Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 82
54 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Emil Hallfreðsson vonast til þess að fá tækifæri með Reggina þegar stórlið Juventus kemur í heimsókn á Oreste Granillo-leikvanginn í Reggio í kvöld en Emil er að jafna sig eftir erfið meiðsli á læri. „Ég meiddist í byrjun desember og var svo kominn í leikmannahópinn gegn Torino í byrjun febrúar og kom inn af bekknum í seinni hálfleik. En þá kom smá bakslag og meiðslin tóku sig upp á ný. Ég þurfti því að hvíla í næsta leik gegn Roma en var svo kominn í leikmanna- hópinn að nýju gegn Udinese um síðustu helgi en spilaði ekkert. Ég veit ekki hvernig þetta verður gegn Juventus en vonast auðvitað til þess að fá tækifæri í byrjunarliðinu og tel mig klárlega eiga heima þar,“ sagði Emil sem verið meidd- ur mikið til síðan Renzo Ulivieri tók við stjórnartaumunum hjá Reggina. „Ulivieri hefur verið að breyta liðinu mikið og prófa ýmsa hluti og ég hef verið að spila fyrir aftan framherjana í einu af kerfunum sem hann hefur látið okkur spila. Ég hef líka verið inni á miðjunni og úti á vinstri kantinum þannig að maður veit ekki alveg hvar maður stendur,“ sagði Emil sem hefur þó fulla trú á því að Reggina, sem er í fallsæti eins og er, nái að rétta úr kútnum. „Febrúar er búinn að reynast okkur erfiður og fram undan eru mjög erfiðir leikir gegn Juventus heima og Lazio á útivelli. Það er aftur á móti ljóst að við verðum að fara að taka stig úr fleiri leikjum, þá sérstaklega á heimavelli. Markmiðið hjá Reggina eins og staðan er núna er einfaldlega að bjarga sér frá falli og menn eru einbeittir að ná því en það verður erfitt. Það eru í raun og veru allir leikir í Serie A mjög erfiðir og ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hversu sterk liðin eru sem koma næst á eftir toppliðunum fjórum,“ sagði Emil. EMIL HALLFREÐSSON: HEFUR VERIÐ Á BEKKNUM Í SÍÐUSTU LEIKJUM REGGINA EFTIR AÐ HAFA NÁÐ SÉR AF MEIÐSLUM Tel mig klárlega eiga heima í byrjunarliði Reggina HANDBOLTI Ólafur Stefánsson lands- liðsfyrirliði hefur ákveðnar skoð- anir á landsliðsþjálfaramálum íslenska landsliðsins. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í starfið en segir fleiri kosti koma til greina. Honum hugnast ágætlega að fá Guðmund Guðmundsson aftur en setur spurningarmerki við Viggó Sigurðsson. Aðspurður segir hann ekki koma til greina að þjálfa liðið sjálfur þó svo að það væri tímabundið. „Dagur og Geir hefðu verið góðir í starfið að mínu mati og ég per- sónulega vildi fá Dag. Ég held að Patrekur eigi eftir að verða flottur þjálfari eftir nokkur ár en kannski ekki tilbúinn núna. Óskar Bjarni gæti komið inn að mínu mati og ekki væri verra ef hann hefði góðan mann með sér. Hann er vel að sér og frábær persónuleiki,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið en hann segist hafa verið misskilinn þegar fólk taldi að hann vildi útlending í starfið er hann óskaði eftir manni með nýjar hugmyndir og ferska strauma. Liðið má ekki við of miklum breyt- ingum „Ég vil þjálfara með heildarsýn og helst íslenskan. Ekki útlending sem ætlar að breyta öllu því það er of seint. Liðið má ekki við of miklum breytingum á þessum tímapunkti. Það gæti orðið hættulegt enda finnst mér ekki vanta mikið upp á hjá liðinu. Þjálfarinn þarf að vera virkur, í góðu sambandi við leik- mennina og sífellt að halda mönn- um við efnið og peppa þá upp fyrir ólympíuverkefnið. Nú er undirbún- ingstímabilið hjá okkur í landslið- inu fyrir ólympíuleikana hafið að mínu mati. Menn eiga að vera byrj- aðir að undirbúa sig í hausnum og vera með fókus á verkefninu. Ég vil að menn byrji að undirbúa sig hjá sínum félagsliðum og geri örlítið betur hverju sinni og leggi meira á sig með hliðsjón af ólymp- íuverkefninu sem er