Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 86
58 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. máta 6. frá 8. klæðalaus 9. sarg 11. gyltu 12. rok af hafi 14. land í Asíu 16. í röð 17. pfn. 18. ennþá 20. tveir eins 21. velta. LÓÐRÉTT 1. höfuð 3. í röð 4. mataráhald 5. traust 7. hraustur 10. æxlunarkorn 13. maðk 15. sóða 16. húðpoki 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. hátt, 6. af, 8. ber, 9. urg, 11. sú, 12. særok, 14. kórea, 16. hi, 17. mig, 18. enn, 20. ðð, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. haus, 3. áb, 4. teskeið, 5. trú, 7. frækinn, 10. gró, 13. orm, 15. agða, 16. hes, 19. nú. Lárus H. List Aldur: 51 árs. Starf: Listamaður. Fjölskylda: Á tvö börn, Baldur og Guðrúnu Evu, og þrjú barnabörn. Foreldrar: Hinrik Lárusson verslun- armaður og Ingibjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur. Búseta: Gránufélagsgata 31, Akureyri. Stjörnumerki: Fiskur. Bandaríska verslunarkeðjan Wal- Mart hefur höfðað mál gegn Lárusi vegna lénsins wa1mart.com. World Trade Center rís á hafnar- bakkanum í Reykjavík. Reyndar ekki tveir risastórir turnar eins og þeir sem hrundu í New York, heldur World Trade Center Reykjavík, sem er 16.000 fer- metra viðskiptamiðstöð. Þar verða skrifstofur, fundarsalir og verslanir. Nýsir hf. er eigandi viðskiptamiðstöðvarinnar og hefur umboð frá og er í samvinnu við World Trade Center Associat- ion. Byggingar World Trade Cent- er er að finna í þrjú hundruð borgum í nálægt eitt hundrað löndum og þar er boðið upp á við- skiptaþjónustu á heimsvísu. Húsið verður kennt við World Trade Center og það fyrirtæki hefur starfsemi sína á hálfri hæð. Stærstur hluti hússins verður svo leigður út til ýmissa aðila. Viðskiptamiðstöðin er hönnuð af Henning Larsen arkitektum, þeim sömu og hönnuðu Nýja tón- listar- og ráðstefnuhúsið og hót- elið. Viðskiptamiðstöðin mun halla frá tónlistarhúsinu til að það fái gott pláss og standi eitt og sér. Tónlistarhúsið opnar í desem- ber á næsta ári en World Trade Center Reykjavík verður ekki í tekið í notkun fyrr en árið 2010 eða 2011. - glh World Trade Center í Reykjavík VELKOMIN Í FRAMTÍÐINA Teikning af innviðum WTC RVK. Myrra Rós Þrastardóttir, nemi í Listaháskóla Íslands og tónlistarkona, varð fyrir því óláni aðfaranótt fimmtudags að kassagítar sem henni er afar hugfólginn var stolið úr bíl henn- ar á Grundarstíg. „Ég og Elín Eyþórsdóttir, vinkona mín, vorum að spila á anti-rasisma tónleikunum hans Bubba. Eftir tónleikana gleymdi ég gítarnum aldrei þessu vant úti í bíl, og gleymdi að læsa bílnum í þokkabót. Ég átt- aði mig á því morguninn eftir þegar ég var á leiðinni í skólann að gítarinn var horfinn,“ útskýrir Myrra. Hún brá á það ráð að lýsa eftir gítarnum á vefsamfélaginu MySpace, þar sem skilaboð frá henni gengu manna á milli. „Um leið og ég setti mína auglýsingu upp var hún komin út um allt. Fólk sem ég þekki ekki neitt var búið að birta hana hjá sér,“ segir Myrra, sem kveðst ekki hafa búist við svo góðum undirtektum. Gítarinn er þó enn ekki kominn í leitirnar. Hann er af gerðinni Drexel Starfield Ovation, svartur, með grænum hring í miðjunni. Á honum er brún leðuról. Eins og fram kemur í auglýsingu Myrru hefur gítarinn töluvert meira tilfinningalegt gildi en peningalegt, en hann hefur til að mynda brotnað fjórum sinn- um á hálsinum. „Mér þykir mjög vænt um þennan gítar. Pabbi minn átti hann og gaf mér hann í afmælisgjöf þegar ég varð tuttugu og eins,“ útskýrir Myrra. Hægt er að hafa sam- band við hana á netfanginu myrra07@lhi.is. - sun Leitar stolins gítars á Myspace TILFINNINGALEGT GILDI Stolni gítarinn hefur mun meira tilfinningalegt gildi en peningalegt, að sögn Myrru, en hún fékk hann í afmælisgjöf frá föður sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Athafnamaðurinn Kristján Ragnar Kristjánsson og leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir hafa slitið samvist- ir. Þau höfðu verið saman um nokk- urt skeið en ástæða sambandsslit- anna er sú að þau