Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2008 15eldvarnir ● fréttablaðið ● ábyrgð okkar allra Líf, heilsa, umhverfi, eignir Brunamálastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 brunamal@brunamal.is www.brunamal.is Er allt klárt á þínu heimili? • Myndi fjölskyldan vakna tímanlega ef eldur kæmi upp? • Vita allir hvernig þeir eiga að komast út úr brennandi húsi? • Eru eldvarnateppi og handslökkvitæki til taks? • Er innbú fjölskyldunnar tryggt? Alltof algengt er að fólk harmi það eftir á að hafa ekki tryggt lágmarks eldvarnir á heimilinu. Láttu það ekki henda þig! Brunamálastofnun og slökkviliðin í landinu stuðla að öryggi almennings með öflugum eldvörnum og viðbrögðum við eldsvoðum. Þar skipta líf og heilsa fólks mestu. Starf okkar dregur þó ekki úr ábyrgð einstaklinga. Hver og einn getur gert meira en opinberir aðilar til samans til þess að tryggja öryggi sitt og sinna. Reykskynjarar og eldvarna- teppi eru einfaldur og ódýr búnaður. Hann getur þó skipt sköpum um afdrif fólks og eigna þegar eldur kemur upp. Stórbrunar geta átt sér stað í útihúsum sveitabæja eins og dæmin sanna. Ágúst Sturla Jónsson, öryggisráðgjafi hjá Securitas, var spurður út í þær brunavarnir sem bændum standa til boða. „Þar sem mikil óhreinindi eru í heyi sem skepnum er gefið er vandamál hve venjulegir reyk- skynjarar óhreinkast fljótt í gripahúsum. Þá fara þeir að senda falsboð því rykugur skynj- ari fer í gang við minnsta tilefni. Í staðinn erum við með skynjara með merkinu Harsh sem er að mörgu leyti líkur þeim hefð- bundna nema hann er með viftu og filter þannig að hann held- ur ryki og raka í burtu,“ byrjar Ágúst útskýringar sínar. Auk þess nefnir hann kerfi sem senda boð í stjórnstöðvar, bæði heima við bæ og í höfuð- stöðvum öryggisfyrirtækja eins og Securitas eða Öryggismið- stöðvarinnar. Algengastar í dag eru svonefndar vistfangsstöðv- ar. „Hver skynjari fær þá vist- fangsnúmer,“ segir hann og lýsir nánar. „Skynjari í fjósinu gæti verið númer eitt, í kálfastíunni númer tvö og svo framvegis. Stjórnstöðin á að vera við þann inngang sem er aðkoma slökkvi- liðs. Þar sést hvaða skynjari fór í gang ef kviknar í og þar kemur líka fram ef skynjari númer 12 er óhreinn, til dæmis. Þá þarf að skipta um síu.“ En hvar skyldu boðin koma fram á neyðarkerf- um slökkviliðs? „Það er undir þeim komið sem kaupir kerfið. Samkvæmt reglu- gerðum Brunamálastofnunar eiga boðin að vera send til vakt- stöðvar, hvaðan af landinu sem er, annaðhvort til okkar hjá Secu- ritas eða Öryggismiðstöðvarinn- ar sem er hinn aðilinn sem býður upp á svona fjartengiþjónustu. Við erum síðan með útkallslista en hringjum fyrst á sveitabæ- inn til að athuga hvort einhver sé heima og hvort eðlileg skýring sé bak við útkallið. Svo er hringt í slökkviliðið og það ræst út. Í eðli- legum aðstæðum ætti fólk að láta okkur vita að fyrra bragði ef ekk- ert er á bak við boðin. Við notum líka GSM búnað til að senda við- komandi SMS beint.“ Í lokin er Ágúst spurður hvort mikið sé um að fólk setji bruna- vaktbúnað í útihúsin sín. „Það er ekki mjög algengt en nokk- ur dæmi eru um það og þá einna helst í fjós. Auðvitað er kostnað- ur þessu samfara. Svona búnað- ur er á 300 þúsund og upp úr og menn borga mánaðarlega fyrir fjarvöktunina. En óneitanlega hafa komið fleiri fyrirspurnir til okkar eftir eldsvoðann á Ár- skógsandi.“ - gun Þegar bjöllur fara í gang „Óneitanlega hafa komið fleiri fyrirspurnir til okkar eftir eldsvoðann á Árskógs- sandi,“ segir Ágúst Sturla, öryggisráðgjafi hjá Securitas, spurður um brunakerfi í útihús. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ekki er algengt að fólk setji brunavaktbúnað í útihús en þó eru nokkur dæmi þess og þá helst í fjósum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.