Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 16
16 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ næ st „Það er svo sem ekkert að frétta af mér nema að fyrir nokkrum mánuðum sagði ég mig úr Framsóknarflokknum,“ segir Ásrún Kristjáns- dóttir hönnuður. Ásrún hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík árið 2006 og hlaut að auki flest atkvæði allra frambjóðenda. Hún færðist upp í fjórða sæti eftir að Anna Kristinsdóttir, sem varð í öðru sæti, ákvað að taka ekki sæti á lista. Hún ákvað hins vegar að segja skilið við flokkinn fyrir skemmstu. „Ég gerði það vegna samskipta minna við Björn Inga Hrafnsson sem mér lík- uðu illa. Það var afmörkuð ástæða. Mér líkuðu vinnubrögðin og aðferðirnar undir stjórn odd- vitans ekki vel og vildi ekki taka þátt í því.“ Um atburði síðustu daga segist Ásrún vera undrandi eins og aðrir borgarbúar og lands- menn. „Maður veit ekki alveg í hvorn fótinn á að stíga. Ég þekki margt af þessu fólki í borgarstjórn, ég sat í menningarmálanefnd í fimmtán ár. Mér líkaði vel við alla enda eru menningarmálin þannig vaxin að flestir eru sammála um aðgerðir. Ég upplifði aldrei neinar deilur enda kennari til 25 ára. En það breyttist allt með oddvita Framsóknarflokks- ins í borginni.“ Ásrún kveðst þó ekki hafa yfir- gefið leikvöll stjórnmálanna með neinum kala og kveðst reiðubúin til að axla ábyrgð ef kallið kemur. „Þótt ég hafi sagt skilið við Framsóknarflokkinn hef ég mikinn áhuga á að vinna fyrir borgina og skorast ekki undan ef til mín verður leitað.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁSRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR HÖNNUÐUR Sagði sig úr Framsóknarflokknum „Við höfðum ferðast um heiminn og tekið þátt í fjölda hlaupa til að vekja athygli á því að það er hægt að komast út úr eiturlyfja- fíkn. Á þessum ferðum heyrðum við að eiturlyfja- vandi á Íslandi væri mjög alvarlegur og sérstaklega misnotkun á lyfseðilsskyld- um lyfjum,“ segir Paul Rood, hollenskur hlaupari sem hingað er kominn ásamt fleirum til að vekja fólk til umhugsunar um fíkniefni. Paul lagði af stað hlaupandi frá Ráðhúsinu í fyrradag og ætlar að enda leið sína í Keflavík á sunnu- dag. Með honum í för er tvítug kona að nafni Alice Vennik en bæði hafa þau glímt við eitur- lyfjafíkn. Alice var aðeins níu ára þegar hún byrjaði að neyta eiturlyfja, hún hefur nú verið edrú í þrjú ár og vill að annað fólk átti sig á því að það er leið út úr vandanum. Jafnframt vill hún vekja athygli fólks á því að stór hluti þeirrar barna sem nú eru að vaxa úr grasi er háður læknalyfj- um á borð við rítalín. „Okkur skilst að hvergi í heim- inum sé börnum gefið jafn mikið og hér af lyfjum á borð við rítal- ín, jafnvel meira en heima í Bandaríkjunum. Íslendingar verða að velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera kynslóðunum sem hér eiga eftir að taka við og því hvort ekki sé hægt að bregð- ast við vandanum með öðru móti en að ala upp lyfjafíkla,“ segir Dennis H. Clarke, meðferðarráð- gjafi frá Narconon-samtökunum í Bandaríkjunum, sem er með Hollendingnum í för. Hann segist fullviss um að skortur á vítamín- inu D3 sem myndast í húðinni vegna sólargeisla sé rótin að mik- illi lyfjanotkun Íslendinga. „Við viljum ekki predika yfir Íslendingum heldur aðeins vekja athygli þeirra á