Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 104
28 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR Enska úrvalsdeildin: Aston Villa-Blackburn 1-1 0-1 Roque Santa Cruz (67.), 1-1 STAÐAN Í DEILDINNI: Man. Utd. 23 17 3 3 46-11 54 Arsenal 23 16 6 1 46-17 54 Chelsea 23 15 5 3 36-16 50 Everton 23 13 3 7 40-23 42 Aston Villa 24 11 8 5 43-31 41 Liverpool 22 10 10 2 37-16 40 Man. City 23 11 7 5 30-24 40 Blackburn 24 10 8 6 32-31 38 Portsmouth 23 10 7 6 34-23 37 West Ham 22 9 6 7 28-21 33 Tottenham 23 7 6 10 44-40 27 Newcastle 23 7 6 10 27-39 27 M‘brough 23 5 7 11 20-37 22 Reading 23 6 4 13 30-49 22 Bolton 23 5 6 12 24-34 21 Birmingham 23 5 5 13 23-34 20 Wigan 23 5 5 13 23-39 20 Sunderland 23 5 5 13 22-42 20 Fulham 23 2 9 12 23-42 15 Derby 23 1 4 18 11-50 7 Enski FA bikarinn: Arsenal-Newcastle 3-0 1-0 Emmanuel Adebayor (51.), 2-0 Emmanuel Adebayor (83.), 3-0 Sjálfsmark (89.). Liverpool-Havant & Waterlooville 5-2 1-0 Richard Pacquette (8.), 1-1 Lucas (27.), 1-2 Sjálfsmark (31.), 2-2 Yossi Benayoun (44.), 3-2 Yossi Benayoun 56.), 4-2 Yossi Benayoun (59.), 5-2 Peter Crouch (90.). Wigan-Chelsea 1-2 0-1 Nicolas Anelka (54.), 0-2 Shaun Wright Phillips (82.), 1-2 Antoine Sibierski (87.) Mansfield-Middlesbrough 0-2 0-1 Dong-Gook Lee (17.), 0-2 Sjálfsmark (87.). Portsmouth-Plymouth 2-1 0-1 Chris Clark (5.), 1-1 Lassana Diarra (34.), 2-1 Niko Kranjcar (45.). Derby-Preston 1-4 0-1 Karl Hawley (14.), 0-2 Simon Whaley (33.), 0-3 Karl Hawley (45.), 1-3 Rob Earnshaw (55.), 1-4 Neil Mellor (90.). Oldham-Huddersfield 0-1 Watford-Wolves 1-4 Coventry-Millwall 2-1 Southampton-Bury 2-0 Peterborough-W.B.A 0-3 Barnet-Bristol Rovers 0-1 Skoska úrvalsdeildin: Aberdeen-Hearts 0-1 0-1 Christian Nade (55.). Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts og var inná allan leikinn. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hjá Middles- brough er á leiðinni til Newcastle ef marka má útvarpsstöðina BBC í Newcastle á Englandi. Woodgate er sagður hafa neitað boði frá Tottenham og vera nú í viðræðum við sitt gamla félag Newcastle eftir að Middles- brough samþykkti sjö milljóna punda tilboð. Woodgate fór frá Newcastle til Real Madrid árið 2004 en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum og hann fór síðar í láni til Middlesbrough áður en hann var keyptur til félagsins. Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, kvaðst ekki vera undir neinni pressu að selja en hann hafi gefið Woodgate leyfi til að fara ef gott kauptilboð bærist í hann. „Við myndum ekki láta neinn fara nema að ég væri viss um að við værum vel settir í þeirri stöðu á vellinum sem viðkomandi leikmaður spilar,“ sagði South- gate en David Wheater, Robert Huth, Emanuel Pogatetz og Matthew Bates eru allir að keppa um tvær stöður í miðju varnar- innar hjá Middlesbrough. - óþ Enska úrvalsdeildin: Woodgate aftur til Newcastle? ÓHEPPINN Jonathan Woodgate er búinn að vera mikið meiddur síðustu ár. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Tólf leikir fóru fram í enska FA bikarnum í gærdag og þar voru nokkur óvænt úrslit. Utandeildarliðið Havant & Water- looville stal senunni með því að komast tvisvar yfir gegn Liver- pool á Anfield en tapaði svo og Preston skellti lánlausu Derby liði á Pride Park. Arsenal og Chelsea komust áfram í næstu umferð. Það voru margir búnir að bíða spenntir eftir leik Havant & Water- looville og Liverpool og örugglega ekki síst leikmenn utandeildar- liðsins sem voru vitanlega í hæstu hæðum með að fá tækifæri til þess að leika á Anfield. Ótrúlegt ævintýri Leikmenn Havant & Waterlooville voru þó alls ekki komnir eingöngu til að skemmta sér því þeir byrj- uðu leikinn af miklum krafti og Richard Pacquette kom þeim yfir með skalla á áttundu mínútu, eitt- hvað sem engum hafði órað fyrir að ætti eftir að gerast. Neil Sharp var svo nálægt því að bæta við öðru marki en náði ekki að skora úr fínu færi. Liverpool náði hins vegar að jafna leikinn á 27. mínútu þegar hinn ungi Lucas Leiva skor- aði með góðu skoti. Þá bjuggust flestir við því að Liverpool tæki leikinn í sínar hendur, en svo var ekki. Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og utandeildar- liðið komið aftur yfir. Þáttur Benayoun Gestirnir voru þó ekki lengi í par- adís og Yossi Benayoun skoraði þrjú mörk í röð fyrir Liverpool og breytti stöðunni í 4-2. Peter Crouch innsigldi svo sigur heima- manna með marki í lokin, en leikmenn Havant & Waterlooville gátu vel við unað þrátt fyrir tap og stóðu sig frábærlega miðað við að vera í sjöttu deild á Englandi. Shaun Gale, knattspyrnustjóri Havant & Waterlooville var í skýj- unum í leikslok. „Við vorum frábærir. Það var einstök tilfinning þegar Liverpool aðdáendurnir stóðu upp fyrir okkur og fögnðuðu okkur í leiks- lok,“ sagði Gale að springa úr gleði. Kevin Keegan er enn að leita eftir fyrsta sigri sínum sem knatt- spyrnustjóri Newcastle, en liðið tapaði gegn Arsenal á Emirates leikvanginum í gær 3-0, eftir að hafa átt ágæt- an fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik reyndist Arsenal of sterkt. Adebayor með tvö mörk Emmanuel Adebayor reyndist varnarmönnum Newcastle erfiður og skoraði tvö mörk áður en Nicky Butt skoraði sjálfsmark í lok leiks- ins. Keegan sá þó ástæðu til bjart- sýni í leikslok. „Þetta var fínn fyrri hálfleikur hjá okkur og við sýndum að við vorum ekki hræddir að sækja á þá. En því miður náðum við ekki að halda það út allan leikinn og þeir gengu á lagið,“ sagði Keegan. Martröðin heldur áfram Vandræðagangur Derby virðist engan enda ætla að taka og liðið var hreinlega kjöldregið af 1. deildarliðinu Preston á Pride Park í gær. Preston komst í 0-3 áður en Rob Earnshaw náði að minnka muninn fyrir heimamenn. Neil Mellor fullkomnaði svo niðurlægingu Derby með marki í lok leiksins og lokatölur 1-4. Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leiks- lok. „Ég er orðlaus. Leikmenn mínir eru allt aðrir á æfingum frá mánu- degi til föstudags og svo brotna þeir saman um leið og þeir sjá mótherjann,“ sagði Jewell hund- fúll. Úrvalsdeildarlið áfram Chelsea, Portsmouth og Middles- brough komust einnig í næstu umferð. Chelsea komst reyndar áfram á kostnað annars úrvalsdeildarliðs, Wigan. Chelsea komst í 0-2 og Nicolas Anelka skoraði fyrsta mark sitt fyrir Chelsea, áður en Antoine Sibierski minnkaði mun- inn í lok leiksins. Porstmouth var í vandræðum með Plymouth á heimavelli sínum og lenti undir í leiknum en náði svo að bæta við tveimur mörkum. Middlesbrough sýndi heldur engan snilldarleik gegn Mansfield en vann 0-2. omar@frettabladid.is Utandeildarliðið stóð í Liverpool Havant & Waterlooville náði tvisvar forystu gegn Liverpool á Anfield og fengu mikið lof fyrir frammistöðu sína frá áhangendum Liverpool. Preston jók á eymd Derby og Arsenal og Chelsea komust í næstu umferð. HETJUR ÞRÁTT FYRIR TAP Leikmenn Havant & Waterlooville geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir 5-2 tap gegn Liverpool á Anfield í gær, enda áttu fáir von á því að þeir myndu ná að skora gegn Liverpool. Utandeildarliðið komst hins vegar tvisvar yfir í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY HEITUR Emmanuel Adebayor skoraði tvö fyrir Arsenal í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Aston Villa og Blackburn skildu jöfn 1-1 í eina leiknum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Aston Villa komst upp fyrir Liverpool í fimmta sæti deildarinnar með jafnteflinu. Gestirnir í Blackburn fengu kjörið tækifæri til þess að taka forystu í leiknum þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Scott Carson, markvörður Aston Villa, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði spyrnu Matt Derbyshire og staðan var markalaus í hálfleik. Blackburn náði hins vegar að komast yfir á 68. mínútu þegar markahrókurinn Roque Santa Cruz skoraði úr frákasti eftir að Carson hafði varið skot David Dunn. Gestirnir náðu þó ekki að hanga lengi á forystunni og fimm mínútum síðar skoraði Ashley Young glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Aston Villa komst næst því að skora á lokamínútun- um þegar Marlon Harewood átti skot í stöng en niðurstaðan var jafntefli á Villa Park. Martin O‘Neill, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, var afar sáttur með stigið og karakter leikmanna sinna. „Þetta var erfiður leikur og Blackburn eru þekktir fyrir að gera andstæðingum sínum erfitt fyrir. Við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik, en við héld- um samt alltaf áfram að reyna,“ sagði O‘Neill. Mark Hughes, knatt- spyrnustjóri Blackburn, var ekki jafn sáttur og starfsbróðir hans í leikslok. „Spilamennska okkar var það góð að við hefðum átt skilið að fá meira en eitt stig út úr leiknum. Aston Villa eru með líkamlega sterkt og gott lið og það var gott hjá okkur að koma hingað og vera betri aðilinn. Nú erum við taplaus- ir í sex leikjum í röð og við verð- um bara að halda áfram,“ sagði Hughes. - óþ Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Aston Villa og Blackburn gerðu jafntefli á Villa Park: Aston Villa skaust upp í fimmta sætið AFHAUSUN Gabriel Agbonlahor tók hressilega á Stephen Warnock í leik liðanna í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.