000 leysti Alþingi að sinni undan þeirri kvöð að breyta fiskveiðilögunum til samræmis við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafn- ræði og atvinnufrelsi. Sinnaskiptin voru ekki til þess fallin að efla trú fólksins í landinu á hlutleysi og sjálfstæði Hæstaréttar. Mikill hluti þjóðarinnar vantreystir dómskerf- inu svo sem vonlegt er. Úrskurður Mannréttindanefndar SÞ 2007 Nú hefur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í reyndinni ógilt síðari dóm Hæstaréttar í kvótamálinu með því að taka undir það jafnræðissjónarmið, sem við veiðigjaldsmenn höfum frá öndverðu haldið fram og Hæsti- réttur staðfesti í fyrri dómi sínum 1998. Nefndin reisir úrskurð sinn á, að ókeypis úthlutun aflakvóta til þeirra, sem stunduðu veiðar 1980- 83, brjóti gegn 26. grein Mannrétt- indasáttmála SÞ, sem er samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar. Úthlutunarregla laganna fullnægir ekki þeirri kröfu, að allir skuli sitja við sama borð, vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til efnahags. Alþingi þarf að bregðast við úrskurði nefndarinnar innan 180 daga. Þingið hlýtur að vilja virða álit Mannréttinda- nefndarinnar og bæta úr skák, því að ella verður Ísland úthrópað á alþjóðavettvangi, eins og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar lögmaður hefur bent á. Útlagar viljum við ekki vera. Alþingismenn ættu allra sízt að reyna að skýla sér á bak við þá skoðun, að útvegsmenn séu stungnir af með sameign þjóðar- innar. Alþingi setti lögin, sem brjóta gegn Mannréttindasáttmála SÞ og einnig gegn stjórnarskránni, og Hæstiréttur dansaði með. Áfellisdómur að utan Í DAG | Mannréttindabrot ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Fasteignagjöld Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði lögðu til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2008 í desember að álagningarprósenta fasteignagjalda yrði lækkuð úr 0,27% í 0,24%. Markmiðið var að koma til móts við bæjarbúa vegna hækkunar fasteignamats um áramótin. Tillagan fór öfug í bæjarstjórann og meirihluta Samfylkingarinnar sem felldi hana samstundis og hafði uppi mörg orð um óábyrga afstöðu sjálfstæðismanna. Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum. Um áramótin var mikil umræða um stefnu sveitar- félaga í álagningu fasteignagjalda. Við blasti hve Hafnarfjörður kom illa út úr samanburði við önnur sveitarfélög. Nágrannasveitarfélög eins og Garðabær og Seltjarnarnes höfðu tilkynnt að þau myndu lækka sín fasteignagjöld til að koma til móts við hækkað fasteignamat um áramótin. Verkalýðs- forystan kallaði líka eftir lækkun fasteignagjalda. Samfylkingin í Hafnarfirði var komin út í horn og varð að bregðast við. Þann 10. janúar bar því bæjarstjórinn upp á fundi bæjarráðs, sömu ,,óábyrgu’’ tillöguna og sjálfstæðismenn lögðu fram í bæjarstjórn í desember. Þá sömu og meirihlutinn kolfelldi. Álagningarprósentan skyldi nú lækkuð. Það er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni að Samfylkingin sjái að sér en rök bæjarstjórans um að aðstæður hafi breyst á þremur vikum halda ekki vatni. Gripið er til hentistefnunnar til að bjarga ímyndinni. Þessi sami meirihluti hækkaði í ársbyrjun leikskólagjöldin í Hafnarfirði, gjöld í tónlistarskólann, heilsdagskóla og fyrir skólamáltíðir. Eflaust er það gert svo að hægt sé að lækka þau aftur mánuði fyrir kosningar – eins og síðast. Þess er líka skemmst að minnast þegar bæjar- stjórinn og fleiri úr Samfylkingunni treystu sér ekki til að gefa upp sína skoðun á stækkun álvers- ins í Straumsvík til að spilla ekki íbúakosningunum. Tveimur árum áður fór fram íbúakosning um sameiningu Hafnarfjarðar og Voga. Þá lá bæjar- stjórinn ekki á skoðun sinni og lýsti yfir stuðningi við sameininguna. Þá hentaði að hafa skoðun. