Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 70
54 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Íslenska hand- boltalandsliðið hefur leik á Evr- ópumótinu í Noregi í kvöld gegn Svíum. Strákarnir okkar vonast til þess að gengið verði eitthvað í líkingu við þegar íslenska liðið sló það sænska út úr undankeppni HM 2007 fremur en gengið á stór- mótunum þar sem Svíar hafa unnið átta síðustu viðureignir þjóðanna. Svíar hafa unnið fimm af þess- um leikjum með fimm mörkum eða meira og stærsti sigurinn var einmitt þegar þjóðirnar mættust síðast í undanúrslitaleik Evrópu- mótsins í Svíþjóð 2002. Ingólfur var leynivopnið Það eru liðin 44 ár síðan íslenska handboltalandsliðið vann síðast Svíþjóð á stórmóti og sá sigur var jafnframt einn sá óvæntasti og glæsilegasti í sögu íslenska lands- liðsins. Ísland vann 12-10 sigur á Svíum sem höfðu unnið bronsið á HM 1961 og áttu síðan eftir að fara alla leið í úrslitaleikinn í þeirri heimsmeistarakeppni sem fram fór í Tékkóslóvakíu. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en daginn áður hafði Ísland unnið Egyptaland 16- 8. Ingólfur Óskarsson var leyni- vopnið í leiknum en hann skoraði 5 af 12 mörkum íslenska liðsins eftir að hafa verið hvíldur í leikn- um gegn Egyptum. Þá má ekki gleyma framlagi Hjalta Einars- sonar í íslenska markinu sem átti stórleik. Það er örugglega í fyrsta og eina skiptið sem Ísland átti langbesta markvörðinn á vellin- um í landsleik gegn Svíum. Mats Olsson alltaf erfiður Sænsku markverðirnir hafa oft reynst okkur erfiðir. Mats Olsson fór ávallt mikinn í landsleikjum gegn Íslandi og hann var sem dæmi maður leiksins í 27-23 sigri Svía á HM í Sviss 1986 og varði um 65 prósent skota í 20-14 sigri Svía á Íslendingum á Ólympíu- leikunum í Seúl 1988. Eftirmenn hans eins og Tomas Svensson og Peter Gentzel hafa einnig reynst erfiðir og það er enn í fersku minni þegar Genzel varði 14 skot (3 víti) í seinni hálf- leik í undanúrslitaleik Íslands og Svíþjóðar á EM í Svíþjóð 2002. Staðan var 14-12 fyrir Svía þegar Gentzel kom í markið en Svíar unnu seinni hálfleikinn 19-10 og þar með leikinn með ellefu marka mun. Byrjað gegn Svíum í fjórða sinn Þetta verður í fjórða skiptið sem íslenska landsliðið hefur stórmót með því að mæta Svíum en það gerðist einnig á HM 1993 í Sví- þjóð, á EM 2000 í Króatíu og á HM 2001 í Frakklandi. Síðasti leikurinn af þessum var annað minnsta tap íslenska liðs- ins fyrir Svíum frá 1964 en þeir sænsku unnu leikinn með þremur mörkum, 24-21. Átta árum fyrr mættu íslensku strákarnir kok- hraustir í fyrsta leik á móti Svíum á þeirra eigin heimavelli. Íslenska liðið var vel inni í leiknum fram- an af, í hálfleik var jafnt 9-9 og staðan var 15-15 þegar Svíar lok- uðu vörninni (og Mats Olsson markinu) og á meðan íslenska liðið skoraði ekki í tólf mínútur komust Svíar í 21-15 og unnu loks 21-16. Sigur Íslands á Svíþjóð í umspil- sleikjunum fyrir HM 2007 hefur vonandi markað tímamót og enda- lok Svíagrýlunnar en það stað- festist þó ekki fyrr en með leikn- um í kvöld. Nú gæti nefnilega verið komið að stundinni þar sem Ísland losnar endanlega undan tökum Svíanna. ooj@frettabladid.is Ekki unnið Svía á stórmóti í 44 ár Íslenska landsliðið mætir Svíum í fyrsta leik sínum á EM í Noregi í kvöld. Íslendingar hafa tapað átta stór- móts leikjum í röð á móti Svíum og unnu þá síðast á stórmóti í HM í Tékkóslóvakíu árið 1964. STÓR STUND Hornamennirnir Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna því að hafa slegið Svía út úr undankeppni HM í Þýskalandi 2007. Þetta var síðasti leikur Ísleninga við Svía fyrir leikinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÍÞRÓTTIR Það verður ein allsherjar íþróttaveisla í Laugardalnum um helgina þegar níu íþróttafélög, undir forystu Íþróttabandalags Reykjavíkur og