Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 81

Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 81
LAUGARDAGUR 23. febrúar 2008 53 Tíska og tónlist verða í fyrirrúmi þegar bresku plötusnúðarnir Kiki-Ow og Davo þeyta skífum á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Viðburðurinn ber yfirskriftina Kraftwerk Orange og verður hann haldinn reglulega hér á landi í framtíðinni. Á þessum klúbba- kvöldum verður spiluð tónlist sem spannar síðustu fimm ára- tugi þar sem blandað verður saman britpoppi, rokki, nýbylgju- tónlist og electroclash. DJ Kiki-Ow (einnig þekkt sem Kitty Von-Sometime) hélt áður partí til heiðurs endurvakningu tíunda áratugarins með félaga sínum Curver. Dave er uppalinn í London og spilaði reglulega sem plötusnúður í The Strongroom og Plastic People sem eru tveir af umtöluðustu klúbbunum í East End-hverfinu. Partíið stendur yfir frá 23.30 til 5 um nóttina. Miðaverð er 1000 krónur en þeir sem klæða sig flottast fá afslátt til kl. 1.30. Ný klúbbakvöld Páll Óskar Hjálmtýsson óttast að hið árlega Eurovision-ball hans á Nasa í kvöld verði það síðasta sem hann haldi þar. Ástæðan er hugs- anlegt niðurrif skemmtistaðarins í ágúst. „Stjórnvöld geta ekki selt mér að það verði bæði hótel og tón- leikastaður áfram á sama svæði. Ég trúi því ekki að hótelgestir vilji hafa tónleikasal við hliðina á hót- elinu. Ég vil fá að heyra sannleik- ann og fá að sjá þessar teikning- ar,“ segir Páll Óskar. „Ég vil að þessar teikningar verði birtar opinberlega því mér er ekki sama hvort það á að fara að rífa þennan stað.“ Eurovision-ball Páls Óskars á Nasa verður það sjötta í röðinni. Þar koma fram hljómsveitirnar Mercedes Club, Eurobandið og Haffi Haff. „Lagið hans hefði átt heima í þessari úrslitakeppni,“ segir hann um The Wiggle Wiggle Song sem Haffi flutti. „Ég vil klappa Haffa á bakið með því að bjóða honum að troða upp í partí- inu.“ Páll, sem samdi enskan texta við lag Eurobandsins, telur að sú sveit ásamt Merzedes Club berjist um sigurinn í úrslitunum. „Núna er þetta ógeðslega spennandi. Þrír af lagahöfundunum í keppninni eru persónulegir vinir mínir. Ég þekki Dr. Gunna, Barða og Örlyg Smára og ég sjálfur myndi sam- fagna hverjum þeim sem færi út en sem „Júrófan“ og spekúlant þá verður reiptogið á milli Euro- bandsins og Merzedes Club.“ - fb Gæti orðið lokaballið á Nasa PÁLL ÓSKAR Páll Óskar óttast að Eurovi- son-ball hans á Nasa verið það síðasta í röðinni. DAVO OG KIKI-OW Plötusnúðarnir Davo og Kiki-Ow þeyta skífum á Organ í kvöld. Rokksveitin Foo Fighters hefur höfðað mál gegn myndasöguris- anum Marvel fyrir að nota tvö lög hennar án leyfis í nýrri teikni- myndaröð. Marvel er sakað um að hafa notað stóran hluta af lögunum Best of You og Free Me til að kynna þáttinn Wolverine and the X-Men. Krefjast Foo Fighters skaðabóta vegna brots á höfundarréttarlögum. Foo Fighters eru á sigurbraut um þessar mundir og búast væntanlega við öruggum sigri í málinu eftir að hafa hlotið bæði tvenn Grammy-verðlaun og tvenn Brit-verðlaun á skömmum tíma. Höfða mál gegn Marvel FOO FIGHTERS Hafa höfðað mál gegn myndasögurisanum Marvel. Kauptu Mr. & Mrs. Smith á DVD í næstu BT verslun og þú færð bíómiða* á stórmyndina Jumper sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. *Meðan birgðir endast 1.499

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.