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hentistefna í Hafnarfirði RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR F rumvarp ríkisstjórnarinnar til varnarmálalaga markar um margt tímamót. Um er að ræða fyrstu heildstæðu löggjöfina um stjórnsýslu varnarmála. Hún felur einnig í sér að Íslendingar axla í fyrsta skipti ábyrgð á eigin hernaðarlegri starfsemi. Jafnframt geymir frumvarpið lagalega umgjörð um þau stór- auknu íslensku umsvif á varnarmálasviðinu sem ákveðin hafa verið eftir að fastri viðveru bandaríska varnarliðsins lauk. Utan- ríkisráðuneytið verður nú með formlegum hætti varnarmálaráðu- neyti. Það er rökrétt og eðlileg skipan í litlu stjórnkerfi og miðað við eðli og umfang viðfangsefnisins. Þá er það skynsamleg skipun mála að koma á fót sérstakri varnarmálastofnun. Rekstri íslenska loftvarnakerfisins, undir- búningi hervarnaæfinga og samskiptum við hernaðarstofnanir bandalagsþjóðanna og öðrum skyldum verkefnum er betur fyrir komið í sérstakri varnarmálastofnun en ráðuneyti. Með þessu móti svipar stjórnsýslunni aukheldur betur en ella til þess sem er hjá bandalagsþjóðunum sem hafa eigin her. Í reynd er Alþingi þegar búið að taka ákvarðanir um þau auknu varnarumsvif sem frumvarpið kveður á um. Það var gert með afgreiðslu fjárlaga. Réttara hefði þó verið að snúa ákvörðunar- ferlinu við og ræða og ákveða stefnumótunina í varnarmálum á löggjafarsamkomunni áður en fjárheimildirnar voru samþykktar. Að réttu lagi á efnisumræða um svo viðamikla stefnumótun ekki að fara fram eftir á. Að vísu var fyrri ríkisstjórn í þeirri kröppu aðstöðu að þurfa að taka ákvarðanir hratt og skjótt um hvernig brottför varnarliðsins yrði mætt. Allt sýnist það hafa verið vel og skynsamlega ráðið. Í athugasemdum með frumvarpinu er ekki að finna sérstaka rök- semdafærslu fyrir þörfinni á auknum íslenskum varnar umsvifum í kjölfar þess að fastri viðveru bandaríska varnarliðsins lauk. Spyrja má: Fól sú breyting ef til vill í sér að umsvif á þessu sviði væru óþörf? Á móti má spyrja: Er ekki eðlilegt að Ísland leggi eitthvað af mörkum til eigin varna og samstarfsins innan Atlants- hafsbandalagsins og sýni ákveðinn viðbúnað? Við höfum bæði efnahagslega og þekkingarlega burði til þess að takast á við verkefni eins og þessi. Við getum ekki ætlað öðrum að bera allan kostnað af eigin vörnum. Athugasemdum með frum- varpinu hefði að ósekju mátt fylgja rækilegri reifun á rökum fyrir þessari nýju stefnumótun. Þó að þau liggi að einhverju leyti í augum uppi þarf að ræða þau. Væntanlega mun það hættumat sem nú er unnið að verða framlag til þeirrar umræðu þegar þar að kemur. Ýmsum spurningum má velta upp í tengslum við þessa lagasetn- ingu. Ein er sú hvort rétt væri að friðargæslan félli undir varnar- málastofnun. Önnur lýtur að því hvort ekki væri rétt að fella inn í varnarmálalögin ákvæði sem mæli fyrir um hver taki ákvarð- anir og með hvaða hætti ef grípa þarf til aðgerða eða viðbragða á grundvelli varnarsamningsins og eftir atvikum samkvæmt upp- lýsingum íslenska loftvarnakerfisins. Þó að Íslendingar beri ekki sjálfir vopn rekum við nú hernaðar- lega starfsemi á eigin vegum og höfum áfram samning um her- varnir við öflugasta her veraldar. Úrlausnarefnið er að vísu ekki brýnt. En ljóst er að íslensk stjórnvöld geta þurft að taka ákvarð- anir um beitingu hervalds. Þá ákvörðun tekur enginn fyrir okkur. Tómarúm í löggjöf um slíkan ákvarðanaferil hefur verið ágalli. Úr því má nú bæta. Stóraukin íslensk varnarumsvif: Tímamótalöggjöf ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.