fram undan. Hæfileikarnir eru til staðar að fara áfram og þegar kviknar á vélinni getur allt gerst. Ef menn eru ekki meðvitaðir og horfa ekki fram í tímann þá getur komið eitthvað óvænt upp á. Þetta snýst um metn- að og að setja pressu á sig. Ef menn tapa þá geta þeir í það minnsta huggað sig við að hafa gert allt sem þeir gátu til að ná markmiðinu,“ sagði Ólafur. Nokkur nöfn eru uppi á borðinu þessa dagana sem mögulegir lands- liðsþjálfarar. Bogdan Kowalczyk sagði við Vísi að hann væri til í að hjálpa Íslandi og tveir aðrir fyrr- um landsliðsþjálfarar – Guðmund- ur Guðmundsson og Viggó Sigurðs- son – hafa ekki viljað loka hurðinni á að koma inn aftur. „Það væri allt í lagi að fá Gumma en ég set spurningarmerki við Viggó. Mér finnst Guðmundur vera betri kostur en Viggó. Við erum enn að spila svolítinn Gumma bolta. Ég segi nei við Bogdan því ég held að hann sé vel á eftir en ég tek samt ekkert frá honum það sem hann gerði fyrir handboltann á Íslandi sem var frábært,“ sagði Ólafur. henry@frettabladid.is Guðmundur betri kostur en Viggó Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði segir að Bogdan Kowalczyk sé ekki góður kostur fyrir íslenska lands- liðið. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í verkefnið en segir ekki slæmt að ráða Guðmund Guð- mundsson sem sé betri kostur en Viggó Sigurðsson. ÓL-undirbúningurinn á að byrja strax, segir Ólafur. ALLI, HVER Á AÐ TAKA VIÐ? Ólafur Stefánsson segir að það hefði verið best ef Alfreð hefði getað haldið áfram með landsliðið. Hann vill fá íslenskan þjálfara og honum líst ekki á að fá Bogdan aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > Ragna féll úr leik Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í bad- minton úr TBR, féll úr leik í undanúrslitum á alþjóða austurríska meistaramótinu í badminton sem stendur nú yfir í Vínarborg. Ragna vann sænsku stúlkuna Emelie Lennartsson, sem er númer 109 á heimslista badminton- spilara og er almennt talin vera önnur sterkasta badmintonkona Svíþjóðar, í átta manna úrslitum í tveimur lotum, 21-12 og 21-9, í gærmorgun. Seinna um daginn mætti Ragna svo kínversku stúlkunni Xi Zhang í undanúrslitum og tapaði eftir mikla baráttu í tveim lotum, 20- 22 og 15-21. FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er afar ósáttur með launakröfur varnarmannsins Wes Brown, sem hefur staðið í samningaviðræðum við Englands- meistarana í langan tíma og verið tregur til að framlengja núverandi samning sinn sem rennur út næsta sumar. „Leikmenn nú til dags eru algjörlega í vasanum á umboðs- mönnum sínum og það er sorglegt. Wes hefur verið hjá United síðan hann var tólf ára gamall, en það virðist bara ekki skipta máli hjá atvinnumönnum nú til dags. Wes veit alveg hvaða skoðun ég hef á þessu og leikmenn hafa einnig rætt við hann þannig að boltinn er hjá honum. Það er samt ótrúlegt að hann sé ekki búinn að skrifa undir,“ sagði Ferguson pirraður. - óþ Alex Ferguson, Man. Utd: Umboðsmenn ráða öllu í dag Dekradu vid makann med vorum fra Lush - Láttu renna í rómantískt bað með kertaljósum, rósablöðum og unaðslegri baðbombu frá Lush. - Ekkert er eins notalegt og að snæða ljúffengann mat undir kertaljósum með elskunni, laumaðu dekurgjöf að konunni þinni og sýndu henni að hún eigi skilið dekur alla daga ársins. Gjöfin inniheldur nuddstykki, baðbombur, freyðiböð og likamskrem. - Komið ykkur notalega fyrir og njótið stundarinar, dragðu upp nuddstykkið og toppaðu kvöldið með ógleymanlegu nuddi. Til hamingju med daginn - - - - .. , Í DAG KL. 17:10 NEWCASTLE MAN. UTD. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT30% aukaafslá ttur af fyr sta mánuðinu m ef þú ka upir áskriftina á syn.is m.v. 12 má naða skuldbind ingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.