Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 6
Sunnudagur 12. júlí 1981 af erlendum bókamarkaði I MJLBBGG * A superthriller by the author o( THEFURY SHATTE JOHNIFARRIS 'AMFJIICA’S PREMIER NOVELIST DF TERROR’ John Farris: Shatter Star Book/W.H. Allen & Co. Ltd 1980 ■ Milljónamæringurinn Frank McNair er aö deyja. Áður en hann deyr játar hann hryllilegan hlut og heimur sonar hans — David, upprenn- andi st jornmálam anns — hrynur tilgrunna. Hann rekur blóði drifna slóð til Þyska- lands og kemst þar i kynni við borgarskæruliða RAF. Bak- grunnur sögunnar er timabil Hitlers og nasistanna... Þann- ig að þessi reyfari fylgir dyggilega flestöllum formiíl- um reyfara nútildags: það er mikið ofbeldi, ást og fagrar konur, vondirmenn og göfugir main, ekki allt sem sýnist. Það sem John Farris hefur fram yfir rnarga kollega sina i reyfarasmið er geysiknöpp frásögn, mikill stigandi og hröð, raunar ofsafengin at- burðarás. Það má hafa mikið gaman af reyfara á borö við Shatter. ABSURD F\ KHY YEAR \N ALAHMINGM MBKROF l’K< »ITK\AN1SH<*KKTHK IVtFOKTHKKARTH Paul Begg: Into thin air Sphere Books Ltd 1981 ■ 1 febrúar 1975 voru Jackson og Martha Wright á leið til New York. Það kyngdi niður snjónum og smátt og smátt hafði safnast svo mikill snjór á fram- og afturrúðuna að ekki varð við unað. Þau stigu út úr bíl sinum og Martha fór að skafa snjóinn af afturrúðunni meðan Jackson einbeitti sér að hinni fremri. Er hann leit upp og verkið afstaðið var Martha horfin. Horfin fyrir fullt og allt. Engin skýring hefur fengist á hvarfi hennar. A hverju ári gufar á þennan háttupp fjiSdi fólks — ótrúleg- ur fjöldi fólks. Alls konar æsi- legar skýringar hafa verið settar fram en Paul Begg set- ur sér að leysa málin á rök- réttan hátt, finna eðlilegar skýringar þar sem hægt er. Fyrir bragðið kveður hann niöur margar bábiljur Atlant- is- og geimveruhöfunda en eft- ir standa nokkur mannshvörf, dularfyllri en nokkru sinni fyrr. Bókin er dálítið sundur- laus en kemur efni sinu vel til skila. £ ju»« I «lr a Man t«, Itr ^KY»nun ' I? I*byb,»v I l„ul »W !W1<» ■> . rv 4| Hr l>nnl»Oi»n I rmrwlmú P»<»^>< 71 $<> < <ir<ilx>^r<l í ollin í : v I ^9 Jules Siegel & Bern- ard Garfinkel: Tlie Joumal of the Absurd Workman Publishing 1980 ■ Bækur á borð við þessa gerast nú æ vinsælli úti heimi og ekki sist i Bandarikjunum. Þetta er samansafn af stað- reyndum sem allar eiga það sameiginlegt aö vera á ein- hvern hátt óvanalegar, furöu- legar ef ekki hreint og beint fáránlegar. Bókinni er skipt i 15kafla, sagt er frá ýmsu fár- ánlegu i fari hins opinbera og þá auövitað miðaö sérstaklega við Bandarikin en jafnfárán- legt fyrir þvi, greint er frá hin- um léttúöugri hliöum nútima- visinda, heimfrétta og auðvit- aö kynlffs: billinn er tekinn fyrir, viðskiptalifið, dóms- kerfið og lögreglan. Valið i þessa bók hefur yfirleitt tekist mjög vel, hún er á köflum ákaflega skemmtileg fyrir ut- an að vera fróðleg. Liklega vakir fremur fyrir svona bók- um aö skemmta lesendum sin- um en fræða þá. \ \ J r /1 Joan Didion: The White Album Pocket Books 1980 ■ Það eru fleiri ,,i leit að týndri tíö” en viö hér á Tíman- um. Þessi bók heitir Hvita al- búmið eftir Bitlaplötunni en áherslan er i Ameriku, i Kali- forniu. Joan Didion, blaða- maöur, er aö miöla öðru fólki af reynslu sinni frá þessum magisku árum 1967-1970, reynslu sinni af bandarisku samfélagi almennt. Tónlistin: Jim Morrison og the Doors, kvennahreyfingin, morðiö á Sharon Tate og félögum, bók- menntirnar, Kennedy, eitur- lyf, supermarkaðir, Hoover- stiflan: þetta og ótal fleira myndar i sameiningu maka- laust þjóðfélag I makalausu landi. Joan Didion skrifar fjarskalega vel, ekki beinlinis aðgengilega en hún á auðvelt meö að draga stuttar og skýr- ar myndirog af þeim myndum er þessi bók búin til. Hún er heimildarrit i stil viö þann tima sem hún segir frá. