Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 24

Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 24
6 FERÐALÖG H elsinki er borg umkringd vatni, enda staðsett á skaga sem teygir sig út í Eystrasalt. Hún á sér 450 ára sögu þar sem Svíar og Rússar börðust um sjóleiðir hennar og áhrif þessara tveggja nágranna eru bersýnileg. Rómantískur arkitektúr og kommúnistabyggingar raðast hlið við hlið og sameina slavneska melankólíu og skand- ínavíska frjálshyggju. Helsinki liggur vestur eftir breiðgötunum Pohjoisesplan- adi og Eteläesplanadi norður eftir Manner- heimintie þar sem er að finna stór söfn og lestarstöðina sem er byggð í art nouveau- stíl. Hönnun er kennimerki Helsinki- borgar og þar er að finna stórfenglegar byggingar eins og óperuhúsið og Kiasma- nýlistasafnið, og svo hannaði Alvar Aalto margar af 20. aldar byggingum borgarinn- ar eins og til dæmis Finlandia Hall. Þegar maður skreppur til höfuðborgar Finnlands er nauðsynlegt að bregða sér í sánu, fara á söfn og kíkja í hönnunarbúðir, og gæða sér á mat á hinum frábæru veitingastöðum sem er að finna í borginni. HIPP & KÚL HELSINKI Slavnesk melankólía mætir sænskri frjálshyggju. Tískuljósmyndarinn Yvan Rodic myndar uppáhaldsstaðina sína í höfuðborg Finnlands. YRJÖNKATU-SUNDLAUGIN Slakaðu á í elstu sánu borgarinnar sem var opnuð árið 1928. Hér geturðu sprangað um nakinn í æðislegu gamaldags umhverfi. ( Yrjönkatu 21b) HELSINKI 10 Mikilvægasta „konsept“-búðin í Helsinki þar sem hægt er að finna bæði finnska og alþjóðlega hluti, allt frá fatnaði og bókum upp í tónlist og húsbúnað. (Eerikinkatu 3) EROTTAJA BAR Lítill og svalur bar með frábæru andrúmslofti. Sóttur af listatýpum og fjölmiðlafólki. (Erottajankatu 15-17) WE GOT BEEF Þessi staður verður að vera síðasti áfangastaður næturinnar í Helsinki. Um klukkan tvö að næturlagi fara allir sem eru eitthvað á þennan svakalega smart næturklúbb. (21 Iso Roobertinkatu) DESIGN FORUM FINLAND Gallerí og verslun þar sem þú getur skoðað eða keypt frægustu hönnunarverk Finna. (Erottajankatu 7) HOTELLI SEURAHUONE Þetta hótel hefur verið einn frægasti staður Finnlands allt frá opnun þess árið 1833. Hér er að finna dásamlegt, virðulegt andrúmsloft og sérlega góða þjónustu. (Kaivokatu 12) UPPÁHALDSVEITINGASTAÐURINN? Sticks´n´Sushi finnst mér alltaf bestur. Ég elska sushi-ið þar, alltaf jafn ljúffengt. Hann er á mörgum stöðum um borgina. Ekkert sérstaklega barnvænn þegar líða tekur á kvöldið en það er hægt að leysa með Sticks´n´Sushi take-away. www.sushi.dk HVAR ER BEST AÐ FÁ SÉR ÖL? Á Charlie´s Bar hjá snillingnum Emil bruggara. Þar eru yfir 100 tegundir af bjór og 10 dælur í gangi með nýrri tegund af bjór hvern dag. Charli- e´s Bar er (Pilestræde 33, 1112 KBH) niðri í bæ, mitt í verslunarparadísinni. FLOTTASTI BARINN? Karrier Bar er aðal „hittið“ þessa dagana. Hann er í gömlu sláturhúsi á Flæsketorvet og er rosalega artí. Mjög hrár staður með hrika- lega flottum listaverkum. Þar er meðal annars rosalega flott ljós eftir Ólaf Elíasson og verk eftir marga af bestu ungu listamönnunum í dag. www.karrierebar.com NÝJASTA UPPGÖTVUNIN? Arna vinkona mín færði mér lítinn sætan kassa með 8 stykkjum af „Flødeboller“ frá Magasin. Ég er ekki búin að hugsa um annað síðan þær kláruðust. BESTU GÖTURNAR TIL AÐ KAUPA FÖT? Það er mjög þægilegt að fara í Gallery K (Antonigade 2), þar er Designers Remix, Day, Malene Birger, Evisum, stór H&M og Mood sem selur æðislega hluti fyrir heimilið. Mér finnst Østerbrogade og allar litlu göturnar út frá henni alltaf æði. Þar eru m.a. Moshi Moshi-búðirnar þrjár, Lola Pagola sem er geggjuð skó- búð, Norman Copenhagen og fullt af litlum sætum búðum með barnafötum. BESTI STAÐURINN TIL AÐ VERA MEÐ BÖRN? Frederiksberg-dýragarðurinn er yndislegur staður fyrir börn. Hann er opinn allt árið og algert möst. Þar er einnig góður og barnvænn veitingastaður. Fyrir fólk sem er með ungbarn og á bæjarrölti er mjög þægilegt og gott að fara og fá sér að borða á efstu hæðinni í Illum, þar sem er sérstakt barnasvæði. RÓMANTÍSKASTI GÖNGUTÚRINN? Mér finnst Kaupmannahöfn mjög rómantísk í heild sinni, sérstaklega þegar fer að hlýna. Það er svo mikið líf alls staðar og allir garðar fullir af fólki með nestiskörfur og börnum að leika sér. HEIMAMAÐURINN Kaupmannahöfn HELGA ÓLAFSDÓTTIR, FATAHÖNNUÐUR www.ultimathule.is Spennandi ferðir um allan heim

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.