með stuðningi Reykjavíkurborgar, munu standa að alþjóðlegu íþróttamóti í Laugar dalnum. Síðustu ár hafa sundfélagið Ægir og frjálsíþróttadeild ÍR staðið að alþjóðlegu mótahaldi í janúar og þau mót verða stærstu mót helgarinnar en einnig er keppt í sjö öðrum greinum: dansi, badminton, júdó, hópfimleikjum, skylmingum, listhlaupi á skaut- um og íshokkí. Landsmönnum verður því boðið upp á fjölbreytta íþrótta- veislu þar sem yfir 2.000 kepp- endur munu taka þátt. Stefnt er að því að innan fimm ára verði allt mótahaldið með alþjóðlegum hætti þar sem íþróttamenn geta unnið sig inn á stórmót eins og ólympíuleika og heimsmeistaramót. Á sundmóti Ægis í ár munu sem dæmi þrjár af bestu sundkonum landsins keppast við að ná lágmörkum inn á Ólympíuleikana í Peking sem fara fram næsta haust. Margar af þessum greinum eiga það sameiginlegt að hafa fengið minni athygli undanfarin ár, en Íþróttabandalag Reykja- víkur ætlar nú að sjá til þess að þessar íþróttagreinar hafi grund- völl til þess að geta haldið sterkt alþjóðlegt mót sem þau höfðu ekki burði í að gera eitt og sér en eiga að geta vaxið og dafnað undir verndarvæng þessa alþjóð- lega íþróttamóts. Það er von til þess að keppt verði í fleiri greinum á mótinu á næstu árum. Mótið sem ber nafnið Reykja- vík International 2008 verður sett á sérstakri opnunarhátíð í Laugardalslauginni á föstudag- inn og lokahátíðin fer síðan fram í Laugardalshöllinni á sunnu- dagskvöldið. - óój Alþjóðlegt íþróttamót Íþróttabandalags Reykjavíkur með stuðningi Reykjavíkurborgar er komið til að vera: Íþróttaveisla í Laugardalnum um helgina VEL HEPPNAÐ Alþjóðaleikar ungmenna tókust vel í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LANDSLEIKIR VIÐ SVÍA Á STÓRMÓTUM HM 1961 (milliriðill) Svíþjóð 18-10 HM 1964 (riðill) Ísland 12-10 ÓL 1984 (Um 5. sæti) Svíþjóð 26-24 HM 1986 (Milliriðill) Svíþjóð 27-23 ÓL 1988 (Riðill) Svíþjóð 20-14 ÓL 1992 (Riðill) Svíþjóð 25-18 HM 1993 (Riðill) Svíþjóð 21-16 EM 2000 (Riðill) Svíþjóð 31-23 HM 2001 (Riðill) Svíþjóð 24-21 EM 2002 (Undnaúrslit) Svíþjóð 33-22 Samtals Leikir 10 Sigrar Ísland 1 Jafntefli 0 Sigrar Svía 9 Íslensk mörk í leik 18,3 Sænsk mörk í leik 23,5 KÖRFUBOLTI Fjölnir hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í gær í undanúrslitin í Lýsingarbikar karla og kvenna. Fjölnir er eina liðið sem á enn bæði karla- og kvennalið eftir í keppninni en bæði lið fengu útileik, karlaliðið á móti Skalla- grími í Borgarnesi en kvennaliðið gegn Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum. Hinir leikirnir eru milli Njarðvíkur og Snæfells í karlaflokki og Grindavíkur og Keflavíkur í kvennaflokki. Undanúrslitin fara fram 2. og 3. febrúar. - óój Undanúrslit Lýsingarbikarsins: Fjölnisliðin fengu útileiki Iceland Express-deild kvk: Grindavík-Valur 76-68 Tiffany Roberson 23, Joanna Skiba 17, Petúnella Skúladóttir 12 - Molly Peterman 27, Tinna Sig mundsdóttir 15, Signý Hermannsd. 11. Haukar-Fjölnir 72-57 (36-30) Stig Hauka: Unnur Tara Jónsdóttir 23, Kiera Hardy 17, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Telma Björk Fjalarsdóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsd.4, Kristín Fjóla Reynisd. 4, Heiðrún Hödd Jónsdóttir 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 2, Bryndís Hreinsdóttir 2, Bára Fanney Hálfdanardóttir 1. Stig Fjölnis: Gréta María Grétarsdóttir 15, Birna Eiríksdóttir 14, Slavica Dimovska 8, Efemia Sigurbjörnsd. 8, Hrund Jóhannsd. 4, Eva María Emilsd. 2, Erla Sif Kristinsd. 