Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 24
24 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Þennan dag fyrir 553 árum prentaði Johannes Gutenberg fyrstu Biblíuna í Mainz. Biblían var ekki fyrsta bók Gutenbergs úr nýju prentvélinni, en hún var stórvirki og markaði upphaf Gutenberg-bylt- ingarinnar og aldar hinn- ar prentuðu bókar. Undirbúningur fyrir prentun hófst 1450 og voru fyrstu eintök fáanleg 1455. Biblían er frægust þeirra bóka sem prentaðar voru með færanlegu letri og enn er til, en framleiðsla henn- ar markaði upphaf fjöldaframleiðslu bóka í hinum vestræna heimi. Hún var prentuð í leturgerð sem seinna var þekkt sem Texture and Schumacher og var 1.282 blaðsíður, þótt flestar væru bundnar í tveimur bindum. Talið er að Gutenberg hafi alls prentað 180 ein- tök af Biblíunni; 45 á skinn og 135 á papp- ír. Alls tók verkið um eitt ár, sem er sami tími og hefði áður tekið ritstofu að framleiða eitt eintak, en vegna handgerðra myndskreytinga er hvert eintak einstakt. Árið 2007 var vitað um 48 Guten- berg Biblíur í heiminum, þar af ell- efu eintök á skinnbók. Flestar eru í Þýskalandi, eða tólf talsins. ÞETTA GERÐIST 23. FEBRÚAR 1455 Gutenberg prentar BiblíunaKRISTIN DAVIS LEIKKONAER 43 ÁRA Í DAG „Kynlíf getur vel verið stór- kostlegt þótt maður sé ófær um að upplifa fullnægingu.“ Kristin Davis vakti heimsat- hygli fyrir frammistöðu sína sem siðprúða tepran Charlotte York í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni. „Hundrað árum eftir stofnun Kennaraskóla Íslands er skapandi og gagnrýnin hugsun, ásamt hæfni til samskipta í mestum metum sem mannkostir góðs kennara. Hann verð- ur að vera forvitinn um það sem gerist á hverjum tíma í skólastofunni; ekki bara í fræðunum heldur líka um lífið sem snýr að hverju barni sem hann kennir,“ segir Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri, en í dag stend- ur Félag um menntarannsóknir fyrir ráðstefnu í Kennara- háskóla Íslands í tilefni 100 ára afmælis kennaramenntun- ar á Íslandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Nám og lýðræði á 21. öldinni, en alls flytja 30 fyrirlesarar erindi um öll skóla- stigin í opnum málstofum og allir velkomnir. „Stofnun Kennaraskóla Íslands tengdist lagasetningu um skólaskyldu barna frá 1907. Fram að þeim tíma sáu foreldr- ar og farkennarar að mestu um menntun barna og í ferm- ingarundirbúningi var athugað hvort börn væru læs og skrifandi samkvæmt tilskipun um húsaga. Fræðslan hélst í hendur við siðaskiptin og þann boðskap Lúthers að hver og einn gæti lesið sína Biblíu,“ útskýrir Kristín sem er mennt- aður leikskólakennari. „Lengi býr að fyrstu gerð og ég er svolítið pirruð út í borgaryfirvöld vegna þeirrar aðfarar að leikskólastiginu að ætla að stinga fimm ára börnum í grunnskóla til að skapa pláss fyrir yngstu börnin. Það er í raun ekki annað en til- færsla á vanda því það er ekki til fleira fólk til starfans,“ segir Kristín sem telur öll skólastig hafa sama mikilvægi. „Brottfall úr framhaldsskólum er vandamál. Við þurfum að ná til krakka sem ekki hafa áhuga á að verða stúdent af félagsfræði-, raungreina- eða tungumálabraut, en hefðu annars farið í verk- eða iðnnám væri það gert aðlaðandi. Nám fer ekki bara fram í gegnum bóklestur og í okkar sam- félagi þurfum við á öllu fólki að halda svo samfélagið virki. Við þurfum því að leggjast á eitt og innrétta virðingu fyrir öllum störfum í gegnum öll skólastig,“ segir Kristín viss í sinni sök um hin eiginlegu laun kennara. „Íslendingar kunna illa að hrósa, en þeir kunna vel að skamma. Kennarar fá sjaldnast persónuleg hrós, en þeir uppskera ómælda gleði yfir því að hafa átt þátt í ögrunum og uppgötvunum nemenda sinna og það gefur þeim kraft til að halda áfram, þrátt fyrir taxtann. Ég vil auðvitað að laun allra kennarastétta geri það eftirsóknarvert að vera kennari, en líka gleðin sem starfið veitir. Að það sé aldrei kalt mat á launaumslagi sem ræður úrslitum, heldur áhug- inn