Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 70
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MARS 2008 I ngveldur er tóm. Tóm í sálinni. Tóm í hjartanu. Árið hefur farið skelfilega af stað sökum áfalla á fjármálamark- aðnum og slæms gengis strákanna okkar í handboltanum. Og þar með eru upp talin hennar tvö helstu áhugamál, peningar og menn. Hún þarf að fylla í tómarúmið. Hún þarf ást. Og hvar er meiri ást en í New York? Sálfræðingar hafa sannað að Retail Therapy hefur hjálpað fólki að komast yfir áföll á borð við skilnaði, áfengissýki og forræðis- deilur. Það er engin tilviljun að Britney og Lindsay fara varla út úr húsi án þess að koma við í Versace, Chanel og á einstaka bensínstöðv- um. Neyslan græðir og læknar öll sár. En Ingveldur finnur að hún þarf eitthvað meira en nýja tösku eða skó. Hún þarf mat. Og hann amerískan. Það er kominn tími á átferð til New York. Ingveldur vill ekki koma heim frá New York bólgin eins og hinir sem fara í gúffferðir. Maður þarf að vinna sér inn fyrir gúffi hugsar hún enda finnst henni fitukeppirn- ir sem fara samferða henni í flug- vélinni ekki eiga þetta skilið. Hún hallar sér aftur í flugsætið og minnist Möggu, fyrrverandi mág- konu, sem fór í sínar árlegur átferðir til Ítalíu til þess eins að koma aftur heim bólgin af kolvetn- um og samviskubiti. En Ingveldur, hún fer út eftir tíu daga hreinsun og detox. Þegar Ingveldur borðar er hún líka ein. Enda finnst henni afskaplega ósmart að standa á blístri innan um annað fólk. Í brúð- kaupum og kokteilboðum liðinna ára hefur Ingveldur ekki sést með höfuðið ofan í pinnafati eða rækju- kokteil, hún felur vínglasið í myndatökum og reykir ekki opin- berlega. Ingveldur er aldrei ólekk- er og fer því til útlanda til að gera það sem hún þarf að gera og innan um fólk sem mun aldrei sjá hana aftur. Þegar hún lendir á JFK er stefn- an tekin á Litlu-Ítalíu. Eftir tösku- kaup á Canal Street beygir hún upp Mulberry Street sem er hjarta hverfisins. Útihátíð hjá heima- mönnum og básar ramma inn göt- una með dýrindis ítölskum karl- mönnum sem standa og djúpsteikja allt á milli himins og jarðar. Ítalski fáninn, sverir upphandleggir, dökk augu, svitaperlur, breiðir hálsar og steiktar kjötsamlokur umlykja Ingveldi. Sushi hvað? Í augnablik svimar hana en hún rankar við sér í tæka tíð áður en hún líður út af. Hún er komin til himna. Hún setur upp svört sólgleraugu og brettir upp ermarnar. Nú verður gúffað í þögn. New York-leyndarmálið er óhult með henni einni og djúp- steiktu pylsusamlokunni... Sálin er barmafull. Af ást. UNGFRÚ INGVELDUR... Fær sér pylsu í New York Fótboltaáhugamenn hafa verið duglegir í vetur að fjölmenna á leiki í ensku deildinni og enn eru um þrír mánuðir eftir af veislunni svo það er ekki úr vegi að skella sér á leik nú þegar vorar og hlýnar hið ytra. Express ferðir eru með sér- stakan fótboltaklúbb sem snið- ugt er að ganga í til að fá alls kyns tilboð og upplýsingar um nýjustu ferðirnar og íþrótta- deild Úrval Útsýn hefur í mörg ár verið dugleg að bjóða upp á skemmtilegar ferðir til Eng- lands, bæði nokkrar stórar hópferðir og svo sérferðir fyrir minni hópa. IT ferðir bjóða einnig upp á ferðir til Englands sem og á ferðir til að horfa á spænska boltann og að síðustu má ekki gleyma Evr- ópumótinu í fótbolta sem má fara að hlakka til og skipu- leggja ferðir á bráðum en mótið hefst 7. júní og lýkur 29. sama mánaðar. FULLT AF FÓTBOLTA framundan - og Evrópumótið sjálft í júní Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.