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar E'ymundssonar. Utlagaskáld horf ir um öxl — stórbrotin skáldsaga eftir Burgess Anthony Burgess: Earthly Powers. Hutchinson 1980. S á u'ð i skemmtilegu karlrembusvínsgreinina hans Anthony Burgess í síðasta Helgar-Tíma, hvað hún var meinleg og hitti beintímark! AAikil ósköp! Hvað um það, hér er nýj- asta bókin f rá hendi meist- arans og hún er ekki smá... Fyrir allmörgum árum kváðu læknar upp dóm yfir Burgess, sögðu að hann væri með æxli i heila (held ég) og ætti vart nema ár eftir ólifað. Burgess, sem þá þegar var viðfrægur höfundur ,,A Ciockwork Orange”, lét ekki deigan siga, horfðist i augu við dauðann og fór að skrifa eins og i kapphlaupi við hann. En — ennþá er hann sprelllifandi og ennþá skrifar hann eins og með dauðann á hælunum, slik eru afköstin. Skáldsögur um vin sinn Enderby og fleiri, mikil rit með bik- menntagagnrýni, einkum um Joyce og Shakespeare. Hann þýðir og skrifar gagnrýni og hug- leiðingar i blöð beggja vegna At- lantsála. Burgess stendur að mörgu leyti uppúr i heldur ófrjóum jarövegi enskrar skáldsagnagerðar i dag. Hugmyndaflug hans er frjótt, og hvað snertir mál og efnistök á hann sér fáa jafningja. Orðin hreint flóa úr kolli hans, hann slær um sig meö oröum, er ver- bósus af guðs náð, leggur ekkert uppúr þeirri marglofuöu dyggö rithöfunda að fara sparlega meö orð. E.t.v. má segja um hann, likt og um Nabokov hér annars staðar á siöunni, að hann sé rit- höfundur fyrir rithöfunda — eða a.m.k. bókafólk. Þaö útheimtir oftlega vissa þekkingu aö vita hvað maðurinn er aö fara. En þaö hvaö hann er „exklúsivur” vinnur hann einatt upp á hreinum skemmtilegfieitum. Það eru smá- atriðin sem gera mann eins og Burgess aö meiriháttar rithöf- undi. Hann er hvorttveggja flók- inn og skiljanlegur. Burgess kvað einnig vera tón- skáld i fristundum, hefur m.a.s. samið sinfóniur, þótt engum sög- um fari af tónvisi hans. Þetta sést á textanum, hann er fullur af tónlist og hrynjandi — ef ég kynni meira fyrir mér i tónlist gæti ég ábyggilega fullyrt aö þar færu kontrapunktar.... „Earthly Powers” fjallar, likt og hín makalausa trilógia um skáld- iö Enderby, um aldraðan rithöf- und sem lifir i einangrun. Burg- ess lifir sig inn i viðhorf og þanka- gang þessara hugarfikja sinna, skrifar sögu þeirra eins og þær væru þeir sjálfir að verki. En þar sem Enderby var fullkomlega út i hött, pervert og misheppnað skáld upp á viktorianskan móð sem lét best að skrifa á klósett- inu, er ekki annað hægt en að taka Kennety Marchal Toomey (!), söguhetju Earthly Powers, með fullri alvöru. Það er ekkert skop- legt við hann, hann er vinsæll og dáður rithöfundur, áöur fyrr alltaf i takt viö timann, en á nú i erfiðleikum að lifa með fortið sinni og verkum —■ og skapgerð- arbrestinum, djúprættri kynvillu. Fyrir hönd Enderbys samdi Burgess hreint idjótiska kvæða- bálka, fyrir hönd Toomeys