Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 8
8 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Góð sjón er lykilatriði í umferðinni SÉRÐU FRAM Á VEGINN? SJÓNMÆLING OG UMGJÖRÐ Ef þú ert með F plús fjölskyldutryggingu hjá VÍS færðu sjónmælingu og gleraugnaumgjörð endurgjaldslaust í verslunum Pro optik við kaup á sjónglerjum. Kynntu þér málið á www.vis.is eða á næstu þjónustuskrifstofu VÍS. Níu af hverjum tíu bílstjórum sem valda umferðaróhappi segja ástæðuna vera að þeir hafi ekki séð nógu vel. Ef þú notar gleraugu eða linsur þarftu að muna eftir þeim þegar þú keyrir og vera viss um að þau séu af réttum styrk. Þannig eflir þú öryggi í umferðinni. Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.is Elica háfar glæsileg hönnun og fágað yfirbragð VÍSINDI „Því hefur verið fleygt að meiri úrkoma sé hér í Mosfellsbæ en í Reykjavík,“ segir í erindi Jóhönnu Hansen bæjarverkfræð- ings, sem leggur til við bæjarráð að keypt verði sjálfvirk veður- athugunarstöð til að kanna málið. „Sú hugmynd hefur komið upp að sett verði á laggirnar veður- athugunarstöð í Mosfellsbæ. Sér- staklega hefur verið þrýst á það í framhaldi af óveðrasömu tíðar- fari undanfarna mánuði,“ segir Jóhanna. Að því er kemur fram í erindi bæjarverkfræðingsins skiptist veður mjög eftir svæðum í Mos- fellsbæ. „Þannig eru Teigarnir öðruvísi en svæðið um Lágafells- skóla og síðan er talsvert meiri vindur neðst í Töngum, Holtum og í nýju íbúðarhverfi í Leir- vogs tungu,“ segir Jóhanna, sem leggur til að sjálfvirkri veður- athugunarstöð verði komið fyrir á áhaldahúsi bæjarins. Upplýsingar frá stöðinni myndu verða tengdar inn á vef Mosfells- bæjar. Það segir Jóhanna að myndi auka þjónustu við bæjar- búa mikið. Svipaður háttur væri þegar hafður á í Garðabæ. Veðurstöðin, sem kostar tæpar 850 þúsund krónur, á að mæla vindátt, vindhraða, lofthita, loft raka, loftþrýsting, sólar- geislun og regn. Bæjarráðið seg- ist jákvætt fyrir málinu. - gar Bæjarverkfræðingur vill sjálfvirka veðurathugunarstöð ofan á áhaldahúsið: Segir vætusamt í Mosfellsbæ ÁHALDAHÚSIÐ Bæjarverkfræðingur í Mosfellsbæ segir að veðurathugunar- stöð á áhaldahúsi bæjarins myndi gefa góða mynd af veðurfari í Teigahverfi. VESTMANNAEYJAR Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggst gegn því að heilbrigðisráðuneytið noti öryggi fólks sem skiptimynt í samning- um um sjúkraflug og hvetur til þess að sjúkraflug úr Eyjum verði starfrækt áfram á sólarhrings- vöktum, segir í ályktun bæjar- stjórnar á fimmtudag. Í útboði ráðuneytisins er sú nýlunda að falla frá þessari kröfu, segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. „En í ljósi landfræðilegrar stöðu og atvinnulífs þarf hér að vera sjúkraflug allan sólarhringinn. Þetta eru einhverjir tugir skipta á ári sem við notum þessa þjón- ustu,“ segir Elliði. Bæjarstjóri telur það einnig ein- kennilega mótvægisaðgerð að hækka álögur á þjóðveginn til Eyja. Eimskip hafi tilkynnt um væntanlega hækkun gjaldskrár sinnar um rúm átta prósent. „Og Herjólfur er þjóðvegur,“ segir Elliði, sem hvetur ríkið til að hafa jafnræði í heiðri á þjóð vegum landsins; annað hvort að niður- greiða Herjólf eða taka upp gjald- töku á öðrum þjóðvegum. Rétt sé að Eimskip hafi hækkað gjöldin en ekki ríkið, en „Eimskip hækkar af því að það fæst ekki aukið framlag frá ríkinu til að reka