Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 20
20 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is 11 5 39 0 27 5 36 5 19 6 2002 2003 2004 2005 2006 Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur mikið verið í fréttum hérlendis að undanförnu vegna álits þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að íslenska kvótakerfið brjóti í bága við 26. grein alþjóðasáttmálans um borgaraleg og pólitísk rétt- indi. Nefndinni sem sendi frá sér þennan úrskurð er gjarnan ruglað saman við Mannréttindaráð SÞ, sem er öllu þýðingarmeiri stofnun. Hvað er Mannréttindanefnd SÞ? Alls eru til sjö mannréttindatengdar nefndir og ráð á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ein þeirra er þessi mannréttindanefnd átján sérfræðinga, sem kemur saman þrisvar á ári til að yfirfara skýrslur sem aðildarríki SÞ eiga að skila inn á fimm ára fresti um framkvæmd alþjóðasáttmálans um borgaraleg og stjórnmálaréttindi (International Covenant on Civil and Political Rights). Þau 104 ríki sem undirritað hafa fyrstu valbókunina við þennan sáttmála, þar á meðal Ísland, hafa heimilað aðilum innan ríkisins að leita álits nefndarinnar á meintum brotum gegn ákvæðum sáttmálans. Það er einmitt þannig sem úrskurðurinn um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er til kominn. Að þessu leytinu hefur nefndin hlið- stætt hlutverk og Mannréttindadómstóll Evrópu, en reynslan hefur þó sýnt að almennt er meira mark tekið á úrskurðum Mannréttindadómstólsins. Hvað er Mannréttindaráð SÞ? Eins og áður segir ber ekki að rugla þessari sérfræð- inganefnd alþjóðasáttmálans um borgaraleg og stjórnmálaréttindi (sem kölluð er á ensku Human Rights Committee) saman við Mannréttindaráð SÞ (Council on Human Rights) né heldur fyrirrennara þess, Mannréttindanefnd SÞ (Commission on Human Rights), sem var stofnun byggð beint á stofnsáttmála samtakanna en Mannréttindaráðið kom í staðinn fyrir árið 2006. FBL-GREINING: MANNRÉTTINDANEFNDIR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Eitt allsherjarráð og aðrar minni nefndir Yfirstjórn Landspítala háskólasjúkra- húss, LSH, hættir að bjóða upp á læknisþjónustu í neyðarbíl og spara þannig 30 milljónir króna á ári. Deildarlæknar á slysadeild voru fjórtán um ára- mót. Horfur eru á því að þeir verði fimm 1. mars. Hvernig er staðan? Hún er alvarleg. Menn eru ósáttir við þessa ákvörðun. Það er verið að setja okkur í stöðu sem er læknisfræðilega óásættanleg. Þess vegna kjósa menn frekar að hætta störfum. Hvað þýðir þetta? Þessi breyting mun hugsanlega hafa í för með sér verri þjónustu fyrir almenning. Ljóst er að fækk- un lækna á slysadeild þýðir líka að þjónustan á slysadeild versnar og biðtími lengist. Líklega sparar spítalinn 10-15 milljónir en fyrir samfélagið skilar þetta engu öðru en verri þjónustu fyrir skattborg- arana. SPURT & SVARAÐ LÆKNAR HÆTTA Á NEYÐARBÍLUM Verri þjónusta á slysadeild BJARNI ÞÓR EYVINDSSON Deildarlæknir á slysa- og bráða- deild. Deilt er um útboðsskyldu Sundabrautar. Starfshópur á vegum samgönguráð- herra telur útboðsskyldu framkvæmdarinnar innan evrópska efnahagssvæðis- ins ótvíræða. Stjórn Faxa- flóahafna er ósammála þessu og vísar til fordæma í Noregi auk sérlaga um Hvalfjarðagöng. Frá því 9. maí í fyrra þegar sam- gönguráðherra í samráði við for- sætisráðherra skipaði starfshóp um Sundabraut hafa deilur um hana stigmagnast. Þar ræður mestu aðkallandi þörf fyrir hana að mati borgaryfirvalda og ekki síst áhugi Faxaflóahafna á því að leggja brautina í einkafram- kvæmd. Nú er kjarni deilnanna einkum sá hvort það sé mögulegt að leggja brautina í einkaframkvæmd án þess að bjóða verkið í heild út innan evrópska efnahagssvæðs- ins. Íslenska ríkið vill útboð en Faxaflóahafnir telja það óþarft. Starfshópurinn fundaði sex sinnum áður en hann skilaði af sér skýrslu fyrir skemmstu. Í starfs- hópnum voru Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar sem jafnframt var formaður, Gísli Gíslason hafnastjóri Faxaflóahafna, Jónas Sveinbjörnsson svæðisstjóri suð- vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Þórhallur Arason skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Niðurstaða starfshópsins er sú að ekki sé hægt að fara út í fram- kvæmdina nema með því að bjóða verkið út í samræmi við lög og reglur á evrópska efnahagssvæð- inu. Gísli Gíslason