Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 74
22 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Þ ó Valdimar sé fæddur og uppalinn á bænum Litlu-Heiði í Mýr- dalnum er miðborg Reykjavíkur hans staður. Hlemmur, Laugavegur, Lækjartorg. Hann fer rösklega yfir, jafnan með tösku sem í eru gersemar. Valdimar setur svip á miðborgina og er einn þeirra sem glæða hana lífi. „Ég var alltaf mikill búskussi,“ segir Valdimar um æskuárin á Litlu-Heiði. „Ég gekk bara sveim- huga um jörðina, horfði út í áttirn- ar og taldi fugla himins og strá jarðar.“ Sextán ára hélt Valdimar til menntaskólanáms í Reykjavík en skólagangan varð styttri en ráð- gert var. Að eigin sögn hraktist hann úr námi með skömm og nið- urlægingu. „Það bar mikið á floga- veiki og lystarstoli svo ég var þróttlítill og árangurinn í náminu eftir því,“ segir Valdimar sem vann í pylsuvagninum í Austur- stræti meðfram námi. Að vori fór hann heim í Mýrdalinn og varði þar sumrinu en kom aftur í bæinn um haustið og þar hefur hann verið síðan. Eftir stuttan stans á póst- húsi tók Valdimar til við pylsusöl- una á ný. „Ég vann í pylsuvagnin- um í mörg ár með öðrum störfum eins og bóksölu, afgreiðslu og ána- maðkaheildsölu,“ segir Valdimar. Enn er hægt að fá eina með öllu hjá honum, nú í sjoppunni í strætó- stöðinni á Lækjartorgi. Ljóð eru meðal Gersemarnar í töskunni − sem Valdimar kallar skjóðu − eru ljóða- bækur. Þær ber hann með sér hvert sem hann fer. „Ég fór að sveima um fornbókasölurnar og hændist að þjóðlegum fróðleik,“ svarar Valdimar spurður hvenær hann fór að kynna sér ljóðlist. „Svo fjaraði þetta út og ég fór meira yfir á skáldskaparsviðið og þá einkanlega ljóðlistina. Hún hentar vel þessu flöktandi lífi, það er allt- af hægt að hafa í skjóðu sinni ljóða- bók og grípa í við hvaða tækifæri sem er.“ Og tækifærin sem Valdimar nefnir − þau eru ekki bara dauðar stundir í amstri dagsins. Þegar kólgubakkar hrannast upp finnur hann frið í ljóðunum. „Þau eru mikil huggun harmi gegn og færa manni bæði geðró og gleði. Það er sama hvaða raunir dynja á manni, hægt er að sefa sig með fallegum stefjum og hendingum úr ljóðum. Þetta er mjög vanmetið geðlyf sem hefur engar aukaverkanir,“ segir hann. Í fyrstu var Valdimar ákafur hatursmaður nútímaljóða og leit á þau sem sjúk fræði, að eigin sögn. „Ég reigði nefið hátt á móti þessari úrkynjun og vildi ekkert af henni vita en las rímur og hefðbundinn skáldskap. En svo um nítján ára aldurinn sá ég að ég gat ekki dæmt það sem ég þekkti ekki og fór að viða að mér hinum og þessum höf- undum, byrjaði líklega á fyrstu bók Jóns Óskars og las svo atóm- skáldin hvert af öðru; Hannes Pét- ursson, Þorstein frá Hamri og Vil- borgu svona svo ég nefni einhver. Það var afskaplega ánægjulegt að sjá á bak þessari heimsku því ver- öldin stækkaði við þetta.“ Bækurnar hrannast upp Valdimari nægir ekki að lesa ljóða- bækur. Hann þarf að eiga þær. Og með árunum hefur hann komið sér upp góðu safni um tvö þúsund ljóðabóka sem þekja veggina á heimili hans við Rauðarárstíg. „Ég vil geta gengið að þessu. Ljóð eru ekki eins og skáldsögur sem maður les einu sinni og svo kannski ekki aftur fyrr en áratugum seinna. Ljóðabækur eru lesnar í pörtum. Maður tekur mola og mola en aldrei brauðsneiðina í heilu lagi.