þjóðveginn“. - kóþ Dregið úr sjúkraflugi og rukkað meira í Herjólf: Öryggi fólks nýtt sem skiptimynt ELLIÐI VIGNISSON Bæjarstjórinn skorar á sam- gönguráðherra og ráðherra Suðurlands að koma í veg fyrir auknar álögur á heimili í Eyjum, sem stafi af framkvæmd samnings Vega- gerðarinnar við Eimskip. M YN D /Ó SK A R P . F R IÐ R IK SS O N BREIÐAVÍK Niðurstöður nefndarmanna sem fóru yfir starfsemi Breiðavíkur urðu til þess að lagðar voru fram tillögur við Barnaverndarstofu um hvernig betur mætti tryggja velferð barna í samtímanum. Meðal annars er lagt til að settar verði takmarkanir á þann fjölda barnaverndarmála sem hver sérfræðingur hafi til umfjöllunar. Fjöldi tilkynninga til barna verndar- yfirvalda hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum án þess að starfsmönnum hafi fjölgað í samræmi við það. Álag á hvern starfsmann hefur því vaxið mikið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tekur undir tillögur nefndarmanna og segir þær í takt við sínar hugmyndir. Hann segir fjölgun mála á hvern starfsmann hafa verið eitt helsta áhyggjuefni Barnaverndarstofu, þar sem við stóraukið álag aukist líkur á mistökum, en yfir átta þúsund barnaverndarmál voru tilkynnt á síðasta ári að sögn Braga. Bragi tekur þó fram að margar af tilkynningunum snúi að léttari málum en áður komu inn á borð barnaverndar. Þeim þurfi þó að sinna og það taki tíma frá vinnslu erfiðari mála. Breiðavíkurnefndin leggur einnig til að sveitar- félög tryggi framboð af stuðningsúrræðum til að styrkja börn og fjölskyldur þeirra svo komast megi hjá vistun utan heimilis. Sé tekin ákvörðun um að vista barn utan heimilis megi að mati nefndarinnar styrkja núgildandi eftirlitskerfi, auka gæði þess starfs sem hér er unnið og bæta réttarstöðu barna á öllum stigum máls. Vinna á úrbótum á þessum þáttum innan Barnaverndarstofu hefur að sögn Braga staðið yfir í um ár og er búist við því að niður- stöður verði lagðar fram innan tíðar. Bragi bendir þó á að neikvæð umræðu fjölmiðla um meðferðastofnanir undanfarin misseri, svo sem í tengslum við Breiðavík, Byrgið og gamla unglinga- heimilið við Dalbraut, hafi reynt á starfsmenn og hafi líklega orðið til þess að draga úr trausti foreldra á meðferðarstofnunum. „Ég held að fólk geri sér ekki nægilega vel grein fyrir því að stofnanir samtímans, ætlaðar börnum, eiga lítið sameiginlegt með stofnunum eins og Breiðavík,“ segir Bragi og bætir við: „Foreldrar geta alveg treyst því að börnunum þeirra er ekki hætta búin inni á þessum stofnunum í dag og mikil vinna er lögð í að gæta að velferð þeirra.“ karen@frettabladid.is Breiðavíkurnefndin lítur til samtímans Breiðavíkurnefnd leggur til að fjöldi mála sem sérfræðingar á sviði barna- verndar vinni að sé takmarkaður. Yfir átta þúsund tilkynningar bárust til barna- verndaryfirvalda á síðasta ári. Það er um tvöföldun frá því fyrir fimm árum. EKKI HÆTTA BÚIN Á MEÐFERÐARSTOFNUNUM Fjöldi tilkynn- inga til barnaverndaryfirvalda hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum án þess að starfsmönnum hafi fjölgað í samræmi við það. Álag á hvern starfsmann hefur því vaxið mikið og segir forstjóri Barnaverndarstofu að við stóraukið álag aukist líkur á því að mistök verði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRAGI GUÐBRANDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.