stöðunni og hvaða leiðir þeir geti notað til að losna út úr fíkninni,“ segir Dennis. Paul og Alice sóttu bæði meðferð hjá Narconon en þess má geta að L. Ron Hubbard, stofnandi Vísinda- kirkjunnar, var einn af stofnend- um þess meðferðarúrræðis. Dennis tekur þó fram að með- ferðin sé ekki byggð á trúar- brögðum Vísindakirkjunnar. „Það er erfitt að losna við lyf úr líkamanum en okkar meðferð er árangursrík og gerir fráhvörf- in léttari,“ segir Dennis og undir það taka þau Paul og Alice. Þeim sem vilja kynna sér meðferðina er bent á síðuna drugrehab.co. uk. Vilja vekja Íslendinga til vit- undar um fíkniefnavanda „Mér dettur helst í hug að nota slæma íslensku og segja „þetta er fokking djók“,“ segir Brynja Magnúsdóttir, sjúkraliði á Hólmavík, um nýjan meiri- hluta í Reykja- víkurborg. „Ég held að einhver verði að herða sig við högg- myndavinnuna ef þetta heldur svona áfram því það er víst gerð brjóstmynd af hverjum einasta borgarstjóra. Mér skilst að um dag- inn hafi verið unnið að höggmynd af Markúsi Erni svo það eru svolítið margir eftir og enn virðast þeir geta bæst við á næstunni. „Þetta er alger farsi og ég velti því fyrir mér hvað Reykvíkingar séu með margar nefndir í gangi eftir þetta allt saman og hversu mikið þær kosta fyrir utan þau laun sem nú þarf að borga þremur borgarstjórum. Ég held að þeim peningum væri betur varið í geðheilbrigðisþjónustu, ekki veitir af.“ SJÓNARHÓLL NÝR BORGARMEIRIHLUTI Þetta er alger farsi BRYNJA MAGNÚS- DÓTTIR sjúkraliði DENNIS OG ALICE Vilja vekja Íslendinga til vitundar um fíkniefnavandann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Mikið verður um súrmat í dag, bóndadag. En ekki munu allir gleyma sætindunum. „Það má alveg gefa körlunum eitthvað sætt á þessum herrans degi,“ segir Edda Heiðrún Backman, sem rekur verslunina Súkkulaði og Rósir. „Það þarf ekki að vera súrt þó mér þyki nú súrmatur alveg ágætur.“ Edda Heiðrún hefur rekið verslunina í rúman mánuð og á þeim tíma hafa 15 manns komið þar inn á hjólastólum enda er aðgengið fyrir þá afar gott. „Við erum sennilega þeir einu í miðbænum sem erum með ramp. Svo getur fólk stuðst við handriði sem ég hef látið gera við en það var áður í Nýja bíói.“ -jse Bóndadagurinn í dag: Það þarf ekki allt að vera súrt EDDA HEIÐRÚN Í SÚKKULAÐI OG RÓSUM Fjölmargir hafa lagt leið sín til Eddu Heiðrúnu í Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu en í dag verður þar heitt á könnunni eins og endranær. Þar verður nóg um sætindi svo konurnar ættu að finna eitthvað sem glatt gæti bóndann. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Ótímabært „Mér finnst könnunin ekki tímabær. Fólk bíður eftir að sjá nýjan borgarstjóra, bíður eftir að heyra í honum og kynnast honum.“ JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR, BORGARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS, UM SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS. Fréttablaðið 24. janúar Synir djöfulsins „Einn kallaði þá syni djöf- ulsins. Annar birti dóm 18 tímum eftir að platan kom til landsins sem er einsdæmi. Dómurinn byrjaði á því að þeir stæðu fyrir allt sem hann hataði í tónlist...“ EINAR BÁRÐARSON Í KJÖLFAR FRÉTTA UM AÐ DRENGJASVEITIN LUXOR HEFÐI LAGT UPP LAUPANA. Fréttablaðið 24. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.