Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 4
4 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 130,2087 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,76 67,08 131,22 131,86 98,99 99,55 13,277 13,355 12,544 12,618 10,636 10,698 0,6232 0,6268 106,05 106,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í blaðinu í gær misritaðist tímasetn- ing á útför Friðþjófs Þorkelssonar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 15.00. LEIÐRÉTTING SKOÐANAKÖNNUN Tæplega 72 pró- sent segjast nú styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem er mjög áþekk niðurstaða og fyrir mánuði þegar 68,5 prósent sögðust styðja stjórnina. Fylgið er mest meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokks, 95,9 prósent, og kjósenda Samfylkingar, 87,1 prósent. Af þeim sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa segjast 63,5 prósent styðja ríkisstjórnina. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir eru þeir flokkar sem eru stærstir samkvæmt nýrri könnun Frétta- blaðsins. 40,1 prósent styður Sjálf- stæðisflokkinn og 35,2 prósent styðja Samfylkinguna. Sjálfstæðis- flokkurinn mælist því aftur með sama fylgi og í september á síðasta ári, en fylgið hafði aðeins dalað í janúarmánuði. Nokkur munur er á fylgi Sjálfstæðisflokks eftir kyni og hefur fylgi flokksins aukist um fimm prósent meðal karla frá síð- asta mánuði. 46,1 prósent karla og 32,7 prósent kvenna styðja flokk- inn nú. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðis- flokksins eftir búsetu; 40,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu og 39,1 pró- sent á landsbyggðinni. Þá er einnig lítill munur á fylgi Samfylkingar eftir búsetu, 36,0 prósent á höfuðborgarsvæðinu og 33,9 prósent á landsbyggðinni segj- ast myndu kjósa flokkinn nú. Ef fylgi flokksins eftir kyni er skoðað segjast 32,9 prósent karla og 38,1 prósent kvenna styðja flokkinn. Taka verður þó tillit til þess að breytingar á fylgi allra flokka frá síðustu könnun eru innan skekkju- marka. Þá er munur á fylgi Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar einnig innan skekkjumarka. Munur á fylgi Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins er einnig innan skekkjumarka, en 5,9 pró- sent segjast nú myndu kjósa Fram- sóknarflokkinn og 3,8 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Lítið fylgi flokksins á landsbyggðinni vekur athygli, 8,3 prósent. Þá segj- ast 4,5 prósent á höfuðborgarsvæð- inu kjósa flokkinn. 7,5 prósent karla og 4,0 prósent kvenna styðja Framsóknarflokkinn. Lítill munur er á fylgi Frjáls- lynda flokksins eftir búsetu og hefur flokkurinn 3,5 prósenta fylgi á höfuðborgarsvæðinu og 4,2 pró- senta fylgi á landsbyggðinni. Þá segjast 4,3 prósent karla og 3,1 prósent kvenna styðja flokkinn. Vinstri græn halda sínu frá kosn- ingum og síðustu könnun en 14,2 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn. Nánast enginn munur er á fylgi flokksins eftir búsetu, en kynjamunur er þó nokkur. 8,6 pró- sent karla styðja Vinstri græn en 21,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns á kosn- ingaaldri laugardaginn 23. febrúar, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði til kosninga nú? og tóku 63,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt; Styður þú ríkisstjórnina? og tóku 87,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. svanborg@frettabladid.is Helmingur kjörfylgis Framsóknarflokksins Sex prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Fylgi Framsóknar- flokks og Frjálslynda flokksins hefur dregist saman um helming frá kosning- um. Samfylking hefur á sama tíma bætt við sig átta prósentustigum. 40 35 30 25 20 15 10 5 Kosningar 12. maí ´07 15. maí ´07 29. sept. ´07 30. jan. ´08 23. feb. ´08 VINSTRI GRÆN SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR SAMFYLKING FRJÁLSLYNDIR FRAMSÓKNARFLOKKUR 36,6% 26,8% 14,3% 11,7% 7,3% 39,1% 23,2% 15,1% 13,2% 7,3% 40,2% 29,8% 16,5% 8,8% 4,4% FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Samkvæmt könnun Fréttablaðsins 36,7% 34,8% 15,4% 8,9% 3,6% 40,1% 35,2% 14,2% 5,9% 3,8% SKOÐANAKÖNNUN „Mestu tíðindin í þessari könnun eru þau að sú neikvæða umræða sem hefur verið í kringum Sjálf- stæðisflokkinn hefur ekki áhrif á fylgið. Það kemur verulega á óvart að þeir skuli mælast með meira fylgi nú en síðast,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Ég vildi gjarnan sjá okkur mælast með svipað fylgi og í kosningunum en því er ekki að leyna að við höfum alltaf komið betur út úr kosningum en skoðanakönnunum.