Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 80
40 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is EM Í NOREGI HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Þrándheimi henry@frettabladid.is Leikur Íslands og Spánar í gær bar þess klárlega merki að ekki var mikið í húfi annað en heiðurinn... og jú það, að verma ekki neðsta sæti riðilsins. Ekki var um það að ræða, eins og komið var í ljós, að þessi leikur hefði eitthvað um það að segja hvort við næðum að komast í forkeppni um laust OL sæti eða ekki. Við höfðum orðið ekkert um það að segja, það myndi alfarið ráðast út frá úrslitum annara leikja. Leikurinn sem slíkur var týpískur leikur þar sem lítið var í húfi, lítið um varnir og mikið skorað. Þannig gekk fyrri hálfleikurinn fyrir sig og þegar gengið var til leikhlés voru Spánverjar komnir með þriggja marka forystu. Seinni hálfleikurinn hófst ekki gæfulega hjá okkur og má segja að Spánverjar hafi klárað leikinn á fyrstu tíu til fimmtán míntútum hálfleiksins og leikurinn því lítt spennandi að horfa á. Okkar menn virtust gjörsam- lega út á túni á upphafskafla seinni hálfleiks og ekki var hægt að sjá að menn langaði eitthvað sérstaklega mikið að vinna þennan leik til þess að ljúka mótinu með eilítilli reisn. Enn eitt stórtapið var því staðreynd. Frammistaða leikmanna var í samræmi við stemninguna í liðinu og því almennt lítið um hana að segja. Auðvitað áttu einhverjir leikmenn ágætis spretti inni á milli og sumir höfðu meiri vilja og metnað en aðrir til þess að landa sigri. En ef hópurinn í heild, jafnt leikmenn sem þjálfarar, eru ekki betur stemmdir en þetta kann það ekki góðri lukku að stýra og í raun vonlaust mál að tala um að leikinn hefði verið hægt að klára. Úrslit leiksins voru því vonbrigði en kannski eiliítið skiljanleg í ljósi þeirra von- brigða sem leikmenn og þjálfarar liðsins höfðu orðið fyrir með árangur liðsins á mótinu í heild sinni. SÉRFRÆÐINGURINN GEIR SVEINSSON FJALLAR UM EM Í HANDBOLTA Enn eitt stórtapið staðreynd HANDBOLTI „Þetta mót er mikil vonbrigði enda ætluðum við okkur meira en við vissum að þetta gat gerst. Við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að við vorum bara alls ekki nógu sannfærandi í þessu móti,“ sagði Logi Geirsson, sem komst aldrei á flug í þessari keppni. „Við höfum brotnað á ögur- stundu og allt hefur hrunið í kjölfarið. Við erum samt ekki hættir og ég nenni ekki að vera neikvæður heldur horfi ég bjartur fram á veginn enda á þetta lið eftir að standa sig vel á næstu árum,“ sagði Logi, sem glímdi við meiðsli í mótinu en skoraði alla 15 mörk úr 37 skotum í leikjunum sex. - hbg Logi Geirsson eftir leik í gær: Vorum ekki nógu góðir > Ólafur jafnaði met Guðmundar Ólafur Stefánsson lék í gær sinn 77. leik fyrir Ísland á stórmóti og jafnaði með því met Guð- mundar Hrafnkelssonar sem lék sinn síðasta stórmótsleik á Ólympíuleikunum i Aþenu 2004. Ólafur skoraði tvö mörk í þessum leik gegn Spánverjum en með því hefur hann skorað nákvæmlega 400 mörk í umræddum 77 leikjum á HM, EM eða á Ólympíuleik- um. Evrópumótið í Noregi var tólfta stórmót Ólafs, sem var fyrst með á HM á Íslandi árið 1995. SENDU JA WHF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir t vo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni o g margt fleira! SMS LEIKU R FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP OG SUPERBAD FRUMSÝND 1. FEBRÚAR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. Valur og Fram mætast í sannkölluðum toppslag N1-deildar kvenna í handbolta í kvöld kl. 20.15 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Fram hafði betur þegar liðin mættust í N1-deildinni í Framhúsinu í lok októ- ber, en Valur náði að slá Fram út úr átta-liða úrslitum Eim- skipsbikarsins auk þess að vinna úrslitaleik deildarbikars- ins gegn Safamýrarliðinu á milli jóla og nýárs. Fyrri leikir liðanna munu þó vitanlega skipta litlu í kvöld. „Við erum búnar að æfa vel og fara yfir þeirra leik, þannig að við komum vel undirbúnar í leikinn,“ sagði Ásta Birna Gunnars- dóttir, fyrirliði Framstúlkna, sem á von á jöfnum og spennandi leik í kvöld. „Valsstúlkur hafa spilað virkilega vel í vetur og njóta góðs af því, líkt og við hjá Fram, að vera með ákveðinn kjarna af leikmönnum sem hefur spilað lengi saman og spilar vel sem ein heild. Ég held að við séum betur stemmdar núna heldur en við vorum þegar við töpuðum fyrir Val í Eimskipsbikarnum og við erum náttúrulega enn taplausar í N1-deildinni þannig að það er engin spurning að við komum fullar sjálfstrausts í leikinn,“ sagði Ásta Birna sem kvað stuðning áhorfenda geta haft mikið að segja og vonast því til að Framarar fjölmenni á leikinn. Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, á jafnframt von á spennandi leik og efast ekki um að stuðningsmenn Vals muni fjölmenna á leikinn. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Fram hefur náttúrlega spilað vel í vetur þannig að við eigum von á erfiðum leik en stefnum að sjálfsögðu á sigur. Stuðningur áhorfenda getur haft mikil áhrif og okkur hefur gengið frábærlega á heimavelli til þessa,“ sagði Berglind Íris. ÁSTA BIRNA, FRAM OG BERGLIND ÍRIS, VAL: HVETJA FÓLK TIL AÐ FJÖLMENNA Í VODAFONE-HÖLLINA Í KVÖLD Stuðningur áhorfenda getur haft mikil áhrif HANDBOLTI Ísland hefði með sigri á Spáni í gær tryggt sér fjórða sæti milliriðils síns og komist í leik um sjöunda sætið. Af því verður ekki þar sem Spánverjar unnu örugg- an sjö marka sigur, 26-33, á þokka- legu íslensku liði sem var án varnar og markvörslu eins og oft áður. Íslenska liðið hóf leikinn í gær á svipaðan hátt og gegn Ungverj- um, með leiftrandi sóknarleik. Snorri Steinn hélt uppteknum hætti með öðrum góðum leik og sömu sögu má segja um Guðjón Val en Ólafur var engan veginn að finna sig. Því miður náði Hreiðar ekki að fylgja eftir góðum leik frá því gegn Ungverjum og Birkir varði heldur ekki skot eftir að hann kom inn af bekknum. Ísland komst yfir 5-4 í fyrsta og eina skiptið í hálfleiknum. Spán- verjar leiddu með 2-3 mörkum allan hálfleikinn sem og þegar blásið var til leikhlés, 15-18. Ömurleg niðurstaða fyrir íslenska liðið sem lék frábæran sóknarleik og þokkalegan varnarleik. Með smá markvörslu hefði liðið leitt í leikhléi. Því miður mættu strákarnir nær meðvitundarlausir til síðari hálfleiks var munurinn orðinn sjö mörk, 16-23, og Alfreð neyddist til þess að taka leikhlé. Vörnin var hrunin, markvarslan komst aldrei í gang og sóknarleikurinn var ekki samur. Hann var hægur og menn gerðu hin ótrúlegustu klaufamistök þar sem þeir köst- uðu frá sér boltanum hvað eftir annað. Ekki bætti úr skák að Ólafur komst aldrei í gang og átti mjög slakan leik. Þeir sem áttu að leysa hann af voru litlu betri. Ásgeir, Logi og Einar sem áttu að skila mikilvægum hluverkum í þessu móti náðu sér því miður aldrei almennilega á strik. Eftir þessa skelfilegu byrjun lönduðu Spán- verjar frekar þægilegum sigri. Því er ekki að leyna að niður- staða mótsins er mikil vonbrigði. Þrátt fyrir erfiða andstæðinga getur íslenska liðið gert miklu betur en það sýndi á þessu móti. Það er eitt að tapa fyrir þessum sterku liðum en strákarnir voru kjöldregnir af þeim flestum og léku bara hreinlega illa. Það er nefnilega ekki það sama að tapa og skíttapa. Það er erfitt að henda reiður á hvað nákvæmlega fór úrskeiðis að þessu sinni en það lítur þannig út fyrir mér að andlega hliðin hafi brugðist. Menn fóru hreinlega á taugum og höndluðu ekki spennu- stigið í mikilvægustu leikjunum. Menn náðu svo ekki að klóra sig upp úr þeirri gröf er þeir mokuðu sjálfir. Hver og einn verður að líta ærlega í eigin barm og axla ábyrgð á þessu móti því það voru ekki einstaklingarnir sem klikk- uðu heldur liðið. Fram undan er vonandi erfið undankeppni fyrir Ólympíuleik- ana sem og leit að arftaka Alfreðs en það er stórt skarð að fylla. HSÍ tekur sér vonandi góðan tíma og kemst að skynsamlegri lausn í þjálfaramálunum. Sama gamla sorgarsagan á ný Ísland tapaði enn og aftur í lokaleik sínum á EM, nú gegn Spánverjum með sjö mörkum, 26-33. Ellefta sætið varð hlutskipti Íslands á Evrópumótinu í Noregi og niðurstaðan á mótinu er mikil vonbrigði. Á HEIMLEIÐ Tap Íslands gegn Spáni í gær var fjórða tap íslenska liðsins á EM i Noregi með fimm mörkum eða meira. Hér ganga íslensku strákarnir niðurlútir af velli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.