Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 25.01.2008, Blaðsíða 53
tortrygginn því maður heldur að fólk sé bara að grínast,“ segir Klara. En ann- ars fara þær fögrum orðum um breska aðdáendur og segja þá mjög þakkláta. Elska að gigga Hvað finnst þeim um íslenska tónlist- armarkaðinn? „Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera með vinsælasta lagið í útvarpinu og vera uppi á sviði alla daga. Það er takmarkaður hópur sem getur lifað af því að „gigga“ út í eitt á Íslandi. Það er ekki verið að bóka popphljómsveit marga daga í viku eins og við myndum vilja hafa það,“ segir Alma og það heyrist á röddinni í henni að hún myndi helst vilja vera uppi á sviði alla daga. Þær verða dreymnar á svip þegar þær rifja upp stemninguna sem ríkti í Bretlandi þegar þær túruðu um landið. „Performans sem slíkt úti er líka allt öðruvísi en hérna heima. Það er ekki að syngja ballöður með undirspili á diski. Úti vilja menn bara töff lúkk og poppatriði,“ segir Klara. Þær eru sammála um að það vanti svolítið upp á glamúrinn á Íslandi miðað við „giggin“ í Bretlandi. „Íslend- ingar eru líka mjög feimnir og þora ekki að sleppa fram af sér beislinu,“ segir Steinunn. Þær eru sammála um að Kaupþingstónleikarnir hafi verið með þeim bestu og þær vildu óska að það væru haldnir fleiri slíkir tónleikar á Íslandi. Nú eruð þið búnar að gera alla þessa hluti, eruð þið búnar að græða mikið af peningum? „Já, á köflum höfum við gert það og lifað á þessu. En á köflum höfum við ekki lifað á þessu,“ segir Alma og stelpurnar taka undir það. Þegar þær eru spurðar út í mesta lúx- usinn sem fylgir poppstjörnulífinu þá nefna þær humar og sumarbústaða- ferðir í sömu andrá. „Við elskum að fara upp í sumarbústað saman og þá höldum við humarveislu,“ segja þær nánast í kór og sleikja út um þegar þær minnast á allan humarinn og hvít- laukssmjörið sem þær eru búnar að innbyrða undanfarin ár. Humarveisl- urnar eru þó alls ekki haldnar viku- lega, bara spari. Allt á útopnu Þótt það hafi verið í nógu að snúast hjá hljómsveitinni hafa stelpurnar nýtt tímann vel. Steinunn rak leikhús um tíma en nú er hún að byrja í alþjóðaviðskiptafræði. Hún ætlar þó ekki í fullt nám. „Svo hef ég verið að vinna svolítið með Rauða krossinum ásamt því að sinna markaðsmálum fyrir fjölskyldufyrirtækið, Gull og silf- ur. Það er mjög gaman,“ segir Stein- unn. Klara er líka í námi. Hún byrjaði í stjórnmálafræði í haust og kann vel við sig. Auk þess hefur hún gert það gott sem fatahönnuður en hettupeys- ur hennar hafa hlotið mikið lof en þær hefur hún selt í versluninni Figúríu á Skólavörðustíg. Alma segir að Klara hafi varla haft undan að sauma en sjálf vill hún ekki gera mikið úr því. „Svo er ég að vinna í félagsmiðstöð í Hafnarfirði. Það finnst mér algert æði því mér finnst svo gaman að vera í kringum fólk,“ segir hún. Alma geyst- ist fram á ritvöllinn á síðasta ári og skrifaði bókina Postulín ásamt Freyju Haraldsdóttur. „Það var brjáluð vinna að skrifa bókina og ná að gefa hana út fyrir jólin. Það var mjög mikið stress í kringum hana og mikið að gera í því fyrir jólin. Þetta var mitt aðalstarf síð- ustu mánuðina meðfram Nylon. Svo var ég að byrja í fjarnámi frá Bifröst, þetta er grunnnám í rekstrarfræði og heitir Máttur kvenna. Þetta er mjög spennandi en í þessu er farið yfir aðal- atriðin sem maður þarf að kunna til að geta plummað sig í eigin rekstri. Þetta eru aðallega markaðsmál og fjármál,“ segir Alma og Steinunn skýt- ur því inn í að þetta sé bara gert til að undirbúa framtíð Nylon. Ásamt þessu hefur Alma haldið sjálfstyrkingarnám- skeið fyrir unglinga. Hvernig er að vera búnar að vera eins og samlokur síðustu fjögur ár, verðið þið aldrei þreyttar á hver annarri? „Jú, það gerist reglulega enda erum við mannleg- ar,“ segir Alma. Þær stöllur segjast hvíla sig á hver annarri þegar þær finna fyrir þreytu. „Stundum er maður líka bara þreyttur á áreiti og stundum þráir maður bara eitthvað rólegt. Þá þarf maður bara að fara heim og fá góðan svefn,“ segir Alma og hinar taka undir að það séu aldrei nein leiðindi í gangi og þær fái frá- hvarfseinkenni þegar þær séu ekki búnar að hittast í tvo daga. Þegar þær eru spurðar að því hvað þær hafi lært á þessum fjórum árum nefna þær mannleg samskipti. „Ég er komin með mastersgráðu í þeim og búin að öðlast mikla víðsýni. Ég veit hvað mér finnst gaman og geri það sem mig langar hvort sem einhverjum finnst það asnalegt eða ekki. Mér finnst ég hafa lært að vera ánægð með það sem ég geri og vera stolt af því,“ segir Steinunn og hinar taka undir þetta. Hún segir jafn- framt að hún hafi lært það að feimni borgi sig ekki. „Hún kemur í veg fyrir að maður geti upplifað draumana sína.“ Næsta skref er að taka upp tvö ný lög fyrir Bretlandsmarkað. Í kjölfarið þurfa þær að gera myndband við lagið og svo verða lukkudísirnar að sjá um restina. En jákvæðnin geislar af þeim og þær vita líka að hljómsveitin hefur bara ákveðinn líftíma og því er eins gott að nýta tímann vel. DINU HAFA VERIÐ ÞRÁLÁTAR SÖGUR Í GANGI UM AÐ NYLON SÉ HÆTT. ÞAÐ ER EKKERT TIL Í ÞEIM SÖGU- TTIR FÉKK AÐ HEYRA SANNLEIKANN OG SÖGURNAR ÚR BRANSANUM. ÐINU 25. JANÚAR 2008 | SIRKUS | BLS. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.