Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 26
8 FERÐALÖG LONDON BORÐAÐ… Lounge Lover 1 WHITBY STREET, LONDON, E2 7DP +44 (0) 207 012 1234 Ótrúlega svalur veitingastaður og bar (svo svalur að sjálf Madonna hélt upp á afmælið sitt þar fyrir nokkru) í hjarta Austur-London. Dýrindis matur er borinn fram í kínverskum „takeout“-boxum. (Við fengum okkur rækjur og litla kjöt- bita í boxi og kampavín). Umhverfið er skemmtileg blanda af lúxus og hrárri götustemningu en gestir sitja ýmist í djúpum rauðum flauelssóf- um, dyngjum og antíkhúsgögnum og allt er í bland – kristalsljósakrón- ur og járnborð. Ekki svo dýr matur en ljúffengur er hann. Texture Restaurant 34 PORTMAN STREET, LONDON, W1H 7BY +44 (0) 207 224 0028 Það er eiginlega skylda hvers Íslendings að heimsækja þennan besta nýja veitingastað ársins 2007 (að mati Independent) þar sem kokkurinn er Íslandsbarn, Agnar Sverrisson, en staðurinn er hug- arfóstur hans og Frakkans Xavier. Matreiðsla Agnars hefur verið rómuð af matargagnrýnendum í blöðum allt síðasta ár og umhverf- ið er stórkostlega fagurt, fágað og klassískt en þeir sem sækja staðinn segja að það sé ekki síður þess virði að fara þangað vegna kampavínsbarsins. Þar er að finna mikið úrval kampavíns – 88 teg- undir. Evrópskur matur og ýmislegt óvænt íslenskt dúkkar upp – eins og kartöfluflögur úr þorskroði og Erró á veggjum. Amaya HALKIN ARCADE, MOTCOMB STREET, LONDON, SW1X 8JT +44 (0) 207 823 1166 Þessi indverski veitingastaður sem var opnaður fyrir um einu og hálfu ári þykir bjóða upp á svo góðan mat að einn matargagnrýnandinn sagði að það tæki nokkra daga að hætta að hugsa um matinn. Ekki eru það þó síður innréttingarnar sem henta sælkeranum en matar- lystin á einnig hreinlega að aukast í umhverfi Amaya segja matar- skríbentar. Borðin eru úr rósaviði, ítalskt leður á stólum, klassískir hlutir í bland við aðra framandi og óvænta, svo sem indverska nútímalist. Eldhúsið er opið og þar má sjá flottustu indversku mat- reiðsluaðferðirnar fyrr og síðar. Lýs- ingin á staðnum þykir afar falleg. Á daginn fær dagsbirtan að njóta sín í gegnum glerþak staðarins og á kvöldin er afar skemmtileg og dramatísk lýsing framkölluð með sérstaklega fallegum ljósakrónum. DRUKKIÐ… The Club Bar and Dining 21 WARWICK STREET, SOHO, LONDON, W1B 5NF +44 (0) 207 734 1002 Margir segja að sú háannatíð sem hefur verið í drykkjumenningunni á Soho undanfarið sé að mörgu leyti að þakka The Club Bar and Dining, sem þar var opnaður fyrir um einu og hálfu ári. Í fyrra var staðurinn valinn besti nýi bar ársins af The Brahma London Club and Bar Awards en einnig er hægt að snæða á staðnum. Á jarðhæð er bar og léttar veitingar en í kjallara er æðislegur kokkteilbar, mun íburðarmeiri en afslappað and- rúmsloftið á efri hæðinni, og þaðan fer enginn nema að fá sér einn Clubtini! OG DANSAÐ… Crystal Club 78 WELLS STREET, MARYLEBONE, LONDON, W1T 3QL +44 (0) 871 971 5006 Viljirðu enda vel heppnað kvöld í London með stæl er um að gera að reyna að komast inn á Crystal Club (þarft örugglega helst að ljúga því að þú sért sonur eða