Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 6
6 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Gengið hefur verið frá ráðningu fjögurra sviðsstjóra hjá Félags- og tryggingamálaráðu- neytinu. Alls sóttu 133 um stöðurnar fjórar þegar þær voru auglýstar lausar til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út í byrjun árs, segir Ragnhildur Arnljótsdótt- ir ráðuneytisstjóri. Lára Björnsdóttir var ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs og Ágúst Þór Sigurðsson hlaut starf sviðsstjóra tryggingasviðs. Böðvar Héðinsson verður sviðsstjóri þjónustu- og mannauðssviðs og Ágúst Geir Ágústsson tekur við starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- og stefnumótunarsviðs. - bj Félagsmálaráðuneytið: Sviðsstjórar ráðnir til starfa TYRKLAND, AP Tyrkneski herinn hóf sókn yfir landamær- in inn í Írak í gær með það að markmiði að uppræta sveitir uppreisnarmanna kúrdíska verkamannaflokks- ins PKK sem halda til í fjallendi við landamærin. Er þetta fyrsta staðfesta hernaðaraðgerð Tyrkja í landinu frá því Bandaríkin leiddu innrásina í Írak árið 2003. Uppreisnarsveitir PKK hafa barist fyrir sjálfstæði Kúrda í suðausturhluta Tyrklands síðan 1984. Talsmað- ur PKK sagði uppreisnarmennina reiðubúna undir átök við tyrkneska herinn. „Sveitir PKK eru að vernda írakskt landsvæði Kúrdistans og munu varna því að tyrkneski herinn nái langt inn í Írak.“ Fulltrúar Bandaríkjahers sögðust telja að hernað- araðgerðin myndi vera „takmörkuð að tímalengd“ og að henni væri sérstaklega beint gegn kúrdískum upp- reisnarmönnum sem standa fyrir tíðum árásum á tyrknesk landsvæði frá búðum sínum handan landa- mæranna. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hringdi í utanríkisráð- herra Tyrklands, Abdullah Gul, í gær og sagði að „Tyrkland ætti að virða einingu Íraks og fullveldi og ekki ráðast inn í landið“. - sdg Tyrkneski herinn hyggst uppræta sveitir kúrdískra uppreisnarmanna í Írak: Her Tyrkja sækir inn í Írak VÍGBÚNIR Talsmaður íraskra stjórnvalda sagði Írak skilgreina aðgerðir PKK í Tyrklandi sem hryðjuverk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝJAR H4 og H7 bílaperur frá X-treme Power allt að 80% meira ljós NR. NS880SB 20% afsláttur í febrúar M er ki S he ll er u no tu ð af S ke lju ng i m eð le yfi S he ll Br an ds In te rn at io na l A G . SJÁVARÚTVEGUR Ákveðið var á fundi sérfræðinga Hafrannsóknastofn- unarinnar, útgerðarmanna og sjó- manna í gær að skipstjórar yrðu um borð í hafrannsóknaskipunum tveimur til að gefa sjómönnum kost á að kynna sér aðferðafræði fiskifræðinga við loðnuleit. Skipstjórar og sérfræðingar stofnunar eru ósammála um það magn loðnu sem er á ferð- inni. Ef ekki finnst meiri loðna er ljóst að starfsmenn fiskvinnslufyrirtækja verða af miklum tekjum. Samstarfsnefnd um loðnurann- sóknir fundaði í gær ásamt fjöl- mörgum skipstjórum og útgerð- armönnum. Þar var farið ítarlega yfir aðferðafræði fiskifræðinga við loðnumælingar og niðurstöður mælinga undanfarinna vikna. Ágreiningur hefur verið um niðurstöður Hafrannsóknastofn- unarinnar, sem ákvörðun um lok loðnuveiða er byggð á, og mæling- um skipstjóra á loðnuflotanum sem einnig voru ræddar. Skip- stjórar telja um þrisvar sinnum meira af loðnu á ferðinni en kemur út úr mælingum fiskifræðinga. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrann- sóknastofnunarinnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. „Ákveðið var að tveir til þrír skip- stjórar yrðu um borð í hafrann- sóknaskipunum þegar þau færu út um og eftir helgi. Svo erum við að skipuleggja könnun þeirra skipa sem eru að koma á miðin eða á landleið og nýta ferðir þess- ara skipa sem fara yfir líklegustu svæðin.