eru búsett hvort í sínu landinu. Fjarlægðin og tíð ferðalög gerðu því út um sam- bandið en Kristján og Halla eru að sögn enn perluvinir. Halla er búsett í London þar sem hún reynir að koma sér á framfæri sem leikkona. Kristján býr aftur á móti í Stokk- hólmi þar sem hann starfar að mark- aðssetningu gamanleiksins Hellisbú- ans og fleiri sýninga. Athyglisverð staða er að koma upp í útgáfumálum eftir að JPV og Edda runnu saman í eina sæng sem Forlagið. Minni bókaútgáfur spretta fram og aðrar sem fyrir voru styrkja sig. Þannig hefur Veröld, þar sem Pétur Már Ólafsson ræður ríkjum og stjórnar frá Belgíu, náð að setja önglana sína í metsöluhöfundinn John Grisham en bækur hans voru áður gefnar út hjá Iðunni og Vöku-Helgafelli – útgáfur sem nú eru undir hatti Forlagsins. Pétur Már var reyndar áður hjá Vöku-Helgafelli þannig að hann hefur ekki þurft lengi að fletta í símanúmerabók sinni. Og hrósar nú happi því Grisham er ekki ónýtur höfundur að hafa á sínum snærum. Stjórn Félags kráareigenda kom saman í vikunni. Meðal þess sem bar á góma var undirbúningur fyrir bjórdaginn 1. mars. Kormákur Geirharðsson gerði að tillögu sinni að gott innlegg í þá hátíð væri að bjóða upp á bjór á sama verði og var fyrir 19 árum þegar bjórinn var lögleiddur. En uppgötvaði í miðri setningu að verðið er það hið sama og var: um fimm hundruð kall víðast hvar. -hdm/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég gerði ýmsa hluti fyrir sjálfan mig en ætla ekkert að fara út í það nánar. Ég er bara nýr og breyttur maður,“ segir Ívar Örn Kolbeins- son, sem er kominn aftur til Íslands eftir sjálfskipaða eins árs útlegð í Kaupmannahöfn. Ívar spilar á nýjum tónleikastað, 7-9- 13, í kvöld ásamt hljómsveit sinni The Musik Zoo og var augljóslega fullur tilhlökkunar að leyfa tón- listarþyrstum Reykvíkingum að heyra hvað hann hefði fram að færa. Ívar Örn var á allra vörum fyrir einu og hálfu ári þegar danssveit- in Dr. Mister & Mister Handsome tröllreið öllum vinsældalistum. Fjölmiðlar fylgdu meðlimum hennar hvert fótmál og Ívar lét frá sér digurbarkalegar yfirlýs- ingar um frjálsar ástir og neyslu eiturlyfja. Textar hljómsveitar- innar voru mjög umdeildir, enda lofuðu þeir neyslu eiturlyfja og mörgum fannst þeir sýna konum lítilsvirðingu. Allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar Ívar birt- ist á forsíðu Sirkus undir fyrir- sögninni „Ætla að djamma þar til ég drepst“. Söngvarinn og laga- höfundurinn er hins vegar breytt- ur maður í dag, segist hafa snúið við blaðinu enda hafi þetta allt verið komið úr böndunum. Ívar hefur verið að fást við smíðavinnu í Kaupmannahöfn en tónlistin hefur aldrei verið langt undan. „Og svo hefur maður bara verið að sinna fjölskyldunni sinni,“ en Ívar á eins og hálfs árs gamlan son með unnustunni sinni Hildi Karen. Ívar segist hafa kunnað vel við sig í Danmörku en reiknar þó ekki með því að fara þangað aftur. Nú sé hann að leita að skólum en hann hyggst setjast á skólabekk og læra hljóðtækni. „Lönd eins og Slóvenía, Holland og Skotland koma vel til greina fyrir þetta.“ Augu fólks beinast hins vegar ekki að Ívari fyrri part kvöldsins í kvöld því litla systir hans, Rebekka Kolbeinsdóttir, syngur sem kunnugt er Eurovisionlagið Ho Ho Ho, We Say Hey, Hey, Hey sem er talið sigurstranglegt. Ívar segist að sjálfsögðu ætla að kjósa litlu systur en var ekki alveg búinn að gera það upp við sig hvort hann ætlaði að mæta í Smáralindina. „Mér finnst þetta alveg rosalega flott lag og er alveg sannfærður um að hún eigi eftir að vinna þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is ÍVAR ÖRN KOLBEINSSON: ÆTLAR AÐ KJÓSA LITLU SYSTUR Í EUROVISION Nýr og breyttur Ívar Örn BREYTTUR MAÐUR Það er annar Ívar sem undirbýr tónleikana á 7-9-13 í kvöld en sá sem tröllreið allri fjölmiðlaumræðu fyrir einu og hálfu ári. Ívar hefur tekið sig taki og sagt skilið við eiturlyfjadjöfulinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Das Auto. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.