dóttir forseta Íslands til að vera öruggur um aðgang) en á síðasta ári hreiðraði allt aðallið Lundúna þar um sig. Enda er skemmtanastjórinn, Jacobi Anstruther-Gough-Cal thorpe, besti vinur Vilhjálms prins og þeir prinsarnir báðir, Vilhjálmur og Harrý, þar fastagestir og Björk hefur víst einnig sést skemmta sér þar. Biðin gæti verið löng utan við staðinn en þegar inn er komið er þó ekkert meira vesen og engin sérstök „VIP-svæði“ sem þér er meinaður aðgangur að. Eins og nafn staðarins gefur til kynna gegnir kristall veigamiklu hlutverki í hönnun staðarins og ljósahönnunin er einstök. STOKK- HÓLMUR BORÐAÐ... Mattias Dahlgren GRAND HOTEL STOCKHOLM, SÖDRA BLASIEHOLMSHAMNEN 6, BOX 16424, S-103 27 STOCKHOLM +46 867 935 84 Svíinn Mattias Dahlgren er eitt þekktasta nafnið í veitingarekstri Svía, en áður rak hann veitinga- húsið Bon Lloc í Stokkhólmi sem vann sér það til frægðar að vinna sér inn Michelin-stjörnu á sínum tíma. Dahlgren er einnig eini Svíinn sem unnið hefur Bocuse d´Or-verðlaunin. Nú á síðasta ári opnaði Dahlgren nýjan veitingastað undir eigin nafni á Grand Hotel í Stokkhólmi en þar er það ekki síður umhverfi staðarins en maturinn sem vakið hefur athygli. Nú í janúar síðastliðnum vann staðurinn The Wallpaper Design Awards 2008 fyrir bestu hönnunina en hún er í höndum engrar annarrar en Ilse Crawford. Le Rouge BRUNNSGRÄND 2-4, 111 30 STOCKHOLM +46 850 524 430 Í október síðastliðnum opnaði sænsk-franska kokkateymið Dany- el Couet og Melker Anderson, sem undanfarin ár hefur opnað hvern afburðaveitingastaðinn á fætur öðrum, æðislegt franskt eldhús í stórkostlegu umhverfi. Veitinga- staðurinn er á frábærum stað og innanhúss minnir hann einna helst á 19. aldar háklassa franskt hóru- hús.Veggir eru klæddir rauðu velúr og á gólfum eru þykk rauð teppi – en eins og nafn staðarins gefur til kynna er rauði liturinn í aðalhlut- verki. Sænskt eðalhráefni og frönsk matreiðsla gera svo frábæra hluti fyrir bragðlaukana. Carl Michael ALLMÄNNA GRÄND 6 115 21 STOCKHOLM +46 866 745 96 Viljirðu bragða þjóðlegan sænsk- an hádegisverð eða kvöldmat er Carl Michael einn sá besti þeirrar tegundar en þar finnurðu alla klassísku sænsku réttina, eldaða úr fyrsta flokks hráefni. Staðurinn sló í gegn á síðasta ári og var valinn besti sænski veitingastaðurinn af sænska tímaritinu Nöjesguiden. Það var Joakim Persson sem sá um hönnunina innanhúss en andrúmsloftið færir þig aftur til 18. aldar. Þjóðlegt og klassískt. DRUKKIÐ… Akkurat HORNSGATAN 18, 11820 STOCK- HOLM, SWEDEN +46 864 400 15 Stór og líflegur bar með næstum sérkennilega mikið úrval af bjór- tegundum og þar á meðal má finna alls kyns „retró“ bjórtegundir sem einhverjir gætu ætlað að væri hætt að framleiða fyrir minnst fjörutíu árum. Hægt er að eyða kvöldinu í að kaupa sér alls kyns flöskur og smakka á hinum og þessum drykkjum – sumum afar sjaldgæf- um. Frábært stopp áður en haldið er á vit næturævintýranna. OG DANSAÐ… Café Opera KUNGSTRÄDGÅRDEN SE-111 86 STOCKHOLM, 11186 +46 8 676 58 07 Í um tuttugu ár hefur Café Opera verið þéttsetinn þotuliði hvað- an æva að úr