Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 22
 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 15. FEBRÚAR. Handrukk og byssukúlur í pósti Nú er gott að vera staddur í Prag því að ég sé í blöðunum að þjóð- kunnur handrukkari, Annþór að nafni, leikur lausum hala í Reykja- vík þessa stundina. Talinn hafa stungið af um fimmleytið í morgun. Það er sennilega fyrir umsaminn fótaferðartíma fangavarða. Hérna í Tékkó eru smákrimmar ekki hafðir í lausagöngu. Vaclav Klaus var í dag endur- kjörinn forseti Tékklands eftir langa baráttu við erkiandstæðing sinn Jan Svejnar. Kosningaslagur- inn hefur staðið yfir svo vikum skiptir. Gekk slagurinn m.a. svo langt að þingmenn fengu byssukúl- ur sendar í pósti. Hinn nýkjörni forseti lagði áherslu á það að hann talaði fyrir gömlum hefðum, kristilegum gild- um og áherslu á fjölskylduna. Ég heyrði einu sinni dr. Ólaf Ragnar Grímsson mæra þennan ágæta kollega sinn í kvöldverðar- boði á Bessastöðum. Þar var þykkt stungin tólg. Þetta var náttúrulega hátíðaræða sem byrjaði með lúðra- blæstri eins og konungur ætlaði að taka til máls, hvað dr. Ólafur síðan gerði. Borðfélagi minn í forsetaveisl- unni var fámáll en gæðalegur pilt- ur úr ríkisstjórninni sem síðar var settur dómsmálaráðherra í nokkra klukkutíma og náði að gera sig ódauðlegan í því embætti á álíka löngum tíma og það tekur flinkan dýralækni að vana fresskött. Það er jafnvel meira um Annþór handrukkara í íslensku blöðunum en Vaclav Klaus í þeim tékknesku. Skrýtið hvað smáglæpamenn fá alltaf ítarlega umfjöllun í fjölmiðl- um. Blaðamenn eru hrifnæmar og einfaldar sálir. LAUGARDAGUR, 16. FEBRÚAR. Sjortarar Nýjasta bókin frá Forlaginu eftir Tracy Cox heitir „Sjortarar“ og fjallar víst ekki um stjórnarhætti í Náðhúsi Reykjavíkur, heldur um „kynlíf fyrir önnum kafið fólk“. Það hlýtur að vera kærkomið að eignast svona bók ef æðibunugang- urinn í samfélaginu er orðinn svo mikill að fólk hefur varla tíma til heilsast með handabandi, eða kossi – hvað þá til að gera það. Vonandi hefur fólk samt tíma til að lesa bækur um hvað hægt sé og skynsamlegt við tímann að gera. Ég sé að minn góði kollega Sig- mundur Ernir fer hamförum á bloggsíðu sinni á visir.is og heimtar flugvöll í miðbæ Reykjavíkur um allar aldir og skammar okkur borg- arbörnin fyrir tillitsleysi og þröng- sýni og sérstaklega fyrir að búa í 101. Þetta er fín grein hjá Sigmundi Erni – lystilega stíluð - og gaman að sjá hvað hann er mikill Akureyr- ingur í sér. Það breytir samt ekki þeirri skemmtilegu og ódýru staðreynd að hálftíma frá Reykjavík stendur lítið notaður höfuðborgar-, lands- byggðar- og alþjóðaflugvöllur af hæsta gæðaflokki og heitir Kefla- víkurflugvöllur. Flestir Reykvíkingar eru búnir að fá upp í kok af því að hafa mörg þúsund lítra eldsneytistanka rétt skríðandi með drunum yfir húsþök- in hjá sér nætur og daga áratugum saman og nú er komið nóg af svo góðu. Og ekkert að þakka. MÁNUDAGUR, 18. FEBRÚAR. 49% Í gær var skrifað undir nýja kjara- samninga. Ef til vill má ætlast til þess að flokkur sem ræður 49% í ríkis- stjórn efni 49% af kosningaloforð- um sínum. Sé það rétt á Samfylk- ingin eftir að standa við um 46% ennþá svo að ekki er tímabært að leggjast á meltuna í hjónasæng- inni. Því miður er það svo að flestar helgar les maður um slys á hesta- mönnum. Algengt er í þéttbýli að hestar fælist við að sjá og heyra í mótorhjóli. Félag tamningamanna og Landssamband hestamanna ættu að sjá til þess að það sé tekið inn sem nauðsynlegur liður í tamningu og uppeldi