Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 102
26 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabla- Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 113.600 kr. Verð á mann í tvíbýliBenidorm Real de Faula 15.–22. mars Golf meðExpress ferðum Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting á Hotel Sheraton ásamt morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og 5 golfhringir. 88.900 kr. Verð á mann í tvíbýliLondon Hanbury Manor 19.–24. mars Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið og gisting á hótelinu ásamt morgunverði. Sverrir Þór Sverrisson verður í eldlínunni með Njarðvík gegn toppliði Keflavíkur í Iceland Express-deildinni í kvöld kl. 19:15, en Sverrir lék áður með Keflavík. „Það er alltaf sérstakt að spila gegn uppeldisfélagi sínu og liði sem ég hef spilað með sjö síðustu tímabil á undan tímabilinu í ár. Leikurinn leggst bara vel í mig og menn eru alltaf á tánum fyrir svona stóra leiki. Rígurinn á milli þessara liða er líka alltaf til staðar og það gefur þessu bara gildi og gerir körfuboltann eins skemmtilegan og raun ber vitni. Sumir leikmenn liðanna vinna til að mynda saman, auk þess sem leikmennirnir tengjast inn í fjölskyldur hins liðsins og fólk þrífst á þessu næstu dagana eftir sigur síns liðs,“ sagði Sverrir Þór, sem telur að Njarðvíkingar verði að fara að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætli sér einhverja hluti í ár. „Við töpuðum síðasta leik okkar í deildinni gegn ÍR, þar sem við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og gátum svo ekki neitt í seinni hálfleik, þannig að við verðum að rífa okkur upp. Við erum að berjast við að halda fjórða sætinu og þurfum því að fara að hugsa okkar gang ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Við þurfum hver og einn í liðinu að leggja meira af mörkum og það yrði virkilega sterkt upp á framhaldið að ná góðum leik í Keflavík. Við vitum það að við verðum að spila vel í 40 mínútur til þess að eiga möguleika á sigri, það þýðir ekki að mæta með hangandi haus,“ sagði Sverrir Þór, sem hefur hrifist af spilamennsku Keflavíkur í vetur. „Ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim og þeir eru með góða blöndu af leikmönnum. Bæði eru þeir með sterkan kjarna af íslenskum leikmönnum og svo eru þeir með mjög góða erlenda leikmenn, þannig að þeir eru með vel samstillt lið og eru í raun liðið sem hin liðin í deildinni eru að eltast við,“ sagði Sverrir Þór. SVERRIR ÞÓR SVERRISSON, NJARÐVÍK: TELUR LEIKINN GEGN KEFLAVÍK GETA SKIPT SKÖPUM UPP Á FRAMHALDIÐ Þurfum hver og einn að leggja meira af mörkum > Stórleikur í Iceland Express-deild kvenna Íslands- og bikarmeistarar Hauka taka á móti Keflavík í Iceland Express-deild kvenna að Ásvöllum í dag kl. 16.00. Keflavíkurstúlkur eru sem stendur í þriðja sæti deildar innar með 22 stig eftir fjórtán leiki en Haukastúlkur fylgja þeim fast á eftir í fjórða sæti með 20 stig eftir fimmtán leiki. Liðunum var spáð efstu tveim- ur sætunum af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Iceland Express-deildinni fyrir tímabilið. Keflavík hefur haft betur í tveimur fyrri viðureignum liðanna í deildinni í vetur, en liðin eru bæði komin í undanúrslit Lýsingar bikarsins og gætu mæst í úrslitaleiknum þar. BADMINTON Þrír íslenskir landsliðsmenn, Magnús Ingi Helgason, Tinna Helgadóttir og Ragna Ingólfs- dóttir, voru á meðal þátttakenda í alþjóðlega badmin- tonmótinu Swedish Inter- national Stock- holm sem fram fer í Täby nú um helgina. Ragna Ingólfsdóttir komst lengst af íslensku keppend- unum. Nýkrýndur íþrótta- maður Reykjavíkur, Ragna Ingólfsdóttir, byrjaði mótið á að leggja Bing Xing Xu frá Spáni í fyrstu umferð naumlega í þremur lotum 13-21, 21-9 og svo 22-20. Þar næst mætti hún Anastasiu Kudinovu frá Svíþjóð í sextán- manna úrslitum og þá þurfti Ragna aðeins tvær lotur til og vann 21-15 og 21-19. Í átta-manna úrslitum varð Ragna hins vegar að játa sig sigraða gegn Olgu Konon frá Hvíta-Rússlandi, en þær stöllur eru einmitt á svipuðu reiki á heimslistan- um, Ragna númer 53. og Olga númer 60. Olga vann fyrstu lotuna nokkuð auðveldlega 21-12 en þá næstu vann Ragna 21-18 og því þurfti oddalotu til þar sem Olga vann aftur 21-12. Tinna Helgadóttir tók eins og Ragna þátt í einliðaleik en hún þurfti að leika í undankeppni fyrir mótið. Þar byrjaði Tinna á því að vinna norsku stúlkuna Söru B. Kvemo, en varð að játa sig sigraða gegn dönsku stúlkunni Christinu Andersen í jöfnum úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð aðal- keppninnar. Tinna keppti svo í tvenndarleik með