Fréttablaðið - 27.01.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 27.01.2008, Síða 4
4 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR Hugsaðu um hollustuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan SJÁVARÚTVEGSMÁL Fiskverkafólki í ellefu landvinnslum hefur verið sagt upp á aðeins fimm mánaða tímabili. Auk þess hefur verið til- kynnt um langar lokanir í sumar og starfsfólk óttast að vinnsla hefjist ekki á haustmánuðum. Óvissan er óbærileg innan fjölda fiskvinnslufyrirtækja um allt land þar sem útlit er fyrir að fjöldi fyrirtækja þurfi að grípa til uppsagna á komandi mánuð- um. Á föstudag bárust fregnir af uppsögnum tólf starfsmanna í fiskvinnslunni Pétursey í Vest- mannaeyjum. Þar hafa tapast 36 störf á sjó og í landi síðan í byrj- un september, að sögn Guðjóns Rögnvaldssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Tímasetn- ingu uppsagnanna skýrir Guðjón með því að hann vonist til að þeir sem missi vinnuna nú geti tryggt sér störf á komandi loðnuvertíð. Uppsagnirnar eru vegna niður- skurðar á þorskkvóta því lítið framboð er á fiskmörkuðum og ekki útlit fyrir að hægt sé að halda áfram vinnslu eins og verið hefur um árabil. „Þeir sem hafa sett sinn fisk á markað taka þetta til sín sjálfir. Fyrir vikið lenda litlar vinnslur sem reiða sig á fiskmarkaði illa í því. Dæmin eru mörg um allt land, en kannski ekki mikið fjallað um það. Guð- jón segir ákvörðunina afar erf- iða. „Margir af þeim sem hætta hjá okkur núna hafa unnið hjá okkur í langan tíma.“ Ellefu fiskvinnslu fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða hætt rekstri eftir að samdráttur afla- heimilda var boðaður í byrjun júlí. Á fimmta hundrað störf hafa tapast eða eru í mikilli óvissu. Engar fjöldauppsagnir eða rekstrarstöðvanir tóku gildi fyrstu sex mánuði ársins. Aðeins upphafið að hrinu uppsagna, er mat Arnar Sigurmundssonar, for- manns Samtaka fiskvinnslu- stöðva, sem áætlar að minnst þúsund störf muni tapast. Upp- sögnunum fylgir mikil ólga eins og á Akranesi þar sem HB Grandi sagði upp 59 starfsmönnum í landvinnslu fyrirtækisins. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra tekur undir að upp- sagnir undangenginna mánaða séu alvarleg tíðindi, en fyrirsjá- anleg að hluta. „Núna er staðan að taka á sig skýrari mynd. Við erum búin að deila út vissum mótvægisaðgerðum og eigum aðrar eftir. Ég tel skynsamlegt að setjast niður og athuga hvort við getum gert þær markvissari.“ Einar segir að vissulega séu uppsagnir starfsfólks í mörgum tilfellum vegna kvótaniðurskurð- ar en einnig geti verið um hag- ræðingaraðgerðir að ræða, sem fyrirtæki takist á hendur jafnt í góðu og slæmu árferði. svavar@frettabladid.is Fiskverkafólki sagt upp um allt land Á fimmta hundrað starfsmönnum í fiskvinnslu hefur verið sagt upp störfum. Sjávarútvegsráðherra segir uppsagnirnar grafalvarlegt mál og telur tímabært að setjast niður og skoða hvort mótvægisaðgerðir geti verið markvissari. ALÞINGI Engin stefnubreyting um beitingu kjarnorkuvopna er á döfinni hjá Atlantshafsbandalag- inu (NATO), þrátt fyrir þá skoð- un fimm fyrrverandi hershöfð- ingja hjá bandalaginu að það eigi ekki að útiloka beitingu kjarn- orkuvopna að fyrra bragði. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns utan- ríkismálanefndar Alþingis, í umræðum um störf þingsins á miðvikudag. Steinunn Þóra Árnadóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á áliti hershöfðingj- anna fyrrverandi á Alþingi. Hún sagði þar að hið sanna eðli NATO sem árásarbandalags hafi komið betur í ljós, og lagði til að íslensk stjórnvöld mörkuðu sér sérstöðu með því að beita sér fyrir friðar- málum og afvopnun innan NATO. Bjarni benti í svari sínu á að öll þróun innan NATO hafi verið í átt að fækkun kjarnorkuvopna, og því í þveröfuga átt við það sem hershöfðingjarnir fyrrver- andi mæli með. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir orð Bjarna. Stefnu NATO hafi ekki verið breytt, og ekkert bendi til þess að henni verði breytt í átt að því sem hers- höfðingjarnir fyrrverandi leggi til. Verði stefnunni breytt verði það aðeins að undangengnum ítarlegum umræðum. - bj Fimm fyrrum hershöfðingjar NATO vilja opna fyrir kjarnorkuárás að fyrra bragði: Stefnubreyting ekki á dagskrá BJARNI BENEDIKTSSON STEINUNN ÞÓRA ÁRNADÓTTIR PARÍS, AP Franska lögreglan hefur hafið yfirheyrslur yfir Jerome Kerviel sem er sakaður um að hafa tapað rúmum 460 milljörð- um króna með áhættuviðskiptum sínum í starfi sínu hjá franska bankanum Societe General. Þegar bankinn greindi frá svikunum um síðustu helgi var ekki greint frá því hvar Kerviel héldi sig. Að sögn lögfræðings Kerviels var hann þó ekki á flótta eins og fjölmiðlar héldu fram. Var hann jafnframt fús til að ræða við lögregluna. Áður en lögreglan handsamaði Kerviel leitaði hún í íbúð hans í París eftir sönnunargögnum. - fb Svindlarinn Jerome Kerviel: Yfirheyrður af lögreglunni STJÓRNMÁL Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista í borgarstjórn Reykjavík- ur. „Allt tal um að stjórnarskiptin séu ólýðræðisleg á ekki við rök að styðjast,“ segir í ályktun frá landssambandinu. Sjálfstæðiskonur fagna jöfnum kynjahlutföllum í ráðum borgar- innar og þeim áherslumálum meirihlutans sem varða börn og aldraða. „Landssambandið hvetur nýjan meirihluta til að koma sér hratt og örugglega að verki við að vinna stefnumálum sjálfstæðis- manna í borginni framgang,“ segir í ályktuninni. - sgj Sjálfstæðiskonur: Fagna nýjum meirihluta KÍNA Skilnaðartíðni í Kína hefur aukist um næstum 20 prósent undanfarið ár. 1,4 milljónir hjóna óskuðu eftir skilnaði árið 2007 sam- kvæmt opinberum tölum. Sumir segja ástæðuna vera lagabreytingu sem gerir fólki kleift að skilja á einum degi. Áður þurfti fólk leyfi frá vinnuveitanda eða opinberum nefndum til að skilja. Aðrir segja stefnu stjórnvalda um að hver hjón megi aðeins eiga eitt barn hafa alið af sér kynslóð fullorðinna sem einblínir á eigin þarfir. Hjónaböndum hefur á sama tíma fjölgað um tólf prósent. - sdg Aukning um fimmtung 2007: Tíðni skilnaða eykst í Kína NÝGIFT Þessi kínversku brúðhjón ákváðu að nýta sér umhverfisvænan fararskjóta á leið úr vígslunni í veisluna. EGYPTALAND, AP Alls 38 egypskir öryggissveitarmenn hafa særst vegna átaka sem hafa orðið við landamæri Gazasvæðisins og Egyptalands. Landamærin voru á laugardag opin fjórða daginn í röð og hafa Palestínumenn streymt yfir þau til að hitta ættingja sína og til að kaupa sér ýmsar nauðsynjar. Egypskir hermenn hafa reynt að hafa hemil á fjöldanum sem vill komast í gegn. Engum bílum hefur verið hleypt yfir landamærin og hafa Palestínumenn því þurft að ganga yfir þau í tugþúsunda tali. - fb Átök við landamæri Gaza: Tugir egypskra hermanna sárir UMHVERFISMÁL Forsvarsmaður Íslensks hátækniiðnaðar, sem hyggst koma á fót olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, notaði rangar tölur um losun gróðurhúsaloftteg- unda í viðtali við Fréttablaðið á föstudag. Þetta fullyrðir Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- unarsamtaka Íslands. Árni segir að þegar talað sé um losun gróður- húsalofttegunda sé miðað við stöðuna árið 1990, þegar losunin hér á landi hafi verið tæplega 3,4 milljónir tonna. Miðað við tölur Íslensks hátækniiðnaðar myndi því losun aukast um nærri sautján prósent vegna verksmiðju sem losar 560 þúsund tonn, ekki um ellefu prósent eins og ef miðað er við heildarlosun í dag, sem er um 5,2 milljónir tonna. - bj Náttúruverndarsamtök Íslands: Notar rangar tölur um losun ÁRNI FINNSSON Við erum búin að deila út vissum mótvægisaðgerð- um og eigum aðrar eftir. EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+,  -. /+, 0+,  -. 1+,  -. 2+,  -. 13+,  -. 11+,  -. 10+,4 -. 5+, /+, 2+,4 -. /+,4 -. 16+,  -. 12+,  -. 31+,  -.        !"# $ "% $ &#' ("  )#""% #"#% *  # %#""#% )# !) +,# $- "% * !%."# "& "' */#! .*&# &#% $ ( ( )%"" " 0# $ % * ,& #"#% ."" $ ,! 1""& !" *!!  2+%- $! 01 3! * "&"%' 4 0 !" *!! % .)5% * !) (! 53 %%!,"&"" $ "1!!' 678  4 4 9 %""" )# %!" :;<' 6#""# 53 .* &# " $" (' ! $ &#- 5)! $ ,&' 78/9  :8179 ;<   <   #%% ' 6#")"- %5/"#%    <       ; 30 30 1/ 17 1/ 1* 1* 37 30 37 37    <: =   < << = = = GENGIÐ 25.1.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,8651 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,94 65,26 128,46 129,08 95,44 95,98 12,808 12,882 11,898 11,968 10,096 10,156 0,6025 0,6061 102,82 103,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR MÁNAÐARLEG MEÐALVATNSHÆÐ Í KLEIFARVATNI FRÁ JANÚAR 1998 TIL OKTÓBER 2007 jan . 9 8 jú l. 0 7 140 139 138 137 136 M et ra r yf ir s jó júní 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.