Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 23.02.2008, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 23. febrúar 2008 53 Tíska og tónlist verða í fyrirrúmi þegar bresku plötusnúðarnir Kiki-Ow og Davo þeyta skífum á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Viðburðurinn ber yfirskriftina Kraftwerk Orange og verður hann haldinn reglulega hér á landi í framtíðinni. Á þessum klúbba- kvöldum verður spiluð tónlist sem spannar síðustu fimm ára- tugi þar sem blandað verður saman britpoppi, rokki, nýbylgju- tónlist og electroclash. DJ Kiki-Ow (einnig þekkt sem Kitty Von-Sometime) hélt áður partí til heiðurs endurvakningu tíunda áratugarins með félaga sínum Curver. Dave er uppalinn í London og spilaði reglulega sem plötusnúður í The Strongroom og Plastic People sem eru tveir af umtöluðustu klúbbunum í East End-hverfinu. Partíið stendur yfir frá 23.30 til 5 um nóttina. Miðaverð er 1000 krónur en þeir sem klæða sig flottast fá afslátt til kl. 1.30. Ný klúbbakvöld Páll Óskar Hjálmtýsson óttast að hið árlega Eurovision-ball hans á Nasa í kvöld verði það síðasta sem hann haldi þar. Ástæðan er hugs- anlegt niðurrif skemmtistaðarins í ágúst. „Stjórnvöld geta ekki selt mér að það verði bæði hótel og tón- leikastaður áfram á sama svæði. Ég trúi því ekki að hótelgestir vilji hafa tónleikasal við hliðina á hót- elinu. Ég vil fá að heyra sannleik- ann og fá að sjá þessar teikning- ar,“ segir Páll Óskar. „Ég vil að þessar teikningar verði birtar opinberlega því mér er ekki sama hvort það á að fara að rífa þennan stað.“ Eurovision-ball Páls Óskars á Nasa verður það sjötta í röðinni. Þar koma fram hljómsveitirnar Mercedes Club, Eurobandið og Haffi Haff. „Lagið hans hefði átt heima í þessari úrslitakeppni,“ segir hann um The Wiggle Wiggle Song sem Haffi flutti. „Ég vil klappa Haffa á bakið með því að bjóða honum að troða upp í partí- inu.“ Páll, sem samdi enskan texta við lag Eurobandsins, telur að sú sveit ásamt Merzedes Club berjist um sigurinn í úrslitunum. „Núna er þetta ógeðslega spennandi. Þrír af lagahöfundunum í keppninni eru persónulegir vinir mínir. Ég þekki Dr. Gunna, Barða og Örlyg Smára og ég sjálfur myndi sam- fagna hverjum þeim sem færi út en sem „Júrófan“ og spekúlant þá verður reiptogið á milli Euro- bandsins og Merzedes Club.“ - fb Gæti orðið lokaballið á Nasa PÁLL ÓSKAR Páll Óskar óttast að Eurovi- son-ball hans á Nasa verið það síðasta í röðinni. DAVO OG KIKI-OW Plötusnúðarnir Davo og Kiki-Ow þeyta skífum á Organ í kvöld. Rokksveitin Foo Fighters hefur höfðað mál gegn myndasöguris- anum Marvel fyrir að nota tvö lög hennar án leyfis í nýrri teikni- myndaröð. Marvel er sakað um að hafa notað stóran hluta af lögunum Best of You og Free Me til að kynna þáttinn Wolverine and the X-Men. Krefjast Foo Fighters skaðabóta vegna brots á höfundarréttarlögum. Foo Fighters eru á sigurbraut um þessar mundir og búast væntanlega við öruggum sigri í málinu eftir að hafa hlotið bæði tvenn Grammy-verðlaun og tvenn Brit-verðlaun á skömmum tíma. Höfða mál gegn Marvel FOO FIGHTERS Hafa höfðað mál gegn myndasögurisanum Marvel. Kauptu Mr. & Mrs. Smith á DVD í næstu BT verslun og þú færð bíómiða* á stórmyndina Jumper sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. *Meðan birgðir endast 1.499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.