Magnúsi Inga bróður sínum þar sem þau töpuðu í annarri umferð gegn belgísku pari. Magnús Ingi tapaði í fyrstu umferð í einliðaleik, en komst í 32-liða úrslit í tvíliðaleik með írskum félaga sínum. - óþ Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í Swedish International Stockholm um helgina: Ragna féll úr keppni í gærdag ÖFLUG Ragna Ingólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VÖLUNDUR BORÐTENNIS Guðmundur E. Stephensen, margfaldur Íslands- meistari í borðtennis, var í eldlínunni með liði sínu Eslöv í sænsku úrvalsdeildinni í borð- tennis í fyrrakvöld. Meistarar Eslöv lögðu þá Söderhamn 5-2 og fór Guðmundur fyrir sínum mönnum með því að vinna báða sína leiki, fyrst gegn Johan Sondhell 3-1 (11-5, 9-11, 12-10 og 11-5) og svo gegn Nordberg Hampus 3-2 (11-2, 7-11, 7-11, 14- 12 og 12-10). Eslöv er efst í deildinni með 27 stig en Halmstad kemur þar á eftir með 18 stig. Eslöv mætir svo Borussia Düsseldorf í Meistaradeild Evrópu á morgun. - óþ Sænska deildin í borðtennis: Guðmundur fór fyrir sínu liði HEITUR Guðmundur er búinn að vera að leika vel með Eslöv í vetur. FRÉTTABLADID/RÓBERT FÓTBOLTI Theodór Elmar Bjarna- son hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik með norska liðinu Lyn eftir að hafa gengið í raðir liðsins fyrir stuttu síðan. Theodór Elmar var í byrjunarliði Lyn í 2-1 tapi í æfingarleik gegn Strømsgodset og Henning Berg, knattspyrnu- stjóri Lyn, var sáttur með sinn mann í lok leiksins. „Þetta var fyrsti leikurinn hans en hann er tvímælalaust spennandi leikmað- ur með mikinn hraða,“ sagði Berg við fjölmiðla. - óþ Henning Berg, Lyn: Theodór er spennandi FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur ekkert getað leikið með liði sínu Reggina í ítölsku Serie A-deildinni síðan 1. desember síðastliðnum þegar hann meiddist á læri í leik gegn Sampdoria. „Þetta er búið að vera svaka- legt basl, ef ég segi eins og er. Ég átti alls ekki von á því að það tæki svona langan tíma að jafna sig á höggi í lærið, en þar sem höggið var svo þungt kom smá rifa á vöðvann og því tekur þetta sinn tíma,“ sagði Emil, sem sér þó loksins fyrir endann á þessu. Bjartsýnn á framhaldið „Ég er byrjaður að æfa með lið- inu og er bjartsýnn á að þetta fari að koma. Ég var að vonast til þess að geta spilað gegn AC Milan á miðvikudaginn, en það er frekar raunhæft að ég spili gegn Torino um næstu helgi. Ég vil bara ná mér 100% og ég held að for- ráðamenn Reggina skilji það vel. Þó svo að þeir leggi hart að mér að ég spili sem fyrst, þá er það bara gott að finna það að þeir vilji fá mig inn á völl- inn sem fyrst,“ sagði Emil, sem finnst andrúmsloftið hafa batnað með komu knatt- spyrnustjórans Renzo Ulivieri. „Gengið hefur verið betra hjá lið- inu upp á síðkastið. Þó svo að við séum vissulega ennþá í fallbaráttunni erum við hægt og bítandi að vinna okkur upp töfluna og það er stutt í næstu lið fyrir ofan okkur. Regg- ina hefur líka fengið nokkra nýja leikmenn upp á síð kastið og það er komin fín samkeppni um stöður í liðinu, sem er bara hið besta mál. Menn eru að æfa af kappi og eru virkilega einbeittir að verkefninu sem fram undan er,“ sagði Emil. Vekur mikla athygi Emil hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Reggina í vetur og hefur meðal annars ítrekað verið orðaður við lið Napoli í ítölskum fjölmiðlum. „Mér gekk mjög vel fram að meiðslunum og get ekki beðið eftir því að ná mér góðum af þeim og komast aftur út á völl. Ég er ekkert að spá í þennan orð róm sem er í gangi með Napoli heldur tek því bara sem hrósi ef rétt reynist að einhver lið séu að sýna mér áhuga. Ég einbeiti mér bara að því að standa mig sem best með Reggina. Ég finn það líka að fyrsta mark mitt fyrir félagið er ekki langt undan. Nú þarf ég bara að komast af stað á ný og þá er bara næsta verkefni að setj‘ann. Ég væri náttúrlega pottþétt búinn að skora ef ég hefði ekki meiðst, það er engin spurning um það,“ sagði Emil á léttum nótum. omar@frettabladid.is Styttist í fyrsta markið fyrir Reggina Emil Hallfreðsson er byrjaður að æfa á ný með liði sínu Reggina í ítölsku Serie A-deildinni og er bjartsýnn á framhaldið hjá liðinu, sem er í mikilli fallbaráttu. Emil lætur orðróm í ítölskum fjölmiðlum um að hann sé á leiðinni frá Reggina sem vind um eyru þjóta og ætlar að einbeita sér að því að spila vel með liði sínu. VEKUR ATHYGLI Emil Hallfreðsson hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn með Reggina á sínu fyrsta tímabili í Serie A- deildinni og hefur verið undir smásjá Napoli ef marka má ítalska fjölmiðla. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.