Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 2
2 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR
Nóatúns
bayonneskinkaNóatún mælir með
835 kr.kg.
noatun.is
LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ
Gott á sunnudegi
50% afsláttur
SLYS Þrír voru fluttir á slysadeild
eftir að bíll lenti á ljósastaur við
gatnamót Kringlumýrabrautar og
Listabrautar laust fyrir klukkan
eitt í fyrrinótt. Farþegi í aftur-
sæti bílsins sem var ekki í bílbelti
slasaðist meira en hinir.
Slysið vildi þannig til að bílinn
ók norður eftir Kringlumýrabraut
og hugðist bílstjórinn stöðva
bílinn þegar hann nálgaðist
gatnamótin enda logaði rautt ljós
og tveir bílar þar kyrrstæðir. Við
það rann bíllinn í hálku, sveigði
frá og lenti á ljósastaurnum.
Ökumaður bílsins var sautján ára
piltur og voru farþegarnir á
svipuðu reki. - fb
Þrír fluttir á slysadeild:
Á ljósastaur á
rauðu ljósi
STJÓRNMÁL Í ályktun sem
samþykkt var á flokksráðsfundi
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í gær
segir að brýnt sé
að stöðva
álversáform á
Bakka og í
Helguvík í ljósi
skuldbindinga
Íslendinga í
loftslagsmálum.
Sex ályktanir
voru samþykktar
á fundinum. Í
ályktun um
heilbrigðisþjón-
ustu eru landsmenn hvattir til
þess að „hrinda atlögu ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar að almannaþjón-
ustunni“ og áform um einkavæð-
ingu eru sögð „alvarlegt tilræði
við velferðarþjóðfélagið“.
Þá lýsti fundurinn þungum
áhyggjum af stöðu efnahags-
mála. - þo
Flokksráðsfundur VG:
Brýnt að stöðva
álversáform
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
SVEITARSTJÓRNIR Björn Ingi Hrafns-
son, sem sagði af sér sem borgar-
fulltrúi Framsóknarflokks á dög-
unum, var á fimmtudagskvöld
kvaddur með hófi í Höfða.
Yfir áttatíu manns voru á gesta-
lista Ólafs F. Magnússonar borgar-
stjóra sem stóð fyrir kveðjuhóf-
inu. Regína Ásvaldsdóttir,
skrif stofustjóri borgarstjóra,
segir að við pöntun á veisluföng-
um hafi þó ekki verið gert ráð
fyrir að nema um sextíu manns
myndu mæta.
Á listanum voru meðal annars
átján framsóknarmenn sem sitja í
nefndum borgarinnar, borgarfull-
trúar og varaborgarfulltrúar,
nokkrir fyrrverandi borgarfull-
trúar, tíu af nánustu samstarfs-
mönnum úr Ráðhúsinu, nítján
embættismenn og nokkrir fulltrú-
ar frá Faxaflóahöfnum, íþrótta- og
tómstundaráði og Orkuveitu
Reykjavíkur. Björn Ingi sjálfur og
eiginkona hans voru vitanlega
heiðursgestir.
Að sögn Regínu var um að ræða
mótttöku milli klukkan fimm og
sjö. Hún segir borgina sjálfa hafa
annast víninnkaup en að maturinn
hafi verið keyptur frá Múlakaffi
eftir að tilboða hafi verið aflað.
Segir hún heildarkostnað ekki
liggja fyrir á þessu stigi en telur
öruggt að veitingarnar og aðkeypt
þjónustufólk hafi ekki kostað
meira en 200 þúsund krónur.
Á matseðlinum var meðal ann-
ars grillaður humar, hægeldaður
lax, eldgrillaður nautavöðvi og
kóngarækjur. Einnig portóbello-
sveppir og geitaostur. Þessu gátu
gestir skolað niður með rauðvíni,
hvítvíni og bjór auk óáfengra
drykkja sem Regína segir marga
einmitt hafa nýtt sér.
Venja mun vera að kveðja með
þessum hætti borgarfulltrúa sem
gegna ábyrgðarstöðum og hætta
áður en kjörtímabili lýkur. Regína
segir það til dæmis hafa gilt um
Árna Þór Sigurðsson, borgarfull-
trúa VG og fyrrverandi forseta
borgarstjórnar, og Steinunni Val-
dísi Óskarsdóttur, fyrrverandi
borgarstjóra úr Samfylkingunni.
Þess má geta að fjölmiðlum var
neitað um aðgang að kveðjuboðinu
fyrir Björn Inga þar sem um
einkasamkvæmi væri að ræða.
gar@frettabladid.is
Kvaddur með veislu
í boði Reykvíkinga
Borgarstjóri bauð yfir áttatíu gestum í kveðjuveislu fyrir Björn Inga Hrafnsson í
Höfða á fimmtudagskvöldið. Meðal annars var boðið upp á humar og nautafilé
og vín og bjór. Heildarkostnaður er sagður nema um 200 þúsund krónum.
HÖFÐI Reykjavíkurborg
heldur iðulega hóf í Höfða.
BJÖRN INGI HRAFNSSON Sagði
af sér sem borgarfulltrúi eftir
tæplega hálft kjörtímabil.
MATSEÐILLINN Boðið var upp á ýmsa
smárétti í kveðjuhófinu.