er ósammála meirihlutanum og telur mögulegt ráðast í framkvæmdina án útboðs- ins, þó einstakir verkþættir heild- arframkvæmdarinnar færu í hefð- bundin útboðsferli. Tveir kostir Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu er fyrst og fremst einblínt á tvo möguleika við lagn- ingu Sundabrautar; það er innri leiðar og ytri leiðar. Innri leiðin, eða eyjaleið, er sú leið sem Vega- gerðin telur álitlegasta en hún er um níu milljörðum ódýrari en ytri leiðin. Borgaryfirvöld vilja frekar að einblínt verði á lagningu Sunda- brautar í göngum undir Elliðarár- vog, frá Kleppsvík til Gufuness. Innri leiðin felur í sér þverun vogsins nær ósum Eilliðaánna. Kostnaðurinn við ytri leiðina er áætlaður um 24 milljarðar og en við innri leiðina fimmtán milljarð- ar. Af hverju í Noregi en ekki hér? Tilgangurinn með lagningu Sunda- brautar er að bæta tengingu Vest- ur- og Norðurlands við höfuðborg- arsvæðið, efla samgöngur á norðurhluta höfuðborgarsvæðis- ins, auka hagræði í samgöngum og atvinnustarfsemi, opna fyrir þróun byggðar á höfuðborgar- svæðinu til norðurs og norðaust- urs, auka umferðaröryggi og ekki síst að létta á umferðarþunga á öðrum vegum á höfuðborgarsvæð- inu. Þar sem Sundabraut telst þjóð- vegur samkvæmt lögum mun meginhluti fjármagnsins koma úr ríkissjóði en Reykjavíkurborg þyrfti einnig að kosta einhverju til þar sem framkvæmdaleyfið kemur þaðan. Áætlað er að fjögur til fimm ár taki að ljúka verkinu en Kristján Möller sagði á Alþingi í gær, að framkvæmdir gætu haf- ist á næsta ári í fyrsta lagi. Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur lagt áherslu á lagningu Sunda- brautar verði flýtt eins og kostur er. Stjórn Faxaflóahafna felst ekki á það með meirihluta starfshóps- ins um Sundabraut að útboðs- skylda verkefnisins sé ótvíræð. Einkum eru það fordæmi frá Nor- egi. Þar í landi hafa stjórnvöld í nokkur skipti fari þá leið að opin- ber fyrirtæki sjá alfarið um rekst- ur jarðganga og einnig uppbygg- ingu þeirra, án þess að útboð fari fram. Er þetta talið mögulegt þar sem samkeppni er ekki talin vera virk á þessu sviði í landinu, að því er segir í svari sérfræðings norsku vegagerðarinnar við fyrirspurn- um starfshópsins. Stjórn Faxaflóahafna lítur svo á að svipaða leið ætti að vera hægt að fara hér. Ekki síst í því ljósi að fordæmi eru fyrir því að opinbert fyrirtæki sjá um rekstur jarða- ganga, það er Spölur í tilfelli Hval- fjarðaganga. Ríki og borg í hár saman Vegagerð ríkisins hefur lagt það til að ódýrari leiðin verði farin og að útboð fari fram, þar sem öllum fyrirtækjum sem hafa áhuga að fara út í lagningu Sundabrautar verði gefinn kostur á að koma að borðinu. Forsvarsmenn Reykja- víkurborgar, með borgarstjórann Dag B. Eggertsson í broddi fylk- ingar, horfa öðruvísi á málið. Þar er dýrari kosturinn, það er að leggja hluta leiðarinnar í göng, talinn besti kosturinn og er útboðs- skyldan talin óþörf. Samgöngu- ráðherra, og ríkisstjórninni allri, er því nokkur vandi á höndum ef brautin á ekki að verða pólitískt þrætuepli til langs tíma. Sérstaklega þarf Samfylkingin að halda vel á spöðunum en nokk- ur þrýstingur er á fulltrúa flokks- ins, bæði á þingi og hjá borginni, að fylgja málinu vel eftir, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Ekki síst er það vegna þess að þverpólitísk sátt er um það hjá borgarfulltrúum að Sundabraut verði að veruleika sem allra fyrst. Sundabraut pólitískt þrætuepli STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Hefur talað skýrt um að það sé nauðsynlegt að ráðast í gerð Sundabrautar sem allra fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRISTJÁN MÖLLER Er undir þrýstingi frá eigin flokksmönnum um að fylgja Sundabrautinni að leiðarlokum. Ljóst er að framkvæmdir hefjast ekki á þessu ári en undirbúningsvinna er í fullum gangi. Vinna við umhverfismat er langt komin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EINN MÖGULEIKI SUNDABRAUTAR Hér sést tölvuteiknuð mynd af einum af mörgum möguleikum sem velt hefur verið upp af Sundabraut. Á FUND RÁÐHERRA Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, og Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, sjást hér ganga á fund ráðherra, 22. mars í fyrra, eftir að stjórn félagsins bauðst til þess að taka að sér lagningu Sundabrautar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.