Fréttablaðið - 27.01.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 27.01.2008, Síða 26
8 FERÐALÖG „Nokkrir vinir mínir voru að læra köfun og voru á leið til Bahamaeyja og ég ákvað að skella mér með, án þess að hafa nokkru sinni kafað. Við flugum til Flórída og fórum þaðan til Bahamaeyja á bát sem er dags- ferð. Svo vorum við í viku á bát allan tím- ann og á daginn var kafað en á nóttunni var sofið í bátnum. Á bátnum var köfunarkenn- ari og tók ég köfunarprófið þar ytra og dembdi mér í minni þriðju köfun í hákarla- köfun. Hún er til í nokkrum útgáfum, allt frá því að kafa í búrum með hvítháfum og upp í það – eins og við gerðum þarna – að kafa innan um tiltölulega meinlausa hár- karla. Kafað var niður á botninn í hópi og myndar hópurinn hálfhring. Hákarlarnir eru vanir að þeim sé gefið og fer einn og einn kafari fram fyrir hópinn í einu til að gefa þeim. Hákarlarnir þarna eru mjög for- vitnir og áttu það til að elta okkur eins og hundar. Þrátt fyrir að árásir séu fátíðar fannst mér oft hálf óhuggulegt að hafa hákarl í eftirdragi þegar ég var að skoða fjölbreytt dýra- og plöntulífið þarna. Fyrir þá sem vilja læra að kafa er einnig mjög gaman að fara sunnar, til dæmis til Hondúras eða Panama, það er líka ódýrara og minni túristabragur á umhverfinu. Sér- staklega mæli ég með Panama, þangað sem ég fór síðar, en þar finnurðu alvöru eyði- strendur sem þú getur haft af út af fyrir þig. Humarinn sem þú finnur og annað slíkt máttu eiga, en slíkt gildir ekki á Bahama- eyjum.“ FRUMLEG FERÐALÖG HÁKARLAKÖFUN Á ÞRIÐJA DEGI KÖFUNARPRÓFS Hér má sjá hvernig kafarar mynda hálfhring þegar þeir kafa saman niður og gefa hákörlunum. „Árið 1998 flaug ég til Kosta Ríka í smá ævintýraleit og var flogið í gegnum New York og lenti ég svo í San José. Þar sem ég kunni ekki spænsku byrjaði ég á því að fara í skóla til að læra tungumálið í 2-3 vikur og leigði mér íbúð. Svo not- aði ég íbúðina sem eins konar bækistöð fyrir dótið mitt og hélt í ferðalög um Kosta Ríka, á bíla- leigubíl. Húsnæði og bílaleigubíll er mjög ódýrt í Kosta Ríka og þar sem mikil mengun var í San José var ákveðið að fara niður að strönd og leigja þar lítinn kofa. Þar var þó ekki lengi stoppað, þar sem fellibylur skall á og í staðinn keyrðum við aftur til San José. Við flugum þaðan til Panama og svo til svæðis sem heitir Bocas del Toro. Það er lítil yndisleg Karíbahafs- eyja – eyðistrendur sem maður hefur út af fyrir sig og er umhverf- ið mjög rómantískt. Fólkið var vinalegt, allt í lága gírnum og æðislegur matur. Einn af yndis- legri stöðum sem ég hef farið á. Við lifðum á kókoshnetum og átum dýrðlegan mat. Svo flugum við aftur til Kosta Ríka og fórum aftur þaðan upp til Níkaragva, sem á þeim tíma var að jafna sig eftir fellibyl. Við vissum það hreinlega ekki, enda í litlu sambandi við fréttir, en við gengum beint inn á hamfarasvæði og fengum þar af leiðandi mjög góð kjör á gistingu. Níkaragva er mun frumstæðara en önnur lönd Rómönsku Ameríku og ævintýrið því mikið. Við ferð- uðumst þar um á strætóum og í leigubílum.“ „Árið 2002 hélt ég til Tansaníu því ég hafði aldrei klifið fjall og langaði að prófa eitthvað auðvelt. Ég ákvað að reyna við Kilimanjaro og hafði sam- band við ferðaskrifstofu í Bretlandi sem heitir Exodus en hún sérhæfir sig í fjallaferðum á framandi staði. Flaug ég til London og þaðan beint til þorps rétt við Kilimanjaro. Það er þægilegt í fjallaferðum að kaupa tilbúinn pakka af ferðaskrifstofum og in sem ég geri það maður hætti við o tind. Ferðaskrifsto skipuleggja allt og t vellinum og var þa þægilegt. Það eina taka með mér var gó klæðnaður og vatns burðarmenn og allt Sigmar Örn Alexandersson hefur um fi mmtán ára skeið ferðast á eigin vegum til hinna ólíklegustu staða og upplifað það hvernig hægt er að gera ferðalagið öðruvísi og exótískt. Ferðablaðið hitti Sigmar og hann sagði okkur upp og ofan af ferðalög- um síðustu ára og gaf ferðalöngum sem þrá eitthvað nýtt góð ráð í veganesti. – Á EIGIN VEGUM LÉTT GANGA FYRIR BYRJENDUR Sigmar hafði aldrei klifið fjöll og varð Kiliman HÁKARLAKÖFUN Á BAHAMAS Í FELLIBYL Á COSTA RICA KILIMANJARO Á GÓÐUM G RÓMANTÍK Í PANAMA Bocas del toro kallast æðislegt svæði sem er nánast ósnert af túrisma. Þar er hægt að lifa á kókoshnetum og kafa í sjónum eftir humar. Ofurrómantískt og kyrrlátt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.