Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 27.01.2008, Qupperneq 110
34 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég er alltaf stolt af honum og ánægð með hann. Hann stóð sig mjög vel þegar hann fékk að spila eitthvað að ráði og maður er náttúrlega alltaf glaður með sinn mann.“ Ingibjörg Kristinsdóttir, mamma Vignis Svavarssonar, varnartrölls íslenska lands- liðsins, sem náði ekki að standa undir væntingum á EM. Hvað er að frétta? Alltaf allt fínt, allan sólarhringinn. Síðan kom platan mín líka út um daginn. Augnlitur: Blár. Starf: Útgefandi, hljómsveitarstjóri, söngvari, vagn stjóri og á kassanum hjá Olís. Fjölskylduhagir: Ég er kvæntur Emilíu Ásgeirsdóttur og við eigum þrjú heilbrigð og falleg börn. Hvaðan ertu? Úr Reykjavík. Ég er fæddur á Steinhól- um sem voru við Kleppsveg. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: CSI. Uppáhaldsmatur: Lambalæri er alveg meiri háttar. Fallegasti staðurinn: Það er rosalega fallegt á Patreksfirði í ágúst og september og síðan er Kraká í Póllandi algjört æði. iPod eða geislaspilari: Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Að vera til. Hvað er leiðinlegast? Laddi ætlaði að skemmta hjá mér á jólahátíð fatlaðra en hætti við og ég gleymdi að taka hann út af dagskránni. Mér finnst þetta leið- inlegt og ég vil biðja hann opinberlega afsökunar. Helsti veikleiki: Ég veit það ekki. Helsti kostur: Maður er alltaf glaður og ánægður. Helsta afrek: Maður á ekkert að hreykja sér af afrekum sínum. Mestu vonbrigðin: Ég vil ekki svara því. Hver er draumurinn? Að geta lifað áfram í sátt og samlyndi við Guð og gott fólk. Hver er fyndnastur/fyndnust? Laddi vinur minn er algjört æði. Ég er búinn að fara á tvær sýningar og maður er alveg í krampakasti. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Skortur á hreinskilni. Hvað er mikilvægast? Að lifa lífinu lifandi. HIN HLIÐIN ANDRÉ BACHMANN TÓNLISTARMAÐUR Fallegast á Patreksfirði og í Kraká „Á nú að fara að pönkast í mér vegna fötlunar minnar? Eða þótti mönnum gleraugun mín svona flott?“ spyr sjónvarpsstjarnan Helgi Seljan í Kastljósinu blaðamann Fréttablaðsins. Sem var að forvitnast um nýja ímynd Helga. Helgi er til þess að gera nýbakaður faðir. Frum- burður hans leit dagsins ljós um miðjan desember og hvarf Helgi þá af skjánum í feðraorlof en birtist á föstudaginn í Kastljósinu aðdáendum hans til mikillar ánægju. Rakti hann garnirnar meðal annars úr Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra. Helgi hefur á skömmum tíma tekið ótrúlegum stakkaskiptum. Fyrir fáeinum árum kom Helgi að austan tattóverað- ur og tættur en er nú orðinn hinn virðulegasti, jakkafataklæddur með gleraugu. Þetta mega heita hamskipti. Hvað gerðist? „Ég kann ekki að skýra þetta. Þá hefði ég kannski streist á móti. Að það sé pabbahlutverkið? Ég reyndar keypti þessi gleraugu áður en til þess kom. Nei, nei, þetta er ekkert rándýrt „designers“ neitt. Bara fyrstu gleraugun sem ég mátaði í búðinni. Mér fannst þau svona líka helvíti fín, “ segir Helgi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þau þó frá Hugo Boss. Helgi er nærsýnn, með mínus tvo og ber sín gleraugu stoltur. Nokkuð sem tæplega hefði komið til greina fyrir fjórum árum. Helgi tók sér mánuð í feðraorlof en er mættur aftur til leiks og ætlar að eiga inni orlof til sumarsins. „Já, já, það heilsast vel. Allt í fína uppi í Kárahnjúkakína, eins og Bjartmar segir.“ Helgi gengst fúslega við því að hvað sem líður öðrum breytingum í lífi hans stendur aðdáun hans á Bjartmari óhögguð. „Sko, það hlustar enn á Stones miðaldra fólkið í ríkisstjórninni þótt komið sé í dragtir og jakkaföt.