Fréttablaðið - 24.02.2008, Síða 6
6 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR
Ferðaskrifstofa
RÍKISFJÁRMÁL Fjármálaráðherra
hefur ekkert undanfæri í deilum
sínum við Impregilo og ætti að
gera dómsátt sem fyrst til að losna
við gífurlegar dráttarvaxta-
greiðslur á kostnað skattgreið-
enda, að mati Steingríms J. Sig-
fússonar, formanns VG.
Á fimmtudag var greint frá því í
Fréttablaðinu að dráttur á greiðslu
skuldar vegna ofgreiddra skatta,
frá ríkinu til Impregilo, kostaði
rúma milljón króna í vexti á degi
hverjum. Hæstiréttur dæmdi ríkið
til að greiða 1,2 milljarða í sept-
ember og er skuldin nú komin í 1,5
milljarða. Impregilo hefur stefnt
ríkinu til að greiða upphæðina.
Steingrímur rifjar upp að hann
hafi í áraraðir bent á og spurt um
ástand skatta- og fjármála við
Kárahnjúka. „Og þau dásamlegu
svör eru öll skjalfest í þingtíðind-
um. Fjármálaráðherra hélt því
fram að á Kárahnjúkum væru
engin sérstök vandamál umfram
það sem vænta mætti! Síðan hefur
komið í ljós að þar hefur allt verið
í þvílíkum ólestri,“ segir Stein-
grímur. Gerð hafi verið mikil mis-
tök og í raun sé um hneyksli að
ræða.
Steingrímur kveður byggingu
Kárahnjúkavirkjunar skólabókar-
dæmi um hvernig eigi ekki að
framkvæma hlutina. - kóþ
Steingrímur J. hefur lengi bent á að skattamál við Kárahnjúka væru í ólagi:
Sættist og losnið við vextina
STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON
Segir fjármálaráðherra hafa haldið því
fram opinberlega í áraraðir að engin
sérstök vandamál væru á Kárahnjúkum.
Annað hafi komið á daginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Einn ökumaður var
tekinn í Reykjanesbæ grunaður
um að aka undir áhrifum
fíkniefna á föstudagskvöld. Þá
fannst lítilræði af meintum
kannabisefnum og tæki til
fíkniefnaneyslu í bifreiðinni.
Voru fjórir farþegar einnig
handteknir og fluttir á lögreglu-
stöð til yfirheyrslu. Þeim var
öllum sleppt að lokinni yfir-
heyrslu.
Að auki var einn ökumaður
kærður fyrir að virða ekki
stöðunarskyldu í bænum, auk
þess sem ökumaður var tekinn
fyrir of hraðan akstur á Reykja-
nesbrautinni. - fb
Fimm teknir í Reykjanesbæ:
Kannabisefni
og tæki fundust
TYRKLAND, AP Tveir tyrkneskir her-
menn og að minnsta kosti 35 liðs-
menn PKK, aðskilnaðarsamstaka
Kúrda, féllu í bardögum í norður-
hluta Íraks í gær. Samkvæmt tyrk-
neska hernum hafa sjö hermenn og
að minnsta kosti 79 uppreisnar-
menn dáið síðan Tyrkir gerðu inn-
rás í Írak seint á fimmtudag.
Íraskir og kúrdískir ráðamenn
hafa lýst yfir óánægju sinni með
innrásina. Ali al-Dabbagh, tals-
maður Íraksstjórnar, sagðist skilja
að samtökin, sem hafa barist fyrir
sjálfstæði Kúrda í fjölda ára, ógn-
uðu Tyrkjum en gagnrýndi samt
ákvörðun Tyrkja. „Hernaðar-
aðgerðir munu ekki leysa vanda-
málið. Tyrkir hafa áður gripið til
vopna og það hefur aldrei leitt gott
af sér,“ sagði hann.
Sjónvarpsstöð í Tyrklandi hélt því
fram að tíu þúsund hermenn taki
þátt í innrásinni, en aðrar heimildir
segja að einungis hluti þess liðs hafi
verið notaður. Áður en landherinn
hélt yfir landamærin voru gerðar
loftárásir og flugskeytaárásir á
skæruliða PKK í Írak.
Evrópusambandið hvetur Tyrki
til að halda aðgerðum sínum í hófi.
„Við skiljum þörf Tyrkja fyrir að
vernda íbúa landsins fyrir hryðju-
verkum,“ sagði Krisztina Nagy,
talsmaður framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, en sagði að
Tyrkir ættu samt að „forðast óhóf-
legar hernaðaraðgerðir og bera
virðingu fyrir mannréttindum og
reglum réttarríkisins.“
Á fimmtudaginn ræddi Abdullah
Gül, forseti Tyrklands, við Jalal
Talabani, forseta Íraks, og skýrði
honum frá markmiðum innrásar-
innar. Gül bauð Talabani einnig í
heimsókn til Tyrklands. - gb
Innrás tyrkneska hersins í norðurhluta Íraks tekur sinn toll:
79 Kúrdar hafa fallið í átökum
TYRKNESKIR HERMENN Tyrkneski herinn
hefur ráðist gegn aðskilnaðarsamtökum
Kúrda í norðanverðu Írak.
