Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 92
14 FERÐALÖG PÓSTKORT FRÁ BÓLIVÍU Klængur Gunnarsson ferðaðist til Cochabamba Cochabamba er þriðja stærsta borg Bólivíu og ein sú mest lifandi. Meðal annars er hægt finna risastóra útimarkaðinn „La Cancha“ en hann er lík- legast sá stærsti í Suður-Ameríku. Þar er hægt að finna allt frá litríkum fatnaði innfæddra, varahlutum í reiðhjól, mat, hljóðfæri og fleira. Lífið í þessari borg sem heimamenn kalla „Borg eilífs vors“, vegna afar milds veðurfars allan ársins hring, er fjölbreytt og litríkt. Á hverju götuhorni í miðbænum selur fólk ýmsar vörur, tónlistarmenn spila á torgum og himinhá stytta af Jesú teygir anga sína og vakir yfir bænum. UPPÁHALDSVERSLUNARGATAN: Fillmore St. í Pacific Heights. Þar eru allar litlu búðirnar sem alltaf vantar í miðbæina í stórborgum. Laust við Gap, Old Navy og fleiri leiðinlegar keðjuverslanir. FALLEGASTA KAFFIHÚSIÐ TIL AÐ STOPPA Á: Farley´s á 18du í Potrero Hill er alltaf jafn frábært. Ásamt góðu kaffi og bakkelsi fást þar bestu og flottustu tímaritin. Starfsfólkið er það svalasta sem fyrirfinnst og því álítur maður sig hálf heppinn að hafa lent þar inni. www.farleyscoffee.com SMARTASTI BARINN: Endalaust margir flottir og allar gerðir í boði. Bestu hverfin til að fá sér drykk eru Haight og Lower Haight, ásamt SOMA-hverfinu (South of Market) sem er þó heldur skuggalegt, en fólk lætur það sjaldan stoppa sig. Valencia Street í Mission-hverfinu býður líka upp á fjölmarga möguleika. EKKI MISSA AF ... Útsýninu uppi á Twin Peaks, og Bay to Breakers-hlaupinu sem árlega er haldið þriðja sunnudag í maí. Þó að þeir hafi nýlega bannað nekt eru hlaupararnir oftar en ekki af skrautlegri gerðinni. NEFNDU TVO BESTU VEITINGASTAÐINA Í BORGINNI: Nopa á Divisadero við Hayes er í dýrari kantinum en þó þess virði, og biðarinnar. Magnolia Bistro á Haight við Masonic býður svo upp á klassískari pöbbamat og eigin bjórframleiðslu með San Francisco-tvisti, allt náttúrulegt og framleitt í heimabyggð. HVAR ER HÆGT AÐ UPPLIFA HINA GÖMLU HIPPASTEMN- INGU BORGARINNAR? Á Haight Street er fræga hippa- hornið Haight/Ashbury. Þar í kring lifir þessi gamli tími góðu lífi (um of á köflum) og margir virðast hafa festst í skynörv- andi skræpóttum bolum sem anga stöðugt af ódýru reykelsi. NÝJASTA UPPGÖTVUNIN ÞÍN ? Kaffihúsakeðjan Boulang- erie Bay Bread. Erfitt að finna betri dögurð í bænum, og súperfínt kaffi. BESTI STAÐURINN TIL AÐ FARA MEÐ BÖRN: Fisherman´s Wharf og sæljónin þar ættu að slá í gegn, sem og Alcatraz- fangelsið en hægt er að sigla þangað og fara í leiðsögutúr um gangana. Dagskrá Golden Gate-garðsins er svo hægt að skoða en þar eru reglulegar uppákomur fyrir fjölskyldufólk. ÞAÐ SEM KEMUR MEST Á ÓVART VIÐ SAN FRANCISCO ER … Hversu auðvelt er að rata um göturnar. Ef hægt er að ná sáttum við að sjó sé að finna í þrjár áttir er þetta leikur einn. Einnig furða ég mig enn á hversu ólíkt veðurfar getur fundist milli hverfa í borginni en hæðirnar og dalirnir og sjórinn allur skapa mörg lítil veðursvæði. HEIMAMAÐURINN KRÍSTÍN AGNARSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG NEMI SAN FRANCISCO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.