“ Sjálfur hefur Valdimar dundað sér við að yrkja og á síðasta ári kom út bókin Enn sefur vatnið. Hann hefur líka þýtt ljóð annarra, einkum norrænna höfunda, og Ljóð um dauðann eftir Inger Chris- tensen kom út í þýðingu hans fyrir tveimur árum. Valdimar veit sitthvað um líf skáldanna sem hann hefur dálæti á og segir það bábilju að bestu ljóð- skáldin hafi jafnan verið svöng og drykkfelld. Sum hafi verið af góðum ættum og ágætlega stæð. „Sultarvísindin eru svolítið þreyt- andi. Maður hefur sjálfur átt tíma- bil sem voru mögur og ekki varð ég var við að andagiftin væri meiri.“ Já, Valdimar veit hvernig er að vera blankur. Þeir dagar komu sem hann hafði ekki ráð á að kaupa sér mat. „Þegar fjárráðin voru sem naumust var ég svo heppinn að vera með lystarstol. Mér var því sama hvort ég borðaði eða ekki,“ segir hann og bætir við að líðanin hafi nú ekki verið svo sérlega slæm þó oft hafi hann verið máttlítill og vegmóður. „Það komu tímabil þar sem ég vann en erfitt var með heimtur. En þá bank- aði maður upp á hjá góðu fólki og fékk mjólkurglas og brauðsneið. Annars hugsaði ég alltaf lítið um að næra mig, ég var nefnilega upp- tekinn við að lesa bækur og rabba við skáld og sérvitringa.“ Ekki öld of seinn Orðfæri Valdimars er öðruvísi en flestra annarra 36 ára gamalla manna. Alveg eins og áhugamálin. Á stundum virðist hann vera 19. aldar maður í hugsun og tali. Til dæmis á hann til að svara mönnum í bundnu máli. „Ég umgekkst fólk fætt um og fyrir aldamótin nítján hundruð, hlustaði á það og mótaðist af orðafari þess og hugsunarhætti. Síðan fer ég lesa texta sem er klass- ískur og fagurfræðilegur. Þetta hefur mótað mig,“ segir Valdimar og bætir við að öfugt við það sem tíðkist í samfélaginu í dag reyni hann að hugsa áður en hann talar. „Hraðinn er svo mikill að fólk talar áður en það hugsar. Svoleiðis skilur lítið eftir sig.“ Valdimar segist ekkert hafa á móti samfélaginu eins og það er en hann sjái ekki ástæðu til að taka þátt í hlaupunum og hraðanum. Hann hafnar því hins vegar að hann sé öld of seint á ferðinni. „Við sjáum bara það góða sem þá var en höfum gleymt vesöldinni, hungrinu og umkomuleysinu. Ég hugsa að fyrir einni öld hefði ég verið sálsjúkur bóndasonur og drepist fyrir aldur fram af vannæringu og vesöld.“ Ljóð eru geðlyf án aukaverkana HEIMA Valdimar Tóm- asson á um tvö þúsund ljóðabækur og gluggar í þær til að sefa sig. Hann veit líka sitthvað um skáldin og segir það bábilju að þau bestu hafi ort sín kvæði við sult og í áfengisvímu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í vettling manns eftir Baldur Óskarsson Minnisbók eftir Sigurð Pálsson Vetrarmyndin eftir Þorstein frá Hamri Rómaveldi eftir Will Durant Fyrir kvölddyrum eftir Hannes Pétursson Fjöllin verða að duga eftir Þórarin Eldjarn Ljóðhús eftir Þorstein Þorsteinssson Biblían Sögur Einars H. Kvaran Minningar Guðrúnar Borgfjörð Tíu bækur sem Valdimar er að lesa eða hefur nýlokið við Þegar eitthvað bjátar á í lífi Valdimars Tómassonar sækir hann sér geðró og gleði í ljóð. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson lýsir hann ferða- lagi sínu frá túninu heima til óvenju veglegs ljóðasafns við Rauðarárstíg. Valdimar rifjar meðal annars upp þann kafla í lífi sínu þegar hann var svo upptekinn við að lesa bækur og rabba við rithöfunda og sérvitringa að hann gleymdi að borða. Hraðinn er svo mikill að fólk talar áður en það hugsar. Svo- leiðis skilur lítið eftir sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.