á að vera með fólki og láta gott af sér leiða,“ segir Krist- ín, sem lítur á það sem faglega ábyrgð að þykja vænt um börn. „Á undanförnum áratugum hefur skóladagurinn lengst úr því að vera hluti dags í það að vera nær allur dagurinn, og allt að níu tímar hjá yngstu börnunum. Ég held að foreldr- ar verði áfram þeir sem hafa mest áhrif á börn sín, en við getum því ekki neitað því að hluti þess uppeldis sem fram fór heima áður fer nú fram í skólum. Hlutverk kennarans hefur því breyst frá því að vera fræðarinn upp við töflu í það að vera samverkamaður barna í námi og umannandi með ákveðið uppeldishlutverk. Þess vegna þurfum við að fagna sérkennum hvers og eins þeirra, en líka vanda okkur að vinna með þau á hverju skólastigi fyrir sig.“ thordis@frettabladid.is KENNARAMENNTUN Á ÍSLANDI 100 ÁRA: OPNAR MÁLSTOFUR Í KHÍ Í DAG Vönduð vinnubrögð alla leið LEIKUR AÐ LÆRA Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri er leikskólakennari í grunninn og gremst nú mjög sú ætlun yfirvalda að setja 5 ára börn í grunnskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Helgu Laufeyjar Júníusdóttur sem lést þann 29. janúar sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Jóhanna Þórisdóttir Ingiberg Guðbjartsson Guðlaugur Þórisson Aðalheiður Magnúsdóttir Jenný Þórisdóttir Guðmundur Hjörleifsson Auður Þórisdóttir ömmubörn og langömmubörn. smaður minn, faðir okkar, langafi, n læknir, um við Hringbraut miðviku- s.l. lýst síðar. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bragi Guðmundsson læknir, Fjóluhlíð 6, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 20. febrúar sl. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir Guðmundur R. Bragason Ásta Gunnarsdóttir Sigríður Á. Bragadóttir Eyjólfur Guðjónsson Þorsteinn Bragason Malín Sirimekha Daði Bragason Inga Jóhannsdóttir Þórdís Björk Atladóttir Aðalheiður Atladóttir Falk Krüger Kristinn Gunnar Atlason barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur, bróðir og mágur, Andrés Sævar Guðmundsson Engjahlíð 1, Hafnarfirði, sem lést að morgni 13. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning 0135-05-071100. Kt. 210640-3639. Leonila Hife Guðmundsson Hanna Bára Andrésdóttir Alexander Freyr Örvarsson Rakel Ólöf Andrésdóttir Erla Bára Andrésdóttir Reynir Þorkelsson Guðmundur L. Hafliðason Ólöf Björg Guðmundsdóttir Hlöðver Smári Haraldsson Sigurður Már Guðmundsson Eyrún Ragnarsdóttir Reynir Ragnarsson Ragnar Óli Ragnarsson Jórunn Halldórsdóttir Gísli Þór Ragnarsson Sæunn Siggadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Hannesdóttir Skálagerði 15, Reykjavík, áður til heimilis að Kolbeinsgötu 6, Vopnafirði, sem lést á Vífilsstöðum 14. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 25. febrúar kl.13.00. Hólmfríður Kjartansdóttir Sigurður Adolfsson Inga Hanna Kjartansdóttir Kjartan Þórir Kjartansson Áshildur Kristjánsdóttir Baldur Kjartansson Hrönn Róbertsdóttir Erla Kjartansdóttir Ágúst Borgþór Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaðurinn minn, bróðir okkar og mágur, Friðþjófur Þorkelsson Bugðutanga 40, lést á Líknardeild Landspítalans að Landakoti miðvikudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 17.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Louise Anna Schilt (Loekie) Sigurlaug Þorkelsdóttir Einar Þorkelsson Kristín G. Jóhannsdóttir Svanhildur Þorkelsdóttir Brynhildur Þorkelsdóttir Valdimar Kristinsson Elskulegur sonur okkar og bróðir, Hrafnkell Helgason Holtabyggð 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Helgi Kristjánsson Edda Guðmundsdóttir Steinar Helgason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Sigurðsson Tröllagili 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 19. febrúar. Guðrún Jóhannsdóttir Heiðar Árnason Ásta Guðmundsdóttir Sævar Árnason Telma Ríkharðsdóttir Jakobína H. Árnadóttir Heiðar Ö. Sigurfinnsson afa- og langafabörn timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.