Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 75
FÖSTUDAGUR 25. janúar 2008 35 Frumburður sveitarinnar Hell- var frá Keflavík var fyrsta útgáf- an á vegum hins akureyrska plötufyrirtækis Kimi Records. Á síðasta ári kom einnig út plata Hjaltalín á vegum plötufyrirtæk- isins og væntanlegar eru plötur frá bæði Borko og Morðingjun- um. Greinilega plötufyrirtæki með metnað. Víkjum okkur hins vegar að plötu Hellvars en nafn sveitar- innar er fengið með því að skeyta saman nöfnum höfuðspíranna, þeim skötuhjúum Ragnheiði Eiríksdóttur (Heiða, oft kennd við sveitina Unun) og Elvari Geir Sævarssyni. Einnig skipa sveit- ina Alexandra Sigurðardóttir og Sverrir Ásmundsson. Platan hefst á forvitnilegum nótum eða í anda tilraunastarfsemi Sonic Youth án þess þó að vera í einhverjum eftir- hermuleik. Lag tvö, 11 Types, er með betri lögum plötunnar og rís hátt í kringum fyllingarmiklar melódíur. Kostur sem er því miður of fáheyrður á plötunni. Í lagi þrjú fer strax að halla undan fæti en þá fer að bera á helstu ókostum plötunnar. Ein- kenni plötunnar eru ófrumlegir trommuheilataktar sem gætu virkað vel á tónleikum en í þurri hljóðútsetningu plötunnar fletj- ast þeir út og virka hugmynda- snauðir og allt að því viðvanings- legir. Þó verður að segjast að oft leiftrandi bassa- og gítarleikur (til dæmis í Ice Cream Drum Machine og Like I Ache) í bland við ýmsa hljóðskruðninga lyfta hljómi plötunnar upp á hærra plan. Það sem kom mér hins vegar mest á óvart á plötunni er hversu söngurinn nær sér illa á flug. Heiða hefur mér lengi þótt með fremstu poppsöngkonum þjóðar- innar en því miður virkar hún oft máttlaus (til dæmis í Kjaftæði) eða í versta falli eins og léleg Björk-eftirherma. Heiða gefur reyndar oft vel í og gerir oft feiki- vel, eins og lögin Give Me Gold og lokalagið Nowhere bera með sér. Plata Hellvars hefur margt til brunns að bera og er oft og tíðum kraftmikil í sínum hráu útsetn- ingum. Lagasmíðarnar ná samt torveldlega að fanga mann og lag- línurnar eiga illa upp á pall borðið. Steinþór Helgi Arnsteinsson Skötuhjúapönk TÓNLIST Bat Out of Hellvar Hellvar ★★ Úr sér gengnir trommuheilataktar fá of mikið vægi og lagasmíðarnar ná sér sjaldan á strik hjá annars ágætri sveit. YEAH YEAH YEAHS Á fullu við upptökur. Meðlimir hljómsveitarinnar Yeah Yeah Yeahs hafa upplýst að þeir vinni nú hörðum höndum að næstu breiðskífu sinni. Síðasta plata sveitarinnar var Show Your Bones sem kom út árið 2006. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að Karen O söngkona og félagar hennar hafi eytt mestöllum desembermánuði við upptökur í Massachusetts. Ekki hefur verið ákveðið hvenær von á nýju plötunni í búðir. Ekki er einu sinni víst að það verði á þessu ári. Karen og fé- lagar í stúdíói Stóra grein um plötusnúðinn Illuga Magnússon, eða DJ Platurn, er að finna í einu elsta og virtasta plötusnúðablaði Banda- ríkjanna, DJ Times. Þar er Illugi, sem fluttist til Bandaríkjanna sjö ára, spurður út í feril sinn sem plötusnúður. „Góður plötusnúður þarf einfaldlega að vera fjöl- hæfur. Ef þú ert bara góður í einhverju verða hlutirnir fljótt einhæfir,“ segir hann í viðtalinu. Þess má geta að heimildar- myndin From Oakland to Iceland: A Hip-Hop, sem fjallar um för Illuga hingað til lands árið 2006, verður tilbúin innan tveggja mánaða og er hún öll á ensku. Stórt viðtal í DJ Times DJ PLATURN Stór grein um Illuga er í bandaríska plötusnúðablaðinu DJ Times. Harðkjarnasveitin I Adapt ætlar að halda lokatónleika sína í Hellinum, í Tónlistarþróunarmið- stöðinni, 2. febrúar næstkomandi. „Við ætlum að hafa það mikla lengd á settinu að við höfum aldrei gert annað eins. Venjulega tökum við ekki nema svona níu lög en þau eru komin nær tuttugu heldur en tíu núna. Okkur finnst við hafa efni á því enda verður þetta jafnvel það síðasta sem við gerum saman nokkurn tímann,“ segir söngvarinn Birkir Viðars- son. Að sögn Birkis töldu þeir félagar í I Adapt rangt að halda áfram bara til þess að halda áfram og ákváðu því að segja þetta gott. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við fjórir færum ekkert lengra með þessar pælingar sem við vorum komnir í. Þetta var hvorki persónulegur ágreiningur né tónlistarlegur.“ - fb I Adapt kveður I ADAPT Hljómsveitin I Adapt heldur lokatónleika sína í Hellinum 2. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.