Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 25. janúar 2008 3 Hákarl, hrútspungar og svið finnst mörgum ómissandi, ef ekki undirstaðan í þeim veislu- höldum sem skapast í kringum þorrann. Þá þykir ekki verra að skvetta í sig nokkrum sop- um af ísköldu brennivíni, hvað þá að renna matnum niður með ljúffengum bjór til að skapa réttu stemninguna. Fæstir Íslendingar fúlsa við góðum bjór á þorranum, sem er kannski ekki skrítið í ljósi þess að hann ber upp á einum kaldasta og erfiðasta tíma ársins. Mörgum finnst því tilvalið að fá sér aðeins í tána, bæði til að létta lundina og hleypa smá hlýju í kroppinn á meðan kuldaboli knýr dyra. Íslensk fyrirtæki hafa séð sér leik á borði og framleiða sérstak- an bjór í tilefni af þorranum. Ölgerðin bruggar sérstakan þorra- bjór, svokallaðan Egils þorrabjór. Hefur þessi bjór notið mikilla vin- sælda um nokkurra ára skeið, alveg frá því að hann kom fyrst á markað árið 2003. Þá hefur Bruggsmiðjan fyrir norðan blandað sér í slaginn með því að hefja framleiðslu á nýjum þorrabjór sem gengur undir heit- inu Þorra-Kaldi og menn binda miklar vonir við. Þorra-Kaldi er dekkri og fyllri en ljósi bjórinn sem fyrirtækið framleiðir og sagður hafa mælst vel fyrir hjá þeim sem hafa smakkað hann. - rve Hlýja í kroppinn Sérstakur þorrabjór er bruggaður á Íslandi. Grískar kjötbollur; 500 g lambahakk 1 stór laukur 1/2 chilli 1 búnt kóríander 3 egg 1 matskeið sojasósa 1 dl kókosmjöl 200 g fetaostur sjávarsalt nýmalaður pipar ólífuolía til steikingar Aðferð: Laukur, chilli og kóríander fínhakkað og blandað saman við hakk, egg, soja, kókos, salt og pipar. Fetaostin- um síðast bætt út í. Eins er hægt að setja allt saman í matvinnsluvél. Litlar bollur formaðar og steiktar í gegn upp úr ólífuolíu. Límónusósa 2 límóna 3 dl jógúrt sjávarsalt Aðferð: Börkur af límónu rifinn út í jógúrt- ina og safinn kreistur yfir. Saltað eftir smekk. Uppskrift Maríu RÉTTA STEMMNINGIN RÉTTU HANDTÖKIN RÉTTU GRÆJURNAR Thomas Möller veit hvað hann eldar: Uppskriftabók fyrir íslenska karlmenn sem vilja láta að sér kveða í eldhúsinu. Bókin ELDAÐU MAÐUR! gleður karlmannshjartað. o Ljúffengar sælkerauppskriftir o Kjöt, fiskur, pasta, grænmeti o Forréttir, aðalréttir, eftirréttir o Listin að velja, skera og skreyta RÉTTA GJÖFIN FYRIR BÓNDANN Allt fyrir kælingu, frystingu og meira til fyrir matvæla og veitingamarkaðinn Kæli- frystiklefar, hurðir og kerfi Kæli- og frystiskápar Eloma gufuofnar S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Alvöru blandari í matargerðina og heilsudrykkina. Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! Verð kr. 53.974 Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.