Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 17. janúar 2008 — 16. tölublað — 8. árgangur BJARNFRÍÐUR LEÓSDÓTTIR Búningapartí með þemanu amma ung tíska heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Blásið til leiks Saxófónkvartett Íslands leikur á tónleikum í Norræna húsinu. MENNING 40 Cortes í Nashville Garðar Thor Cortes flaug á fund forstjóra Universal í Nashville í vikunni. FÓLK 58 JÓN ÓLAFSSON Tvær plötur á leiðinni Sinfóníutónleikar og sjónvarpsþáttur einnig fram undan á árinu FÓLK 50 Nánari upplýsingar og pantanir í síma 553 7737 og á heimasíðu okkar – www.veislurettir.is Þorrinn nálgast! Bæklingur fylgir blaðinu SIMPLY CLEVER ER MEÐ SEX LOFTPÚÐUM Davíð sextugur Davíð Oddsson seðlabankastjóri heldur upp á sextugsaf- mælið með færri líffæri en á síðasta stórafmæli. TÍMAMÓT 34 Blað um EM í handbolta EM-blað fylgir Fréttablaðinu í dag þar sem er fjallað um EM í handbolta sem hefst í Noregi í dag. VEÐRIÐ Í DAG HANDBOLTI Ísland spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Noregi í Þrándheimi klukkan 19.15 í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Svíum. Ísland sló Svíþjóð út úr undankeppni HM 2007 en hefur ekki unnið þá á stórmóti síðan á HM 1964 eða í 44 ár. „Liðið er eins tilbúið og það í raun getur verið á þessum tímapunkti,“ segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson, blaðamann Fréttablaðsins, á mótinu. - óój, - hbg / sjá íþróttir 52 og 54 EM í handbolta í Noregi: Mæta Svíum í fyrsta leik í dag LEGGJA Á RÁÐIN Alfreð Gíslason talar við aðstoðarmann sinn, Gunnar Magnússon, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALÞINGI Kristján Möller sam- gönguráðherra greindi frá því í gær að framkvæmdir við Sundabraut myndu að líkindum ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Kristján svaraði fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. „Er þetta verkefni ekki í forgangi, hæstvirtur ráðherra?“ spurði Árni Þór. Kristján sagði undirbúning framkvæmdarinnar vera vel á veg kominn en nokkrir þættir væru ekki ljósir enn. Þar á meðal ætti Reykjavíkurborg eftir að ákveða legu brautarinnar á skipulagi. Brautin væri samt sem áður í forgangi. - mh / sjá síðu 20 Umræða um Sundabraut: Tekist á um forgangsröðun      ÉL Í dag verður yfirleitt suðlæg átt, 3-10 m/s en austlægari á Vestfjörð- um. Snjó- eða slydduél sunnan til í dag og við austurströndina framan af degi. Annars staðar úrkomu minna. Hiti við frostmark sunnan til en vægt frost nyrðra. VEÐUR 4 UMFERÐARÞUNGI Í SNJÓÞUNGA Snjó kyngdi niður í gær og setti umferðina á höfuðborgarsvæðinu úr skorðum á annatímum. Mikið var um minni háttar árekstra og heimferðin úr vinnu reyndi verulega á þolrif ökumanna í þunglamalegri umferðinni. Fjöl- margir urðu að kalla á dráttarbíl til að losa bíla sína eða ferja þá eftir að eitthvað lét undan í þéttingsföstu taki Vetur konungs. VIÐSKIPTI Forsvarsmenn Kaupþings hafa íhugað kosti þess að snúa yfirtökunni á hollenska bankanum NIBC við. Í stað þess að Kaupþing taki NIBC yfir tæki NIBC Kaupþing yfir. Það myndi þýða að höfuðstöðvar Kaupþings yrðu í Hollandi, Evrópski seðlabankinn yrði bakhjarl bankans og uppgjör gert í evrum. Það sem mælir gegn því að fara þess leið er hversu flókin og tímafrek hún er. Teikna þyrfti sameininguna upp á nýtt og breyta gerðum samningum. Skatta- umhverfi fjármálafyrirtækja er líka óhagstæðara í Hollandi en á Íslandi. Kostirnir eru þeir að reksturinn í Hollandi yrði stöðugri. Evrópski seðlabankinn yrði bakhjarl Kaupþings þar í landi og það myndi minnka lausafjár- áhættu, sem er mikilvægt miðað við núverandi markaðsaðstæður á fjármálamarkaði. Þá væri hægt að gera bókhald upp í evrum, sem Kaupþingsmenn hafa sóst eftir hér á landi en verið synjað um í bili að minnsta kosti. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu að ákvörðunin yrði ekki tekin í neinu fússi vegna andstöðu Seðlabankans við ósk Kaupþings að færa bókhald sitt í evru heldur byggð á langtímahagsmunum. - bg Kaupþing skoðar kosti þess að snúa yfirtökunni á NIBC við: Íhuga flutning höfuðstöðva SJÁVARÚTVEGUR „Þetta eru hópupp- sagnirnar en mun fleiri störf hafa tapast. Lítil fyrirtæki eru að segja upp fólki um allt land sem ekki nær eyrum fólks,“ segir Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Níu fiskvinnslufyr- irtæki hafa sagt upp starfsfólki eða hætt rekstri eftir að samdráttur aflaheimilda var boðaður í byrjun júlí. Á þriðja hundrað störf hafa tapast. Engar fjöldauppsagnir eða rekstrarstöðvanir tóku gildi fyrstu sex mánuði ársins. „Ég óttast að þetta sé aðeins upphafið að hrinu uppsagna,“ segir Arnar. Hann greindi stöð- una svo, á aðalfundi samtakanna í lok september, að þúsund störf myndu tapast á sjó og í land- vinnslu vegna niðurskurðar afla- heimilda á yfirstandandi fisk- veiðiári. „Þetta mat virðist því miður hafa verið rétt og við eigum eftir að sjá hópuppsagnir á komandi mánuðum.“ Alls hafa níu fiskvinnslufyrir- tæki sagt upp starfsfólki. Sex þeirra störfuðu við vinnslu bol- fisks eða voru með fjölbreytta vinnslu. Stærstu áföllin eru uppsagnir Eskju á Eskifirði og Humar- vinnslunnar í Þorlákshöfn í sept- ember 2006. Þar var 100 starfs- mönnum sagt upp sama dag. Ástæður uppsagna í sex tilfellum eru útskýrðar af stjórnendum þeirra sem viðbrögð við niður- skurði aflaheimilda í þorski um þrjátíu prósent. - shá / sjá síðu 8 Fiskvinnsla sagði upp 250 í níu fyrirtækjum Á hálfu ári hefur 250 starfsmönnum verið sagt upp störfum í níu fiskvinnslu- fyrirtækjum. Engar hópuppsagnir voru fyrri hluta ársins. Niðurskurður í þorski og rækjuskortur eru meginástæðurnar. Von er á frekari uppsögnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.