“ Þorsteinn segir ástandið á miðunum óvenjulegt og dreif- ingu loðnunnar óhefðbundna. „En menn lifa enn í voninni um að finna meira af loðnu. Menn neita að trúa að þetta sé svona slæmt.“ Á sama tíma og skipstjórar og fiskifræðingar funda situr starfs- fólk fiskvinnslufyrirtækja og bíður í voninni. Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðv- arinnar, segir að áfallið sé þyngra nú en nokkru sinni fyrr. Hann segir að ef ekkert verði af loðnu- vertíð í ár megi búast við því að starfsmenn Vinnslustöðvarinnar verði af um 700 til 800 þúsund krónum í launatekjur og að um þrjátíu skólabörn hafi fengið vinnu á meðan á vertíð stóð og þá jafnvel náð að þéna meira en í sumarvinnunni en nú sé ekki slíku að fagna. „Þetta er því gríð- arlegt áfall fyrir margar fjöl- skyldur hér, sem hefur síðan áhrif á allt samfélagið. Enda er nú þungt yfir mönnum og mikil svartsýni,“ segir Þór. Hann segir enn fremur að ekki sé farið að ræða um uppsagnir á starfsfólki. svavar@frettabladid.is/jse@frettabladid.is Samstarf fiskifræð- inga og skipstjóra Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar og skipstjórar af loðnuskipum ætla að hafa samstarf við loðnuleit. Starfsfólk í Vestmannaeyjum tapar um 800 þús- und krónum á loðnubresti. Líkur á loðnufundi minnka með hverjum deginum. SUÐUREY VE Drekkhlaðið skipið kemur til hafnar í Eyjum í mars í fyrra. Skipstjórar og fiskifræðingar taka nú höndum saman við dauðaleit að loðnu. MYND/ÓSKAR ÞORSTEINN SIGURÐSSON STJÓRNMÁL Farið hefur verið svo hratt í markaðsvæðingu hér á landi að menn hafa farið langt á undan sjálfum sér, sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna á flokkráðsfundi flokksins í gær. Katrín sagði að á sama tíma hafi stundum gleymst að sníða skýran ramma og leikreglur. „Þessi flumbrugangur skýrir að hluta núverandi efnahagsástand þar sem ríkinu veitist erfitt að ná stjórn á ástandinu og óvissa ríkir um framtíð bankanna,“ sagði hún. Vinstri græn glíma nú við það verkefni að gera sig gildandi sem leiðandi afl í stjórnarandstöðu, sagði Katrín. Ýmsar blikur séu á lofti sem bregðast þurfi við. Meðal þess sé ástandið í heil- brigðismálum, sem einkennist af áframhaldandi niðurskurði. Geð- heilbrigðismálin séu í ólestri, og frá árinu 2001 hafi plássum fyrir geðsjúka fækkað um 100. Þá tali ráðherrar um stóriðju eins og ekkert sé hægt að gera til að stöðva frekari uppbyggingu, þegar Vinstri græn hafi boðað stóriðjustopp með lagasetningu og loftslagsákvæðum, þó það kostaði bótagreiðslur. Katrín sagði að reyna muni á ríkisstjórnina í kjarasamningum við ummönnunarstéttir, sem setið hafi eftir. Hún óttist þó að svarið verði það sama og áður, að ekki séu til peningar til að bæta kjör þessara stétta. - bj Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, á flokkráðsfundi í gær: Gleymdist að sníða leikreglur KATRÍN JAKOBSDÓTTIR „Þessi flumbru- gangur skýrir að hluta núverandi efna- hagsástand þar sem ríkinu veitist erfitt að ná stjórn á ástandinu og óvissa ríkir um framtíð bankanna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ert þú sátt(ur) við reykinga- bann á veitingastöðum? Já 66,6% Nei 33,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á ríkið að greiða Breiðavíkur- drengjunum skaðabætur? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.