heila ævisögu i fyrstu persónu Toom- eys, og ekki einleikið hvernig Burgess lifir sig inn i uppdiktaða en afar trúverðuga æfisögu hans. Toomey tekur út þroska sinn sem rithöfundur á viðkvæmum tima, i fyrri heimstyrjöldinni og eftir hana i glundroðanum á meg- inlandi Evrópu. Saga hans er ekkert einsdæmi, þetta var að vissu leyti afar frjótt timabil eins og sést á afrakstrinum, en að öðru mjög erfitt — höfundarnir höfðu burði og vilja til að skrifa af ber- sögli um nánast allt, en almenn- ingur, kirkja og yfirvöld stóðu i veginum og reyndu að hefta þá. Að mörgu leyti vænlegar aðstæð- ur fyrir tilurð bókmennta, en ekki að furða að margir, einkum Bret ' ar, hafi flúið land eins og Toomey. Likt og margir samlandar hans úr rithöfundastétt þessara ára er Toomey kynvilltur, i andstöðu við rammkaþólska franska móður sina og kirkjuna sem hann hefur áður sett traust sitt á. Kynvillan sem honum tekst ekki að uppræta gerir hann að efahyggjumanni, trúleysingja og útlaga, honum verður erfiðara að standa undir þvi i ellinni. Toomey — kynvill- ingur þegar mál Oscars Wilde er mönnum enn i fersku minni, auð- vitað flýr hann til siðlausrar Evrópu til að geta náð sér i stráka i friði... I upphafi bókarinnar situr Kenneth Marchal Toomey á Möltu, enn i útlegð, i heldur ótútt- legum félagsskap drykkfelldrar bullu, ástmanns sins Godfreys. Kirkjunnar menn leita til hans og biöja þennan staðfasta trúleys- ingja, sem þó er kannski ekki svo vantrúaður innst inni, að bera vitni um heilagleika fyrrum páfa, sem reyndar er ..svili Toomeys. LÍtill feitur páfi sem Toomey finnst vera upplögð andstaða viö sig, sem hefur getað viöhaldið sinni frómu ásjónu vegna tak- markalauss sjálfsöryggis og sljó- leika tilfinninganna. Þessi mála- leitan fær Toomey til að lita aftur á lifshlaup sitt. Eftir fyrra striðið er hann á stöðugum þvælingi milli þess sem hann skrifar metsölubækur, i bakgrunninum ris nasisminn, Mússólini verður yfir Italiu, frétt- ir spyrjast um útrýmingarbúðir i Þýskalandi, Toomey hefur hvergi átt sér vist griðland. Einna mest kitlandi i bókinni er þegar Toomey hittir fyrir aðra rithöfunda og þá raunverulega — stertimennið bljúga Henrý Jam- es, James Joyce milli tannanna á eitilharðri eiginkonu, John Mayn- ard Keynes sem selur málverk á svörtum markaði, Hermann Hesse, biturt gamalmenni sem ef- ast um gildi sitt sem rithöfundur ....Gaman, gaman. Burgess hefur að mörgu leyti gamaldags gildismat sem birtist i hugleiðingum gamalmennisins Toomey. Hann horfir með eftir- sjá á genginn heim, ekki eins og Enderby sem hatast við samtim- ann, heldur vegna þess að hann saknar gamalla gilda, sem hann hefur reyndar sjálfur vanrækt — trú, tryggð og heimili. Jafnframt veit Toomey fullvel hvilik tima- skekkja hann er, hvilikt gamal- menni, sem sér að bækur sínar segja ekki hina réttu sögu, að þær eru ekki samkvæmar honum og kynvillu hans. Það er i raun vert að hugleiða hversu erfitt hlýtur að vera fyrir rithöfunda að lifa meö einhverju sem þeir hafa skrifað hálfri öld fyrr. „Earthly Powers” er mikil bók að burðum, rúmlega 600 siður i stóru broti, en hún er firna skemmtileg og,stimúlerandi! Það er vafasamt að margir aðrir rit- höfundar geti skrifað jafn langar, margbrotnar og innlifaöar skáld- sögur — Burgess hefur aldrei gert betur. eh. Anthony Buipss Earfldy Powers

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.