hvers hests að kenna honum að hræðast ekki vélknúin ökutæki á óvæntum stöðum. Hest- ur sem fælist við að sjá fábjána á mótorhjóli er lífshættulegur knapa sínum. Nú hefur tekist að fá Markús Örn til að taka að sér forstjórastarfið í Þjóðmenningarhúsinu. Það er nú meira sem íslenska þjóðin hefur lagt á þennan vesal- ings mann. Fyrst var hann gerður að borgar- stjóra. Svo þegar í ljós kom að borgar- búar höfðu ekki brennandi áhuga á að nýta starfskrafta hans var hann gerður að útvarpsstjóra. Þegar þar var orðið heitt í kolun- um var brugðið á það ráð að biðja Markús að gerast sendiherra í Kan- ada. Og nú er hann kominn heim og getur vonandi séð meira af barna- börnunum sínum sem forstjóri Þjóðmenningarhússins.. Þetta er ekki einu sinni fyndið. Þjóðfélag þar sem svona stöðu- veitingar tíðkast er sjúkt. Það er ekki heilbrigt samfélag heldur klík- usamfélag. Klíkur eru krabbamein í þjóðar- líkamanum. Eigum við bara að lifa við þetta? MIÐVIKUDAGUR, 20. FEBRÚAR. Guð, Birkir og Tíberíus Mig dreymdi að ég væri að tala við Guð áður en ég sofnaði í gærkvöldi. Sambandið var óvenjugott eins og það gerist best á Skype-inu. Samtalið var einhvern veginn svona: „Halló, Guð, Þráinn hérna. Ég skal ekki tefja þig. Bið þig bara að blessa fjölskylduna og svona og sjá um að börnin fari að læra að borða grænmeti.“ „Ókei, Þráinn, það er ekki oft sem þú hefur samband. Ætlarðu ekkert að minnast á þetta venju- lega?“ (Hann veit alltaf allt). „Ja, jú. Ég er soldið tæpur í augnablikinu og ætlaði að vita hvort þú gætir ekki reddað smá svona um mánaðamótin...“ „Ég er búinn að margsegja þér að ég hjálpa þeim sem hjálpar sér sjálfur – og hættu svo að reyna að plokka af mér peninga.“ Lengra varð samtalið ekki og í morgun var ég að velta því fyrir mér hvað þessi draumur merkti þegar ég rak augun í að Birkir alþingismaður og fyrrverandi for- maður fjárveitinganefndar hefur ennþá brennandi áhuga á pening- um almennings og hikar ekki við að hjálpa sér sjálfur í staðinn fyrir að liggja sofandi á bæn eins og ein- hver lúser. Í fréttum segir: „Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helg- ina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Fjárhættu- spilið sem um ræðir er póker en Birkir tók þátt í pókerleik sem skipulagður var við Aðalstræti. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, mismikla að sögn Birkis. Sumir hverjir upp á tugþúsundir króna.“ Það er ánægjulegt að sjá að Birk- ir lætur ekki dapra daga í pólitíkinni slá sig út af laginu og veit að Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálf- ur. Mér hafði ekki hugkvæmst að fara inn á gráa svæðið til að leysa úr kröggum mínum. Enda eru alþingismenn miklu kunnugri því svæði en ég er. Og svo er ólíkt skemmtilegra að vita alþingismenn okkar afla sér aukatekna við spilaborðið heldur en hafa þá í annarri glæpastarf- semi eins og rænandi sjoppur eða videóleigur eða á ferli á nóttunni með kúbein í erminni. Tíberíus sem eitt sinn var keisari í Róm notaði fjárhættuspil til þess að fjármagna ríkissjóð. Hann spil- aði að vísu teningaspil en ekki Guð, Birkir og Tíberíus Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um handrukk, byssukúlur í pósti og boð á Bessastöðum, og giskað á hvað það tekur handlaginn dýralækni langan tíma að vana fresskött. Enn fremur er minnt á þá staðreynd að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir – hugsanlega að Markúsi Erni undanskild- um sem virðist fá hjálp annars staðar frá. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.