Ók út af í Langadal
Fólksbíl var ekið út af í Langadal um
hádegisbilið í gær. Einn farþegi var í
bílnum og slasaðist hvorki hann né
ökumaðurinn, sem var piltur innan
við tvítugt. Bíllinn var ekki illa farinn.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi
var bílnum ekið of hratt miðað við
aðstæður, hálkublettir voru á vegin-
um.
FLUGSLYS Skipulagðri leit að
bandarískri Piper Cherokee-
flugvél sem hefur verið leitað frá
því á fimmtudag var hætt í gær,
enda veður búið að vera ákaflega
vont á svæðinu. Einn maður var
um borð í vélinni.
Leitarsvæðið var afmarkað eftir
útreikningum sérstaks leitarfor-
rits sem tekur mið af áætluðum
lendingarstað vélarinnar á sjónum
og mögulegu reki.
Eftirgrennslan heldur áfram og
hefur þeim tilmælum verið beint
til skipa sem leið eiga um svæðið
að þau litist um eftir hverju því
sem bent gæti til afdrifa vélar-
innar og flugmannsins. - fb
Bandarísk flugvél í sjóinn:
Skipulagðri leit
hætt í gær
Árekstur við Eyrarbakka
Fjórir slösuðust lítillega þegar tveir
bílar sem komu úr gagnstæðri átt
skullu saman við Eyrarbakka rétt eftir
miðnætti í fyrrinótt. Ökumenn beggja
bílanna voru undir tvítugu. Þá var
einn maður á þrítugsaldri handtek-
inn á Suðurlandsvegi í gærmorgun
grunaður um akstur undir áhrifum
fíkniefna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Bubbi, ertu ekki fullur sektar-
kenndar?
„Sekur.“
Nokkrir gestir á tónleikum sem Bubbi
Morthens stóð fyrir á miðvikudagskvöld
voru sektaðir fyrir að leggja bílum sínum
ólöglega fyrir utan Austurbæ.
LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu lagði hald á rúmlega hundrað
e-töflur, 250 grömm af maríjúana
og 50 grömm af mjög hreinu
amfetamíni í fyrrakvöld og
fyrrinótt við hefðbundið eftirlit
með smásölum fíkniefna í
miðborg Reykjavíkur. Grunur
leikur á að efnin hafi verið ætluð
til sölu. Auk þessa hafði lögregla
afskipti af á annan tug manna
sem voru með neysluskammta af
fíkniefnum í fórum sínum.
Allt voru þetta karlmenn á
þrítugsaldri. Þeir voru handteknir
og færðir á lögreglustöð en sleppt
að loknum yfirheyrslum. - jss
Eftirlit í miðborginni:
Mikið magn
fíkniefna tekið
Ók undir áhrifum fíkniefna
Nítján ára gamall piltur var hand-
tekinn á Glerárgötu á Akureyri í
gærmorgun grunaður um akstur
undir áhrifum fíkniefna. Ekið var á
kyrrstæðan bíl á Norðurgötu en engin
slys urðu á fólki.
LÖGREGLUFRÉTTIR
STJÓRNMÁL Flest bendir til þess að
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson muni
kynna ákvörðun sína um framtíð
hans innan borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins í dag.
Í gærkvöldi hafði ekki verið
boðaður fundur hjá borgar-
stjórnarflokknum, en upphaflega
stóð til að hann færi fram fyrir
hádegi í dag. Heimildarmenn telja
að af fundinum verði síðar í dag.
Vaxandi þrýstingur hefur verið
frá hverfafélögum og frá félags-
mönnum um að Vilhjálmur taki
ekki við borgarstjóraembættinu
eftir ár. Er þar bæði litið til frétta
af lóðabraski manna tengdra Vil-
hjálmi og eins til bréfs sem væntan-
legt er frá umboðsmanni Alþingis
eftir helgi.
Í dag er vika frá því að Geir H.
Haarde, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði í Silfri Egils að
Vilhjálmur hefði um eina viku til
að taka ákvörðun.
Geir hefur undanfarið rætt við
fjölmarga borgar- og varaborgar-
fulltrúa flokksins. Heimildir
herma að þar hafi hann sagt að á
meðan borgarfulltrúarnir lýstu
yfir stuðningi við Vilhjálm, eins
og þeir hafa gert, geti hann ekki
gripið inn í atburðarásina.
Ekki náðist í Vilhjálm í gær.
Hanna Birna Kristjánsdóttir og
Gísli Marteinn Baldursson, sem
skipa annað og þriðja sætið á lista
sjálfstæðismanna, vildu ekki tjá
sig um málið í gær. - bj / th
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, liggur enn undir feldi:
Líklegt að niðurstaðan komi í dag
UMHUGSUN Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
þarf að gera það upp við sig hvort hann
hyggist halda fast við að verða borgar-
stjóri að ári liðnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL „Áhrif svona langrar einangrunar-
vistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“
segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsis-
málastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður
hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði
vegna Pólstjörnumálsins.
Maðurinn var handtekinn 18. september og þá
úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun.
Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í
opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur
settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að
frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið
2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið
vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta
vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er
einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög
passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir
hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir
líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til
óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan
fanga versnar.
Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í
einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guð-
mundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti
hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið
farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru
meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar.
Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangr-
un í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur
út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður
maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik.
Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann
átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. - kdk
Íslendingur hefur nú verið í einangrun í Færeyjum í um 120 daga:
Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg
FÆREYJAR Íslenskur maður hefur nú setið í einangrun í um
120 daga í Færeyjum eða fjóra mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
SPURNING DAGSINS