Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 10

Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 10
10 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Samfélagsverðlaunin Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða afhent á þriðjudag. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum og hafa fimm verið tilnefndir í hverjum flokki. Í dag eru kynnt þau félagasamtök sem tilnefnd eru fyrir framúrskarandi starf sitt í þágu mannúðarmála eða náttúru- verndar og hafa lagt sitt af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. ABC barnahjálp var stofnuð fyrir tuttugu árum. Guðrún Margrét Pálsdóttir var ein af stofnendum en hún kynntist neyð barna í gegnum ferðir sínar um heiminn. ABC barnahjálp útvegar þurfandi börnum menntun, umönnun og framfærslu auk þess að byggja skóla og heimili sem börnin sækja og dvelja á. „Þegar ég var að byrja vorum við örfá sem störfuðum að þessu og vorum þá að styðja um 100 börn. Í dag eru virkir stuðningsfélagar um sex þúsund talsins og fjölgaði þeim hlutfallslega mest í fyrra. Bæði er það að fólk er orðið meðvitaðra um hvað þörfin fyrir hjálp er mikil og svo er heimasíðan okkar, www.abc.is orðin mjög aðgengileg þar sem fólk getur valið sér barn til að styðja,“ segir Guðrún. Félagið styrkir í dag börn á Indlandi, Filippseyjum, Pakistan, Úganda, Kenía og Senegal og í Líberíu er verið að undirbúa hjálparstarf og bygging heimavistarskóla er þar í fullum gangi. „Við erum einnig að undirbúa hjálp- arstarf í fleiri löndum en börnin búa ýmist á barnaheimilum og heimavistum ABC eða eru hjá aðstandendum og sækja skólana. Þannig fá þau öll menntun.“ Guðrún segir tilnefningu til Samfélags- verðlaunanna hafa mikla þýðingu. „Slíkt vekur athygli á starfinu en við erum með mörg börn sem vantar stuðning og þurfum sárlega á auknum liðsafla að halda. Stofnun ABC Barnahjálpar í Færeyjum var fyrsta skrefið stil að útvíkka starf ABC barna- hjálpar á Vesturlöndum og nú erum við búin að skrá starf okkar einnig á Flórída og erum spennt að opna þar skrifstofu.“ Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC barnahjálpar : Virkir stuðningsfélagar um sex þúsund talsins Saman-hópurinn er frjáls félagasamtök ólíkra aðila sem vinna að sameiginlegu markmiði. Hópurinn vill með starfsemi sinni stuðla að samstarfi fólks sem vinnur að forvörnum, vekja athygli á þeirri ógn sem börnum og unglingum stafar af útbreiðslu áfengis og vímuefna í samfélag- inu og síðast en ekki síst styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Fjöldi aðila sem á einn eða annan hátt starfa með eða fyrir börn og unglinga eiga fulltrúa innan hópsins. Má til dæmis nefna sveitarfélög, Barnaheill, lögregluna á höfuðborgarsvæð- inu og Rauða kross Íslands. Bergþóra Valsdóttir er fulltrúi SAMFOK í Saman-hópnum. Hún segir starfsemina hafa byrjað í kringum aldamótin síðustu. „Þá tók sig saman hópur fólks og fór af stað með herferð þar sem foreldrar voru hvattir til þess að fagna þessum tímamótum með börnunum sínum. Skilaboðunum var vel tekið; þau virtust bera árangur og því höfum við haldið starfinu áfram.“ Skilaboð Saman-hópsins beinast fyrst og fremst að foreldrum og forráðamönnum. „Við segjum stundum að foreldrar séu besta forvörnin. Við höfum aftur á móti forðast að predika varðandi uppeldi og reynum frekar að hafa jákvæða hvatningu og stuðning að leiðarljósi í starfi okkar,“ segir Bergþóra. Saman-hópurinn stuðlar að samveru fjölskyldunnar: Jákvæð og hvetjandi skilaboð frá foreldrum VINNUHÓPUR SAMAN-HÓPSINS FUNDAR Guðbjörg S. Bergsdóttir frá Ríkislögreglustjóra, Eygló Rúnarsdóttir frá ÍTR og Sveinbjörn Kristjánsson frá lýðheilsustöð eru fulltrúar í Saman-hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GUÐRÚN MARGRÉT PÁLSDÓTTIR Hefur í tuttugu ár helgað krafta sína þurfandi börnum í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.