Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 18
18 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR Ráðin í pólitísku skjóli? Umdeildar embættisveitingar hafa vakið upp töluverðar umræður að undanförnu um hvort pólitískar ráðningar séu á undan- haldi eða ekki. Ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðiflokksins og Samfylkingarinnar hafa sætt gagnrýni ekki síður en ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ráðherrar hafa verið sakaðir um að koma samflokksfólki sínu í pólitískt skjól. Magnús Halldórsson fór yfir nokkur mál sem valdið hafa fjaðrafoki og illdeilum. Jón Steinar var skipaður hæsta- réttadómari af Geir H. Haarde, settum dómsmálaráðherra, 15. október 2004. Skipan hans þótti umdeild þar sem hann hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og var sagður náinn samstarfsmaður Davíðs Oddsson- ar. Helstu rök fyrir skipan hans voru nefnd áratugalöng reynsla hans af málflutningsstörfum en hann átti farsælan feril að baki sem lögmaður þegar hann sótti um embætti dómara. Mörgum fannst þessi rök léttvæg í saman- burði við dómarareynslu annarra umsækjenda í bland við önnur lög- mannsstörf. Líkt og í tilfelli Ólafs Barkar var Jón Steinar ekki sagður hæf- astur umsækjenda í umsögn dóm- ara við Hæstarétt. Jón Steinar er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, en hann útskrif- aðist með meðaleinkunina 13,32 samkvæmt stöðlum sem þá tíðk- uðust (hæsta einkunn fimmtán). Að nýju upphófust umræður um hvort verklagið við skipan hæsta- réttardómara væri gott eða vont. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði á vefsíðu sinni, bjorn. is, að skipan Jóns Steinars væri hvorki umdeild né umræða um hana „mjög heit eða áköf“. „Fólki finnst hæstiréttur einfaldlega hafa gengið of langt í viðleitni sinni til að binda hendur Geirs H. Haarde, sem var falið að skipa í dómaraembættið vegna vanhæfis míns. Hvað sem öðru líður, nýtur sú skoðun ekki almenns fylgis, að hæstaréttardómarar eigi að ákveða, hverjir taka sæti við hlið þeirra á dómarabekknum,“ sagði Björn. Aðrir umsækjendur voru Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskars- son, Eiríkur Tómasson, Hjördís Björk Hákonardóttir, Leó E. Löve og Stefán Már Stefánsson. Þorsteinn Davíðsson var skipaður dómari við Héraðsdóm Norðausturlands og Austurlands frá 1. janúar síðastliðnum af Árna M. Mathie- sen, settum dóms- málaráðherra. Björn Bjarnason var ekki hæfur til þess að skipa í embættið þar sem hann var á með- mælendaskrá Þor- steins, sem var lengi aðstoðarmaður hans. Enn á ný komu fram ásakanir um að Þorsteinn hefði verið ráðinn vegna pólit- ískra tengsla sinna við Sjálfstæð- isflokkinn en hann er sonur Dav- íðs Oddssonar. Dómnefnd sem mat hæfi umsækjenda komst að því að þrír umsækjenda hefðu verið tveimur hæfis- flokkum fyrir ofan Þorstein í mati. Hún sagði ráðherra aldrei fyrr hafa gengið með viðlíka hætti gegn áliti ráðherra. Árni hefur vísað öllum ásökunum um að Þorsteinn hafi verið ráðinn vegna tengsla sinna við Sjálfstæðisflokkinn á bug. Jafn- framt sagði hann umsögn og rök- stuðning dómnefndarinnar ekki nægilega trausta og um margt „gallaða“. Fullyrti hann jafnframt í yfirlýsingu að dómnefndin hefði sagt að þetta væri í fyrsta sinn sem gengið væri gegn áliti dóm- nefndar sem metur hæfi dómara. Dómnefndin vildi ekki tjá sig um orð ráðherra, slíkar væru rang- færslurnar að ekki væri hægt að „elta ólar við þær“ í fjölmiðlum. Árni taldi dómnefndina ekki hafa metið reynslu Þorsteins sem aðstoðarmanns ráðherra rétt og gagnrýndi hana harðlega. Sagði hann nefndina, öðru fremur, hafa minnkað traust almennings á dóm- stólunum. Ýmsir settu sig upp á móti þessu viðhorfi Árna, meðal annars lögfræðiprófessorinn Sig- urður Líndal sem taldi Árna hafa farið gegn verklaginu sem reglur gerðu ráð fyrir. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra réð Guðna Má Jóhannesson orkumálastjóra og Ólöfu Ýrr Atla- dóttur ferðamálastjóra um síðustu áramót. Ráðning þeirra féll í grýtt- an jarðveg hjá ýmsum öðrum umsækjendum sem töldu framhjá sér gengið. Voru margir fljótir að álykta sem svo að pólitísk tengsl Guðna og Ólafar við Samfylking- una hefðu spilað inn í. Því hefur Össur neitað alfarið og svarað því til, í rökstuðningi við fyrirspurnum annarra umsækjenda, að hæfasta fólkið hafi verið ráðið. Aðstoðar- menn fyrrverandi orkumála- og ferðamálastjóra hafa talið framhjá sér gengið og telja rökstuðning ráð- herra ekki nægilega góðan. Haft hefur verið eftir Ársæli Harðarsyni, aðstoðarmanni ferða- málastjóra, í Fréttablaðinu að rök- stuðningurinn staðfesti að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið ráð- inn. Guðni Már hefur um árabil starfað við verkfræðideild Kon- unglega háskólans í Stokkhólmi en hann er með doktorspróf í faginu. Orkurannsóknir ýmiss konar hafa verið hans aðalfag og hefur Össur svarað því til að „yfirburðaþekk- ing“ Guðna á málaflokknum hafi skipt mestu máli um að hann hafi fengið starfið. „Nú er ekki hægt að kenna Fram- sóknarflokknum um. Þetta er Sam- fylkingin,“ sagði Einar Bollason, framkvæmdastjóri Ís-hesta, um ráðningu nýs ferðamálastjóra en hann taldi augljóslega hafa verið gengið framhjá fólki með reynslu af markaðsmálum, sem væri það sem skipti sköpum öðru fremur. Ólöf Ýrr er líffræðingur að mennt, með meistarapróf, auk þess að vera með MPA-próf í stjórn- sýslufræðum. Össur hefur svarað því til að jafnréttislög hafi haft áhrif á það að Ólöf Ýrr varð fyrir valinu. FYRSTI DAGURINN Auðun Georg Ólafsson, sem gegndi stöðu fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu í einn dag, sést hér ganga um gólf í útvarpshúsinu. Starfsmennirnir tóku Auðuni Georgi illa. Hann hætti eftir einn dag í starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TENGSL VIÐ SAMFYLKINGU EÐA YFIR- BURÐAÞEKKING AÐSTOÐARMAÐUR RÁÐINN DÓMARI VINUR DAVÍÐS ÞÓTTI EKKI HÆFASTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.