Fréttablaðið - 27.01.2008, Side 70

Fréttablaðið - 27.01.2008, Side 70
 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR28 ATVINNA Nýleg grein í tímaritinu The Economist veltir upp spurningunni um hvort fegurð hafi áhrif á laun. Er fegurð ávísun á vel- gengni? Um það fjallaði nýleg grein í viðskipta- tímaritinu The Economist. Þar var reynt að komast að því hvort tengsl séu milli þess hvernig fólk lítur út og hversu farsælt það er. Á heimasíðu VR er sagt frá þessari áhugaverðu grein þar sem höfundar hennar spyrja spurningar- innar: Ef útlit skiptir ekki máli, af hverju erum við að hafa okkur til fyrir ráðn- ingarviðtal, jafnvel þó að starfið krefjist þess ekki að við séum alltaf vel til- höfð? Ef fríðleiki skiptir máli ættu hinir fallegu og gjörvilegu að njóta meira brautargengis en aðrir – jafnvel í störfum þar sem útlitið skiptir engu máli. Og þeir spyrja áfram, ef útlit annarra hefur áhrif á þig, er það endilega svo slæmt? Skýrt er frá niðurstöð- um rannsókna bandarísks háskólaprófessors, Daniels Hamermesh, sem sýna að fegurð og fjárhagsleg vel- gengni virðast fara saman. Í rannsókn Hamermesh í Bandaríkjunum og Kanada, sem gerð var fyrir rúmum áratug, kom í ljós að laun fallega fólksins voru yfir meðallaunum en laun þeirra ófríðu undir meðallagi. Fallegir karlar voru að með- altali með 5% hærri laun en meðallaunin en laun þeirra ljótu voru 9% lægri en með- altalið. Hjá konunum var munurinn ekki eins mikill, fallegar konur voru með 4% hærri laun en þær ófríðu með 6% lægri laun. Þessi rannsókn hefur verið gerð víðar. Kemur fram að munurinn sé til að mynda gríðarlegur í Kína, sérstaklega hjá konum. Aðlaðandi karlar í Sjang- hæ eru með 3% hærri laun en meðaltalið en óaðlað- andi með 25% lægri laun. Fallegar konur þar í borg eru með 10% hærri laun en ófríðar með 31% lægri laun en meðaltalið. Öfgarnar eru minni í Bretlandi, fallegt fólk er með 1% hærri laun en meðaljóninn en ófríðar konur eru með 11% lægri laun og ófríðir karlar 18%. Aðrir sérfræðingar hafa sýnt fram á tengsl fríðleika og velgengni á öðrum svið- um, s.s. á vettvangi stjórn- málanna. Hægt er að nálgast grein- ina á www.vr.is Tengsl fegurðar og velgengni Það sakar ekki að líta út eins og Angelina Jolie. Atvinnuþátttaka rúm 80 prósent ATVINNUÞÁTTTAKA ER SVIPUÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG Á LANDSBYGGÐINNI. Á fjórða ársfjórðungi 2007 töldust um 220.000 manns hér á landi vera á vinnualdri, það er á aldrinum 16-74 ára. Af þeim voru 179.800 manns virkir á vinnumarkaði, þar af 176.300 starfandi og 3.500 atvinnulausir. Þetta þýðir að atvinnuþátt- taka hafi í lok árs verið 81,7 prósent og atvinnuleysi 1,9 pró- sent. Frá þessu segir á vef Alþýðusambands Íslands www. asi.is Atvinnuþátttaka er svipuð á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þátttakan er hins vegar mun meiri meðal karla en kvenna og langmest meðal fólks á aldrinum 25- 54 ára. Miðað við síðustu tvö ár stendur atvinnuþátttaka nokkurn veginn í stað. Atvinnuleysi er tals- vert meira á lands- byggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu og er það viðsnúningur frá fyrra ári. Það er held- ur meira meðal karla en kvenna og mest meðal aldurshópsins 16-24 ára. www.asi.is 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.