“ jakob@frettabladid.is HELGI SELJAN: VIRÐULEGUR FARINN AÐ GANGA MEÐ GLERAUGU Hamskipti Helga NÝR OG VIRÐULEGUR Helgi Seljan er farinn að ganga með gleraugu og er á flókaskóm í vinnunni – stígvélin eru farin veg allrar veraldar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sjónvarpskokkurinn víðfrægi, Völli Snær, og eiginkona hans, Þóra Sigurðardóttir, eru um þessar mundir á fullu við að breyta einum elsta og virtasta veitingastað Bahamaeyja, sem þau keyptu seint á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa íslenskir fjárfestar lagt hjónakornunum lið en fyrir þeim hópi fer Jafet Ólafsson. Þykir þetta benda til þess að paradísin í Karíbahafinu eigi eftir að verða áningar- staður ríka og fræga fólksins frá Íslandi þegar fram líða stundir enda hefur sjálfur Björgólfur Thor sést sigla um höfin blá á skútu sinni í nágrenni við eyjarnar. Nýi veitingastaðurinn á að verða sá stærsti á eyjunni en að sögn Þóru á ekkert að slá slöku við að halda góðu orðspori Völla sem er hálfgerður kóngur í matargerð á Bahamaeyjum. Staðurinn hefur hlotið nafnið Oceano en mikið hefur gengið á við framkvæmdirnar. „Þótt það sé mikið atvinnuleysi á Bahamaeyjum hefur það reynst þrautin þyngri að fá gott starfsfólk,“ segir Þóra í samtali við Fréttablaðið. Kokkurinn Völli hefur því klætt sig í verkstjórabúninginn og stýrt verkinu ásamt vönum mönnum frá Tahítí. Jafnframt hafa íslenskir smiðir dottið inn og lagt sitt á vogarskálarnar þegar þeir hafa haft tíma. „Það hefur náttúrlega verið ómetanlegt,“ segir Þóra en eins og Sirkus greindi frá nýverið eiga hún og Völli von á sínu fyrsta barni í sumar. - fgg Fjárfestar veðja á Völla Snæ „Þetta er rétt,“ staðfestir kvik- myndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson en hann hefur unnið að þróun kvikmyndar eftir bók bandaríska rithöfundarins Harrys Crew, The Knock Out Artist, með bandarísku stórstjörnunni Sean Penn. Myndin hefur verið á teikni- borðinu frá árinu 2003 en nú virð- ist skriður kominn á málið. Og segir Sigurjón að handritið sé langt á veg komið en verði ekki til- búið fyrr en verkfalli handritshöf- unda ljúki. „Enda verður þá hægt að fara eina umferð enn á það í handritadeildinni,“ segir Sigurjón. Tökur á kvikmyndinni Brothers eru nú í fullum gangi en sam- kvæmt vefsíðu imdb.com er ráð- gert að hún verði frumsýnd um jólin á þessu ári. Myndin skartar þremur af helstu vonarstjörnum Hollywood í aðalhlutverkum, þeim Natalie Portman, Jake Gyllenhaal og Toby Maguire. Að sögn Sigurjóns skrifar rit- höfundurinn Crews bækur sem hafa verið flokkaðar sem „south- ern gothic“ í Ameríku og fjalla um fólk á jaðri þjóðfélagsins. Ein mynd hefur þegar verið gerð eftir bók hans en það var The Hawk is Dying með Paul Giamatti í aðalhlutverki. Sú fjallaði um mann sem reynir að temja hauk. The Knock Out Artist segir hins vegar frá hnefaleikakappanum Eugene Biggs sem flytur til New Orleans á áttunda áratug síðustu aldar og lendir þar í klóm mafíósa. Og þarf að taka verulega á sjálfum sér til að forðast sjálfstortímingu. Að sögn Sigurjóns er handritið skrif- að af Mark Hanlon, sem á að baki kvikmyndina Ghost Ship. Sean Penn hefur um árabil verið einn fremsti kvikmyndaleikari Bandaríkjanna og var tíður gestur á síðum slúðurblaðanna vegna fremur vafasamr- ar hegðunar. Og ekki síst fyrir samband sitt við Madonnu. Hann hefur í seinni tíð haldið sig sem lengst frá slíkum blöðum en komst reyndar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hann skildi við núver- andi eiginkonu sína, Robin Wright Penn. Hann hefur í síaukn- um mæli snúið sér að leikstjórn og hefur fengið mikið lof fyrir nýjustu kvik- mynd sína, Into the Wild. - fgg Vinnur að bíómynd með Sean Penn SANKAR AÐ SÉR STJÖRNUM Sigurjón Sighvatsson er í fullum gangi við að koma kvikmynd á koppinn með Sean Penn. Í VEITINGAREKSTUR Jafet Ólafsson er einn þeirra sem veðja á gott orðspor Völla Snæs. 08.01. 1949 GAMLI ÓLÁTABELGUR Sean Penn var þekttur fyrir ólæti og barsmíðar á síðustu öld en hefur róast ögn með árunum. FYRIR ALLTOF FÁUM ÁRUM Helgi mætti á mölina reiður ungur maður að austan fyrir tæpum fjór- um árum. REYÐARFJARÐARBANDÍTÓ Helgi dró hvergi af sér eystra enda meðlimur í hinu ógurlega Reyðar- fjarðargengi sem taldi auk hans m.a. Andra Frey Viðarsson og Þröst „bassafant“ sem gerði síðar garðinn frægan með Mínus. Tannréttingar Hef hafi ð störf á Grensásvegi 16 Þröstur Þorgeirsson Tannlæknir Sérgrein: Tannréttingar Tímapantanir í síma 5680060 Á FULLU Völli Snær og Þóra Sigurð- ardóttir opna stærsta veitingastað Bahamaeyja í næsta mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.