Tíminn - 12.07.1981, Side 19

Tíminn - 12.07.1981, Side 19
Sunnudagur 12. júli 1981 tmmm meö þjálfun þegar út i starfiö er komiö”. Hraðinn með ólíkindum Þaö er ljóst mál, aö ekki var um neinar ýkjur aö ræöa hjá Eder þegar hann talaöi um þjálfun þess starfsfólks, sem fá aö gerast blaöamenn utan Bandarikjanna, þvi þegar maöur fylgist meö þeim Paul Lewis og Susan Heller Anderson aö störfum, veröur manni fyrst hugsaö til þess hversu ótrúlegur vinnuhraði þeirra sé, en nákvæmni og hnit- miöuð hugsun þó alltaf höfö i fyrirrúmi. Susan er aö vinna grein um „The Solar Challenger” og það er meö ólikindum hvaö hún viröist vita um tæknilegar hliöar flugs- ins, svo og um hina flóknu efna- fræöilegu samsetningu á sólar- sellunum sem hylja fisléttan skrokk flugvélarinnar. Þegar hún kemst i þrot þá þrifur hún sim- tóliö og hringir til Genfar i Sviss og nær þar sambandi viö hönnuö sólarorkuknúnu vélarinnar og spyr tveggja spurninga. Þakkar siðan pent fyrir sig, leggur á, brosir til min, og segir: „That’s what I thought, but you better be sure”. Fávisum blaöamanni frá ts- landi veröur hugsaö til vinnu- bragöanna á tslandi, og hvaö yfirmenn hans myndu segja ef hann hringdi allt aö þvi daglega til annarra landa til þess eins aö fá staöfestingu á einhverjum grunsemdum eöa hugmyndum sinum. Susan segir mér aö hún fái yfir- leitt nægan tima til þess aö undir- búa greinar sinar og viötöl, og noti hún hann þá til þess aö lesa tæknileg rit varöandi þaö efni sem hún á aö skrifa um, eöa til þess aö tala viö sérfræöinga á þvi sviöi sem hún á aö rita um. Segist hún gjarnan ræöa á bak viö tjöldin viö sérfræöinga sem hún ætlar sér ekki aö taka viötöl viö, til þess aö afla sér sem bestrar þekkingar og bakgrunns, áöur en viötaliö viö einhvern ákveðinn sérfræöing sem hún ætlar að birta, er tekiö. Þetta segir hún aö gefi mjög góöa raun, en sé jafnframt mjög timafrekt. ■ Richard Eder yfirmaður fréttastofu The New York Times t Paris á skrifstofu sinni ■ Paul Lewis, breski hagfræöingurinn sem ritar fyrir T.N.Y.T. um efnahags- og viöskiptamái er hér aö vinna grein um þaö hvaö muni breytast í frönsku efnahagslifi, meö tilkomu meirihiutastjórnar sósial- ista. ■ Marie-Joséphe Malait er á simanum á fréttastotunni, og auk pess sinnir hún ýmsum útréttingum og fyrirgreiöslum. Æða reglulega inn i her- bergið þar sem telexvél- arnar tifa. Meö reglulegu millibili æöir einhver blaöamaöurinn eöa skrif- stofumaöurinn inn i herbergiö þar sem telexvélarnar tifa allan sólarhringinn, rifur strimla af vélunum, rennir augunum meö ótrúlegum hraöa yfir hundruðir frétta, rifur kannski einar tvær eða þrjár út úr strimlunum og hendir afganginum. Þessi vinnuhraði, ásamt stööugri rósemd eru blaöamanni stöðugt undrunarefni. Þó er vinnuálagiö ekki svo gifurlegt hjá þessum blaðamönnum. Þeir eru einungis þrautþjálfaöir i þvi aö nýta timann sem best, og á milli vinnutarnanna geta þeir svo sannarlega slappaö af á nota- legan hátt. ■ Susan Heller Anderson er tæknilegur sérfræöingur fréttastofunnar ■ Marie Francoise Denis er elskuleg frönsk kona sem sér um bók- haldiö fyrir T.N.Y.T. i Parfs. A bak viö hana sést sjónvarpsskermurinn sem starfsfólkiö notar til aö senda greinar sinar til New York. ■ Einn daginn komu tveir bandariskir blaöamenn i heimsókn á fréttastofuna. Lengst til hægri situr Mitchell Levitas ritstjóri frá New York og er hann aö ráögast viö Margaret Berry, en hún starfar hjá The New York Times i Paris^Lengst til vinstri stendur Jonathan Kandell, sem starfar hjá Herald Tribune I Paris og er hann aö ræöa viö Richard Eder. Timamyndir — AB ■ Telexvélarnar á fréttastofunni tifa allan sólarhringinn og er þvf nauösynlegt aö hafa þær I sér herbergi, ella væri hávaöinn allt of mik-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.