Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 11

Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 11
SUNNUDAGUR 24. febrúar 2008 Helga Lára Hauksdóttir er annar tveggja framkvæmdastjóra lög- fræðiaðstoðar Orators en frá árinu 1981 hefur fólk getað hringt til hennar og fengið ókeypis lög- fræðiráðgjöf og hefur fjöldi Íslendinga nýtt sér aðstoðina. „Við veitum alhliða lögfræðiaðstoð, aðstoðum og leiðbeinum með alls kyns mál, mikill hluti þeirra eru sifjamál, mál sem tengjast kröfu- rétti og samningarétti. Þarna fær fólk kjörið tækifæri til að kanna réttarstöðu sína og getur þá áttað sig á því hver séu skynsamleg næstu skref. Fólk er líka oft bara að forvitnast, er ekki í vandræð- um, en vill kannski athuga hvaða leið það getur farið ef svo ber undir,“ segir Helga Lára og bætir við að á símatíma rigni símtölum inn og oft komist færri að en vilja. „Símatíminn er milli hálfátta og tíu á fimmtudagskvöldum en við náum að sinna milli 15 til 20 manns á hverju kvöldi. Þörfin er alltaf mikil og hefur verið í öll þau ár sem lögfræðiaðstoðin hefur verið starfrækt.“ Helga Lára segir starfið vera mjög gefandi og þarna geti lögfræðingar framtíðarinnar fengið góða æfingu og veitt almenningi aðstoð um leið. „Það er mikill heiður fyrir starf Orators að vera tilnefnt til Samfélagsverð- launanna og hvetjandi.“ Helga Lára Hauksdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators: Þörfin er alltaf mikil HELGA LÁRA HAUKSDÓTTIR OG BARBARA INGA ALBERTSDÓTTIR Lögfræðiaðstoð Orators hefur hjálpað Íslendingum í sautján ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Starfsemi Hjálpræðishersins á Íslandi hófst árið 1895 og hefur verið öflug allar götur síðan, þó að hún hafi eðlilega tekið nokkr- um breytingum. Anne Marie Reinholdtsen majór er yfirfor- ingi Hjálpræðishersins á Íslandi. Hún segir starfsemina hafa verið í sókn að undanförnu. „Starfið felst að miklu leyti í að rétta bágstöddum hjálpar- hönd, en við erum einnig með öflugt æskulýðsstarf, sérstak- lega í Reykjavík og á Akureyri. Í nóvember síðastliðnum opnuð- um við dagsetur úti á Granda sem býður upp á samastað og félagsskap yfir daginn. Að auki hófum við í fyrsta skipti starf- semi í Reykjanesbæ nú í haust og því er nóg um að vera hjá okkur.“ Hjálpræðisherinn starfar eftir sömu kristilegu gildunum um allan heim. „Við reynum að hjálpa öllum sem þurfa á hjálp að halda, sama hverjar aðstæður þeirra eru. Við þurfum þó að setja vissar reglur, til dæmis um þá hegðun sem fólk sýnir á gisti- heimilum. En oftast gengur hjálparstarfið vel,“ segir Anne. Í starfi sínu með Hernum hefur Anne kynnst öllu litrófi mannlífsins. Hún segir starfið stundum reyna á. „Það koma vissulega erfiðar stundir en starfið er oftast afskaplega gef- andi og skemmtilegt.“ Hjálpræðisherinn á Íslandi: Erfitt en gefandi starf ANNE MARIE REINHOLDTSEN MAJÓR OG ASLAUG LANGGÅRD Þær stöllur hafa lengi starfað á vegum Hjálpræðishersins á íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BAS-hópurinn er skipaður þeim Önnu Ingigerði Arnarsdóttur, Bríeti Birgisdóttur og Soffíu Eiríksdóttur, en þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Þær vöktu mikla athygli síðastliðið sumar þegar þær skipulögðu vel sótta göngu gegn umferðarslysum. Upp- haflega áttu þær von á að um hundrað manns tækju þátt í göng- unni, en þegar upp var staðið reyndust þátttakendurnir um fimm þúsund. „Við vorum að sjálfsögðu himin- lifandi yfir því hvað þetta átak vakti mikil viðbrögð. Fólk úr þeim starfsstéttum sem koma að umferð- arslysum, til að mynda sjúkraflutn- ingamenn og slökkviliðsmenn, fjöl- mennti í gönguna og almenningur einnig, enda láta alvarleg umferð- arslys fáa ósnortna í svona litlu samfélagi,“ segir Soffía. BAS-hópurinn hefur tekið þátt í fleiri göngum til góðs. „Við höfum allar unnið talsvert með krabba- meinssjúklingum og okkur langaði til þess að safna peningum til þess að styrkja þann málsstað,“ segir Soffía. „Árið 2006 tókum við því þátt í Avon-göngunni í New York, en í henni söfnuðust í allt 9,7 millj- ónir bandaríkjadala sem renna til meðferða og rannsókna á krabba- meini.“ Þær stöllur í BAS-hópnum stefna að því að halda starfi sínu áfram og stefna að annarri göngu gegn umferðarslysum með vor- inu. BAS-hópurinn gengur til góðs: Vekja athygli á slysum BAS-HÓPURINN Bríet Birgisdóttir, Anna Ingigerður Arnarsdóttir og Soffía Eiríksdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.