2, Edda Gunnarsdóttir 2, Bryndís Gunnlaugsdóttir 2. FA-bikarinn á Englandi: Man. City-West Ham 1-0 1-0 Elano (73.). Newcastle-Stoke 4-1 1-0 Michael Owen (8.), 2-0 Claudio Cacapa (31.), 3-0 James Milner (68.), 4-0 Damien Duff (76.), 4-1 Liam Lawrence (89.). Havant & Waterlooville-Swansea 4-2 Hereford-Tranmere 1-0 ÚRSLITIN Í GÆR 551 70 30 EM í kvöld: ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ á stóru tjaldi. Kaffiterían opin. Öll réttindi. Norræna húsið www.nordice.is FÓTBOLTI Kevin Keegan var í gær ráðinn knattspyrnustjóri New- castle í ensku úrvalsdeildinni en hann náði góðum árangri með félagið á árunum 1992-1997 og var meðal annars nálægt því að gera liðið að Englandsmeisturum árið 1996 en varð að lúta í lægra haldi gegn Manchester United. Fyrsti leikur Newcastle undir stjórn Keegans verður á laugar- dag þegar Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton koma í heimsókn á St. James‘s Park. - óþ Enska úrvalsdeildin: Keegan tekinn við Newcastle KOMINN AFTUR Keegan er afar vinsæll í Newcastle eftir að hafa náð frábærum árangri með liðið á árunum 1992-1997. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson tók þátt í æfingunni af fullum krafti í gær og virðist vera klár í slaginn. Hann var svo óheppinn að meiðast illa fyrir HM í fyrra og hann er því öðrum fremur búinn að bíða sérstaklega spennt- ur eftir þessu móti. „Þetta er mjög gaman. Undir- búningurinn hefur verið erfiður en samt mjög skemmtilegur. Langt síðan ég tók þátt í svona undirbúningi en mér líður vel hér í Noregi. Líst vel á Höllina og allt í kringum þetta,“ sagði Einar sem getur vart beðið eftir fyrsta leik mótsins gegn Svíum í kvöld. „Ég er algjörlega tilbúinn að spila þó svo að ég sé ekki í eins góðu leikformi og ég vildi vera. Það var samt gott að spila á Posten Cup hér í Noregi um dag- inn og það hjálpaði mikið til. Það er eitthvað að ef menn eru ekki klárir í svona slag. Við erum að fara að spila við Svía, Slóvaka og Frakka. Þetta gerist ekki betra. Þetta verður algjör veisla. Við þurfum samt að ná okkar besta leik til þess að vinna. Það er ljóst,“ sagði Einar, sem stóð sig mjög vel gegn Svíum í Globen í byrjun júní árið 2006 þegar Ísland vann frækinn sigur og fóru leikar 32-28 fyrir Íslandi í frábærum leik. - hbg Einar Hólmgeirsson verður í eldlínunni í kvöld: Þetta mót er veisla SPENNTUR Einar Hólmgeirsson nýtur sín vel í Noregi og getur ekki beðið eftir fyrsta leiknum á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Jaliesky Garcia Padron er kominn aftur í herbúðir íslenska liðsins og hann er allur að koma til eftir veikindi. „Það er alltaf gaman að vera með þessu liði eftir nokkuð langa fjarveru. Það er heiður fyrir mig að spila með íslenska landsliðinu og ég nýt mín alltaf vel,“ sagði Garcia brosmildur en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Við erum með gott lið og ég hef trú á því að við getum komist í undanúrslit,“ sagði Garcia. - hbg Jaliesky Garcia Padron: Nýt mín mjög BJARTSÝNN Jaliesky Garcia Padron telur að íslenska landsliðið hafi alla burði til þess að komast langt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Newcastle, Manchester City, Hereford og Havant & Waterlooville komust í fjórðu umferð FA bikarsins í gær. Elano skoraði eina markið í leik Manchester City og West Ham og City mætir Sheffield United á Bramall Lane í fjórðu umferð. Michael Owen kom heima- mönnum í Newcastle yfir gegn Stoke í byrjun leiks og Claudio Cacapa bætti öðru við með skalla eftir hálftíma leik, en Emre hafði þá fengið að líta rauða spjaldið stuttu áður og Newcastle því einum manni færri. James Milner og Damien Duff bættu svo við tveimur mörkum áður en Liam Lawrence minnkaði muninn fyrir Stoke. Newcastle mætir Arsenal á Emirates-leikvanginum í fjórðu umferð. Utandeildarliðið Havant & Waterlooville kom mörgum á óvart með því að sigra Swansea 4- 2 og mætir því Liverpool á Anfield í fjórðu umferð. - óþ 3. umferð FA bikarsins í gær: Utandeildarlið fer á Anfield FÖGNUÐUR Leikmenn Havant & Water- looville fögnuðu hressilega í gærkvöldi. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.