Fréttablaðið - 27.01.2008, Page 1

Fréttablaðið - 27.01.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500027. janúar 2008 — 26. tölublað — 8. árgangur ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 24Pabbi hefur alltaf verið nálægur Villý Vilhjálmsdóttir þekkti aldrei föður sinn Vilhjálm Vilhjálmsson en segir hann sína helstu fyrirmynd. SUNNUDAGUR STORMVIÐVÖRUN! Í dag verður sunnan eða suðvestan stormur á vesturhelmingi landsins, annars víða hvassviðri. Víðast rigning fyrir hádegi en úrkomuminna eftir hádegi. Ört kólnandi seint í dag með éljum vestan til. Frystir víða síðdegis. VEÐUR 4    UMHVERFISMÁL Vatnsyfirborð Kleifarvatns á Reykjanesi hefur hækkað mikið frá því í haust en yfirborð vatnsins lækkaði snögg- lega eftir jarðskjálftana 17. júní árið 2000. „Þetta gerist svo snöggt og er alveg massi af vatni,“ segir Héðinn Ólafsson, köfunarkennari og eigandi Kafarinn.is. „Ég kem þarna oft og hef horft á þetta hækka í hverri ferð sem ég fer þarna upp eftir.“ Héðinn segir vatnið hafa grugg- ast og því vera minna skyggni í því, en hann kafaði einnig töluvert í vatninu áður en lækkaði í því árið 2000. „Mér sýnist það vera komið mjög nálægt því sem það var.“ Gunnar Sigurðsson, sérfræðing- ur hjá Vatnamælingum Orkustofn- unar, staðfestir að samkvæmt mælingum hafi yfirborð vatnsins hækkað mikið síðan í sumar. „Það lækkaði um nokkra metra vegna jarðhræringa eftir skjálftana árið 2000 og þá opnaðist sprunga í botninum,“ segir Gunnar. Hann segir líklegar skýringar á hækk- uninni nú vera að set og leir hafi sest í sprunguna, hún þést og lek- inn hafi minnkað. „Meðalvatns- borð fyrir skjálftana var um 139 til 140 metrar yfir sjó,“ segir Gunnar og bætir við að mikið hafi rignt undanfarið, sem hafi líka áhrif. - ovd Yfirborð Kleifarvatns er við að ná sömu stöðu og fyrir skjálftana árið 2000: Hækkar hratt í Kleifarvatni KLEIFARVATN 23. JANÚAR Kafararnir standa á sama stað og nokkrum mánuðum áður. Sýnilega hefur mikið hækkað í vatninu. KLEIFARVATN VORIÐ 2007 Yfirborð vatnsins lækkaði ört eftir skjálftana 17. júní 2000. FRÉTTABLAÐIÐ/HÉÐINN LÖGREGLUMÁL Starfsmaður fjár- málaráðuneytisins er einn þriggja manna sem voru á föstu- dag úrskurðaðir í gæsluvarð- hald vegna gruns um aðild að smygli á tæpum fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömm- um af kókaíni til landsins. Toll- gæslan heyrir undir fjármála- ráðuneytið og er málið því litið mjög alvarlegum augum. Efnin komu með hraðsendingu frá Þýskalandi um miðjan nóvem- ber og hefur tollgæslan aldrei áður náð jafnmiklu magni fíkniefna við eftirlit á hraðsendingum. Lögregla handtók í vikunni fimm menn vegna málsins og voru þrír þeirra úrskurðaðir í vikulangt gæslu- varðhald. Tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum. „Ég veit eiginlega ekkert um þetta,“ sagði Árni Mathiesen fjár- málaráðherra þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans við málinu. Hann kvaðst heldur ekki vita hvort búið væri að segja umræddum starfsmanni upp störfum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytis- ins. Lögreglan á Suðurnesjum hefur unnið að rannsókn málsins í náinni samvinnu við fíkniefna- deild lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Þá mun lögreglan, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins, hafa rökstuddan grun um að sömu menn og nú sitja í gæsluvarðhaldi hafi komið fíkni- efnasendingum í pósti inn í landið áður. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur rannsóknin verið mjög viðamikil og teygt anga sína víða, meðal annars til Þýskalands. - jss, - kdk Starfsmaður fjármála- ráðuneytis grunaður Einn þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna smygls á amfetamíni og kókaíni er starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Fjármálaráðherra verst fregna af málinu. GRILLVEISLA Á STRÖNDINNI Ástralar á Íslandi létu ekki sitt eftir liggja á þjóðhátíðardegi Ástralíu í gær. Þeir hittust við sjávarsíðuna og kveiktu upp í grillunum, enda hefðbundið að fagna þjóðhátíðardeginum með því að slá upp grillveislu á ströndinni og óþarfi að breyta út af vananum þótt hiti sé undir frostmarki og allt á kafi í snjó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPÁNN, AP Maður sem varð sautján ára dreng á hjóli að bana þegar hann keyrði á hann hefur höfðað mál á hendur foreldrum drengs- ins til að fá skaðabætur vegna bíltjónsins. Enaitz Iriondo lést samstundis þegar hann varð fyrir bíl Tomas Delgado á vegi í norðurhluta Spánar á 160 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetr- ar. Þar sem atvikið átti sér stað þegar Iriondo hjólaði út á veginn í veg fyrir bíl Delgado í myrkri úrskurðaði dómstóll að báðum væri um að kenna og lauk málinu. Foreldrar Iriondo fengu þrjár milljónir í skaðabætur frá tryggingafélagi Delgado sem höfðaði síðan mál og krafðist tveggja milljóna. - sdg Spænskir foreldrar lögsóttir: Keyrði á dreng og vill bætur STJÓRNMÁL „Ég tel að við höfum öll, borgarfulltrúar í Reykjavík, borið af þessu nokkurn skaða og við verðum að horfast í augu við það,“ sagði Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, á fundi sjálfstæð- ismanna í Reykjavík um borgarstjórnar- mál í gær. „Þetta hefur ekki verið góður tími fyrir stjórnmál almennt. Það hafa skapast efasemdir í hugum manna um þau gildi sem ríkja í stjórnmálum,“ sagði Hanna Birna. „Það er okkar hlutverk að sanna fyrir borgarbú- um að þannig er það ekki.“ Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sagðist búast við því að borgarbúar yrðu ánægðir með málalokin. „Reykjavík vegnar jafnan best þegar Sjálf- stæðisflokknum vegnar vel,“ sagði Gísli Marteinn. - sgj / sjá síðu 2 Sjálfstæðismenn í borginni: Báru skaða af valdatökunni HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög FEBRÚAR 2008 HEITT ÁRIÐ 2008NÝIR ÁFANGASTAÐIR Á NÝ ÖÐRUVÍSI FERÐALÖGOG HVERNIG Á AÐ SKIPULEGGJA ÞAUFY LG IR Í D A G VEÐRIÐ Í DAG 12 KVIKMYND MEÐ SEAN PENN Sigurjón Sighvatsson er að vinna að kvikmynd með stórleikaranum Sean Penn ásamt fleiri góðum. FÓLK 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.