“ Guðjón Arnar Kristjánsson: Komum betur út í kosningum SKOÐANAKÖNNUN „Framsóknar- flokkurinn hefur orðið fyrir ýmsum áföllum á þessum vetri, ekki síst hér í Reykjavík, og sú umræða hefur eflaust áhrif á niðurstöðurnar. Ég geri mér hins vegar vonir um að erfiðleikarnir séu að baki og að okkar endur- reisnarstaf fari að skila sér,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. „Fylgi við stjórnarflokkana vekur undrun mína, ekki síst vegna spillingarumræðunnar sem verið hefur hávær undanfarið og eins vegna efnahagserfiðleika sem þeir bera að hluta til ábyrgð á.“ - þo Guðni Ágústsson: Slæm umræða hefur áhrif GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Á MORGUN NV-átt 12-15 m/s, við suðurströndina. MÁNUDAGUR Norðaustlæg átt víða um land. -2 -2 -2 -3 -3 -3 -3 -2 0 -7 -1 7 9 7 8 7 8 7 5 6 8 5 -2 -2 -2 -1 -3 -2 -1 -3 -2 -2 HÆGVIÐRI UM ALLT LAND Veðurspáin lítur ágætlega út, og helst er frá því að segja að lægðirnar virðast fara suður fyrir landið næstu dagana, það þýðir yfi rleitt hægviðri og smávægilega úrkomu á öllu landinu. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur SKOÐANAKÖNNUN „Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir Samfylkinguna enda höfum við stóraukið fylgi okkar síðan í kosningunum. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir koma vel út úr þessari könnun enda hefur stjórnin verið að gera góða hluti. Þetta er vinsæl ríkisstjórn sem lætur verkin tala,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að fylgi stjórnar- andstöðuflokkanna komi ekki á óvart. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnarandstöðunni, sem nær engu flugi,“ segir Ágúst Ólafur. - þo Ágúst Ólafur Ágústsson: Stjórnarand- staðan veik SKOÐANAKÖNNUN „Við getum vel unað við þessa niðurstöðu en það er ljóst að staðan innan stjórnar- andstöðunnar er frekar döpur. Við erum eini flokkurinn sem heldur sjó og erum með svipað fylgi og í kosningunum. Mig grunar að Samfylkingin taki frá hinum stjórnarandstöðu- flokkunum og eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins hefur farið yfir til Sjálfstæðisflokksins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. „Nú fer að reyna á ríkisstjórn- ina. Mig grunar að þetta séu hæstu tölur sem við sjáum á kjörtímabilinu um fylgi ríkis- stjórnarflokkanna.“ - þo Steingrímur J. Sigfússon: Eini flokkurinn sem heldur sjó SKOÐANAKÖNNUN „Þetta hljóta að teljast góð tíðindi fyrir okkur og við fögnum því hversu vel við stöndum. Þetta sýnir að forysta okkar er sterk og við njótum mikils trausts,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksform- aður Sjálfstæðis- flokksins. Hún segir að umrótið í kringum borgarstjórnar- málin sé farið að sjatna og það skili sér í auknu fylgi. „Niður- stöður kjarasamninga sem ríkisstjórnin kom að hafa eflaust áhrif á þessar tölur. Fólk treystir Sjálfstæðisflokknum greinilega best til að stjórna skútunni,“ segir Arnbjörg. - þo Arnbjörg Sveinsdóttir: Umrótið farið að sjatna VERÐLAUN Breiðavíkurmálið var áberandi þegar Blaðamannaverðlaun ársins 2007 voru afhent í gær af Blaðamannafélagi Íslands. Ritstjórn DV deildi verðlaunum fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna með þeim Þóru Tómasdóttur og Sigmari Guðmunds- syni úr Kastljósi fyrir umfjöllun sína um Breiða- víkur málið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ára sögu verðlaunanna sem aðilar af tveimur ritstjórnum deila með sér verðlaununum. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á frétta- stofu Stöðvar 2, fékk blaðamannaverðlaun ársins 2007. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Kristján hafi fengið verðlaunin fyrir upplýsandi fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni. Þar hafi hann á látlausan en áhrifaríkan hátt varpað ljósi á ýmsar þær þjóðfélagsbreytingar sem séu að verða á íslensku samfélagi. Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson í þættinum Kompási á Stöð 2 fengu verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins. -fb Blaðamannaverðlaun ársins 2007 voru afhent í gær: Breiðavíkurmálið áberandi SIGURVEGARAR Sigurvegarnir stilltu sér glaðbeittir upp eftir afhendingu verðlaunanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR GENGIÐ 22.02.2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.