heiminum og eru gestir þar allt frá því að vera heimsþekktir rokkarar, fyrirsætur og fyrirfólk. Og engir hálffrægir eða eitt sinn frægir heldur fólk eins og Mick Jagger og Cindy Crawford. Stað- urinn heldur sínum vinsældum og er einhverra hluta vegna alltaf jafn vinsæll hvort sem það er glæsi- legu umhverfinu eða þakka eða andrúmsloftinu en gestir staðarins segja að þótt drykkirnir séu frekar dýrir sé heimsóknin þess virði þar sem allt er fyrsta flokks. NEW YORK BORÐAÐ... Bar Fry 50 CARMINE ST. Á MILLI BEDFORD STREET OG BLEECKER STREET +1 212.929.5050 Einstaklega skemmtilegur og ein- faldur matsölustaður eða „Eatery“ eins og þeir kalla það í New York. Bar Fry býður eins og nafnið gefur til kynna aðeins upp á djúpsteiktan mat og þá að japönskum hætti. Hér er hægt að fá alls kyns tempura, kjöt, fisk, sjávarrétti, grænmeti og jafnvel ávexti með ljúffengum ídýfusósum. Meðlæti er engifer, hrátt saxað grænmeti, hrísgrjón og steiktur laukur og svo er hægt að fá heimalagaðan ís í eftirrétt. Dekóið er einfalt með stórri krítartöflu á öðrum endanum og stóru barborði, og með matnum er boðið upp á ýmiss konar bjóra og sake-vín. Bar Boulud 1900 BROADWAY Á MILLI 63. OG 64. GÖTU +1 212.595.0303 Franski kokkurinn Daniel Boulud er hér með veitingastað með áherslu á kjötrétti í pottum (terrine)og þá erum við að tala um allt frá kæfum og pottréttum eins og coq au vin upp í blóðpylsu og snigla. Bouloud er ættaður frá Lyon í Frakklandi og vildi rifja upp æskuminningar af pylsum og rauðvíni og á veit- ingahúsinu er að finna gnægð af hvoru tveggja. Í forrétt er hægt að fá alls kyns dásamlegar franskar pylsur og hráskinkur og vínkjall- arinn geymir geysilega góð vín frá Búrgúndí og Rhône-dalnum. Á meðal rétta er frábær marokkósk- ur lambapottréttur, foie gras með púrtvíni og trufflum og kanínu- glás með pístasíuhnetum. Meðal eftirrétta eru gamaldags franskar bökur með ýmiss konar ávöxtum og rjómabollur með súkkulaðibráð. Einnig er hægt að setjast niður á veitingahúsinu bara til þess að fá sér vínglas. The Waverley Inn Í HJARTA WEST VILLAGE, RÉTT HJÁ VEITINGASTAÐNUM SPOT- TED PIG Þessi staður er svo töff að það er ekkert heimilisfang gefið upp. Það er ekki einu sinni hægt að hringja og panta borð. Allar stjörnurnar fara hingað, þetta var uppáhalds- staður Heaths Ledger sáluga og Gwyneth Paltrow er fastagestur. Maður verður eiginlega bara að setja upp sitt svalasta púss og labba hnarreistur inn og athuga upp á von og óvon hvort það geng- ur. Maturinn þykir guðdómlegur og í versta falli er hægt að setjast við barinn ef maður fær inngöngu en ekkert borð. ET, DREKK OG VER GLAÐUR! Það er ekki sjálfgefi ð að þú rambir inn á réttu staðina þótt þú sért kominn í draumaborgina þína og um að gera að vera búinn að kynna sér aðeins áður hvar þú átt að eyða dýrmætu kvöldunum þínum þremur eða fjórum í helgarferðinni þinni. Ferðalög héldu á vit veitinga- staða og næturlífs og bjuggu til lista yfi r staði sem það myndi heimsækja væri það statt í London, París, New York eða Stokkhólmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.