Á ríkið að greiða Breiðavíkur-
drengjunum skaðabætur?
Já 80,7%
Nei 19,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú búinn að panta utan-
landsferð í sumarfríinu?
Segðu þína skoðun á visir.is
SJÁVARÚTVEGUR Hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi í Vestmannaeyjum
krefjast þess að skip Hafrann-
sóknastofnunar haldi þegar af
stað til loðnumælinga. Sjómenn í
Eyjum segjast sjá mikla loðnu og
hún virðist farin að þétta sig.
„Menn eru enn að halda í þá von
að veiðar verði leyfðar að nýju. Í
það minnsta þannig að það sé hægt
að halda lágmarksumsvifum í
gangi,“ segir Elliði Vignisson,
bæjar stjóri í Vestmannaeyjum.
„Það eru allir að vona og ég held
að flestir hinkri við bryggju í bili,“
segir Guðmundur Huginn Guð-
mundsson, skipstjóri á Hugin VE.
Hann segir sjómenn binda vonir
við að loðnumælingar haldi áfram
eftir helgi og veiðar geti hafist á
ný. „Ástandið á miðunum er síst
verra en undanfarin fjögur eða
fimm ár,“ segir Guðmundur.
Hann segir hvern dag skipta
máli, enda loðnan á leið vestur til
að hrygna. „Loðnan bíður ekkert,
það verður að grípa gæsina á
meðan hún gefst.“
Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í
Eyjum boðuðu til fundar í gær til
að ræða ástandið í loðnuveiðum.
Þungt hljóð var í fundarmönnum,
segir Elliði.
Á fundinum lýstu sjómenn því
að þeir teldu meira af loðnu á mið-
unum nú en undanfarin þrjú ár,
segir Elliði. Þá hafi þeir lýst
áhyggjum af þeirri gjá sem virðist
milli mælinga Hafrannsókna-
stofnunar og upplifunar sjó-
manna.
Í ályktun sem samþykkt var á
fundinum er ríkisstjórnin hvött til
þess að bæta fiskvinnslufólki
tekjutap og fjárfesta í starfs- og
endurmenntun starfsfólks í fisk-
vinnslu.
Fundarmenn töldu afar mikil-
vægt að gefinn yrði út lágmarks-
loðnukvóti á hvert skip sem alltaf
megi veiða. Við það bætist breyti-
legur kvóti byggður á mælingum.
Þetta segir Elliði að myndi gera
útgerðum kleyft að halda áfram
úti lágmarksstarfsemi þótt illa
áraði.
Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra var væntanlegur á
fund Eyjamanna í gær en komst ekki
þar sem ófært var til Eyja. Hann
mun vera væntanlegur á morgun til
að ræða við hagsmuna aðila í sjávar-
útvegi. brjann@frettabladid.is
Loðnan farin að
þétta sig við Eyjar
Sjómenn í Vestmannaeyjum segja loðnu um allan sjó. Þeir gagnrýna að skip
Hafrannsóknastofnunar séu bundin við bryggju og vilja fá þau aftur til loðnu-
mælinga strax. Forstjóri stofnunarinnar segir skip fara til mælinga strax í dag.
Árni Friðriksson, rannsóknaskip
Hafrannsóknastofnunarinnar, mun
leggja úr höfn um hádegi í dag ef
áætlanir ganga eftir og halda áfram
loðnuleit, segir Jóhann Sigurjóns-
son, forstjóri stofnunarinnar.
Bjarni Sæmundsson mun í
kjölfarið fara vestur fyrir landið og
leita loðnu áður en hann tekur þátt
í togararalli.
„Það er engin ástæða til þess
að gera því skóna að miklar líkur
séu á því að það verði stórkostleg
breyting á,“ segir Jóhann. „En það er
þrátt fyrir það alveg jafn mikilvægt
að fylgja þessu eftir og vera því
viðbúinn að mæla eitthvað ef menn
verða varir við eitthvað nýtt og
meira.“
Jóhann segist ekki gera lítið úr því
að mikil loðna finnist á ákveðnum
svæðum en við vinnu sína verði
stofnunini að notast við heildarmat
á stærð loðnustofnsins á hverjum
tíma og gildandi langtímanýtingar-
stefnu.
LOÐNULEIT HALDIÐ ÁFRAM Í DAG
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/Ó
SK
A
R
LOÐNUTORFA Guðmundur
Huginn Guðmundsson sýnir
mælingu á loðnutorfu sem
tekin var rétt austan við
Ingólfshöfða á miðvikudag.
Torfan var afar þétt og
talsvert stærri en Heimaey
miðað við mælinguna.
KJÖRKASSINN