Fréttablaðið - 27.01.2008, Síða 39

Fréttablaðið - 27.01.2008, Síða 39
ATVINNA SUNNUDAGUR 27. janúar 2008 21 Saga Svavarsdóttir hefur farið tvívegis til Norður- landanna á vegum Nor- djobb; fyrst til Álands- eyja og síðan til Færeyja þar sem eyjarskeggjar heilluðu hana upp úr skónum. „Ævintýraþráin rak mig af stað í fyrsta Nordjobb- starfið mitt þegar ég var átján ára. Þá fór ég ásamt þremur vinkonum til Álandseyja. Ég veit að mömmu og pabba fannst svolítið erfitt að senda mig eina út í heim, en það eru fáir sem sækja um þennan stað, sem ég skil alls ekki, svo við komumst allar að saman. Ég bjó á heimavist í landbúnaðarháskóla á eyj- unni og vann við garðyrkju- störf í lystigarði. Það var hitabylgja í Evrópu þetta sumar og oftast þrjátíu stiga hiti svo við fórum nán- ast alltaf á ströndina eftir vinnu,“ segir Saga Svavars- dóttir, nemi í líffræði við Háskóla Íslands. Álandseyjar tilheyra Finnlandi og að sögn Sögu er ekki beinlínis beint flug á áfangastað. „Þetta var ágætis ferðalag. Við tókum fyrst flug til Kaupmanna- hafnar, síðan lest til Stokk- hólms, því næst rútu niður að höfn og síðan ferju til Álandseyja,“ útskýrir Saga, sem var að eigin sögn orðin slarkfær í tungumálinu að sumri loknu. „Þarna er töluð finnsk sænska sem var í fyrstu gjörsamlega óskiljanleg. Síðan var ég orðin svona slarkfær að sumri loknu og þetta kom mér gríðarlega vel þegar ég fór í næsta Nordjobb, til Færeyja,“ segir Saga, en næst var ferðinni heitið til Þórshafnar. „Ég fór í ferðamálanám við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og þurfti þá að taka verknám um sumarið. Hins vegar er það mjög illa borgað á Íslandi, svo mér datt í hug að fara á vegum Nordjobb þar sem maður er á fullum launum og reyna að fá það metið. Það gekk eftir og ég fékk starf við upp- lýsingamiðstöð fyrir ferða- menn í Þórshöfn,“ segir Saga, sem þurfti að spjara sig í tungumálinu frá fyrstu stundu. „Ég var látin svara símanum á öðrum degi og þá gat ég bjargað mér á Finnlandssænskunni. Þarna kom mikið af Norðmönn- um og Svíum og þeir töluðu bara eigið tungumál, því Færeyingar kunna flestir dönsku og geta átt sam- skipti þannig. Þarna lærði ég að skilja á milli norrænu málanna. Ég lærði aldrei að tala færeyskuna almenni- lega en skildi hana mest eftir svona tvær vikur,“ segir Saga, sem hrósar hlýju Færeyinga í hástert. „Nordjobb sér manni fyrir starfi og húsnæði án þess að taka fyrir það umboðslaun. Síðan greiðir maður sjálfur fargjald, leigu og mat. Þegar ég kom til Færeyja var einhver húsnæðisekla og þess vegna fékk ég inni hjá móðursystur manns- ins sem sér um Nordjobb. Síðan fékk ég herbergi hjá konu úti í bæ. Færeying- ar eru opnir og tóku rosa- lega vel á móti mér, sem er allt annað en ég kynntist á Álandseyjum,“ segir Saga, sem var boðin velkomin í öll fjölskylduboð, afmæli og Ólafsvökupartí. „Ég kynnt- ist mörgu góðu fólki sem bæði hefur sótt mig heim og ég það. Ég er Færeyinga- aðdáandi númer eitt og hef farið þangað á hverju sumri síðan ég var þarna með Nordjobb,“ segir Saga, sem lýsir reynslu sinni sem lær- dómsríkri og gefandi. „Ég mæli eindregið með Nordjobb fyrir ungt fólk. Maður þarf að vera orð- inn átján ára, en síðan eru þeir ekki svo strangir á efri mörkum, sem eru tuttugu og sjö ára. Ég lærði ótrúlega margt nýtt og spennandi. Þetta víkkaði sjóndeildar- hringinn minn og vakti at- hygli mína á litlu hvers- dagshlutunum sem eru ekki eins og heima,“ segir Saga, sem getur vel hugsað sér að fara aftur á vegum Nor- djobb. „Noregur gæti orðið næsti áfangastaður og þá helst eitthvert starf sem tengist líffræðinni, en ég útskrifast með BS í vor. Lítil samfélög heilla mig mikið þar sem er auðveld- ara að komast inn í hlutina svo ég gæti vel hugsað mér að fara til Norður-Noregs, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Saga. rh@frettabladid.is Færeyingaaðdáandi númer eitt Lítil samfélög heilla Sögu Svavarsdóttur, sem hefur eytt sumrum bæði á Álandseyjum og í Færeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 13 Velferðasvið Um er að ræða tvær afl eysingastöður, út árið 2008. Annars vegar við eftirfylgd fósturbarna auk vinnu við umsagn- armál. Hins vegar samstarf við lögreglu, viðveru við skýrslu- tökur hjá lögreglu og fyrir dómi auk kannanna barnaverndar- tilkynninga. Barnavernd Reykjavíkur ber ábyrgð á meðferð einstakra mála sem unnin eru á grundvelli barnaverndarlaga. Starfs- menn skrifstofunnar annast m.a. móttöku og mat tilkynninga um óviðunandi aðbúnað barna/unglinga, könnun á að- búnaði þeirra, gerð og eftirfylgd meðferðaráætlana, með- ferð, stuðning og eftirlit í alvarlegum barnaverndarmálum. Þá sjá starfsmenn um málefni fósturbarna auk vistana barna á meðferðar/einkaheimilum og gerð umsagna í umgengnismálum, ættleiðingarmálum auk úttekta á fóstur- heimilum og stuðningsfjölskyldum. Hjá Barnavernd Reykjavíkur starfa um 30 manns. Boðið er upp á handleiðslu, tækifæri til símenntunar og sveigjanlegan vinnutíma. Á vormánuðum er fyrirhugað að starfsemin fl yti í nýbyggt húsnæði á Höfðatorgi. Menntun og hæfni: Umsækjandi þarf að hafa lokið háskóla- prófi , t.d. á sviði félagsvísinda eða sálfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af barnaverndarstarfi og meðferð- arvinnu. Starfi ð gerir kröfur til jákvæðs viðmóts og góðra hæfi leika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir ásamt getu til skýrrar tjáningar munnlega og skrifl ega. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri Halldóra D. Gunnarsdóttir, Helga Jóna Sveinsdóttir deildarstjóri fósturteymis eða Dóra Júlíussen deildarstjóri könnunarteymis í síma 535 2600. Umsóknir sendist til Barnaverndar Reykjavíkur Skipholti 50b, 105 Reykjavík eða á netfangið halldora.drofn.gunnarsdottir@reykjavik.is fyrir 8. febrúar nk. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur Viltu starfa í hverfinu þínu ? Félagsmiðstöðin Árskógum 4 óskar eftir að ráða starfsfólk í félagslega heimaþjónustu og í sjálfstæða búsetu geðfatlaðra í Breiðholti. Vegna íbúasamsetningar er sérstaklega óskað eftir karlmönn- um til starfa. Einnig vantar afl eysingar í kvöld- og helgar- þjónustu. Um er að ræða skemmtileg og lærdómsrík störf sem fela í sér félagslegan stuðning, almenn heimilisstörf, stuðning til sjálfshjálpar og samfélagslegrar þátttöku. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Hæfniskröfur: • Félagsliðamenntun æskileg • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og jákvæðni. • Aldursskilyrði 18 ár. Við bjóðum upp á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi þar sem nýju starfsfólki er veittur góður stuðningur, aðlögun í starfi og fræðsla. Áhugasamir hafi ð samband við: Pálu Jakobsdóttir deildar- stjóra heimaþjónustu, netfang: pala.jakobsdottir@reykjavik.is eða Elísabetu E. Jónsdóttur, netfang: elisabet.eyglo.jonsdottir@reykjavik.is eða í síma: 535-2700. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Efl ingar stéttarfélags. Umsóknum skal skila á Félagsmiðstöðina Árskógum 4 eða á ofangreind netföng fyrir 11. febrúar nk. Félagsleg heimaþjónusta Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna félagslegri heimaþjónustu. Helstu verkefni: • Félagslegur stuðningur • Aðstoð vegna umönnunar barna og unglinga. • Aðstoð við heimilshald og almenn þrif • Aðstoð við athafnir daglegs lífs Menntunar og hæfniskröfur: • Félagsliðamenntun eða reynsla af almennum heimilis- þrifum/umönnun æskileg. • Umsækjandi þarf að búa yfi r hæfni í mannlegum sam- skiptum og geta starfað sjálfstætt. • Ökuréttindi kostur. Vinnutími er frá kl. 09:00 - 17:00 virka daga. Umsækjandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Efl ingar stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Ester Halldórsdóttir deildarstjóri heimaþjónustu, Hraunbæ 105 sími: 411 2730, netfang: ester.halldorsdottir@reykjavik.is Umsóknum skal skila í Félagsmiðstöðina að Hraunbæ 105 eða á ofangreint netfa ng fyrir 4. febrúar nk. Öryggisvörður til afleysinga Félagsmiðstöðin v/Vitatorg, Lindargötu 59 óskar eftir að ráða öryggisvörð til afl eysinga. Helstu verkefni: • Afl eysingar fyrir fastráðna öryggisverði í vetrarorlofi í febrúar til mars og sumarleyfum í maí-september. • Starfi ð felst m.a. í því að hafa öryggiseftirlit með íbúum og mannvirkjum en á staðnum eru 94 íbúðir og félagsmiðstöð. Vinnutími: Um er að ræða vaktavinnu, 8 klst. kvöld og nætur virka daga og 12 klst. vaktir um helgar og helgidaga. Eftir hverja 14 daga vaktahrinu er vaktafrí í 7 daga. Hæfniskröfur: • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Samviskusemi og sveigjanleiki. • Reglusemi og stundvísi. • Gott heilsufar. • Hreint sakavottorð. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Edda Hjaltested forstöðumaður í síma 411 9540, netfang.edda.a.hjaltested@reykjavik.is Viðhald og Nýsmíði er verktakafyrirtæki með fjölþætta þjónustu við endurbætur, viðhald og nýsmíði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Við starfrækjum verkstæði þar sem smíðaðar eru innréttingar, gluggar, hurðir o.m.fl. Við erum sérhæfðir í sérsmíði og vinnum mikið við sérlausnir með arkitektum og hönnuðum. þar sem smíðaðar eru innréttingar, gluggar, hurðir og önnur sérsmíði. í ýmis spennandi viðhalds- og nýbyggingaverkefni. Fjölbreytt verkefni, mikil vinna og góð laun í boði. veitir Guðmundur í síma 820 9710 eða gmk@vogn.is ÓSKAST Helluhrauni 2 220 Hafnarfirði Sími 555 3300
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.