Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 86
34 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGIR MAMMA?
Bubbi Morthens hefur vaðið fyrir neðan sig.
Hann er með þeim fyrstu til að bóka tónleika í
nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu sem nú rís á
hafnarbakkanum í Reykjavík. Hið glæsilega
mannvirki verður tekið í notkun í desember
árið 2009 og Bubbi er þegar búinn að bóka sína
árlegu Þorkláksmessutónleika í stóra sal húss-
ins það ár og síðan næstu Þorkláksmessur á
eftir.
Í húsinu verða fjórir salir. Sá stærsti tekur
1.800 manns í sæti og þar ætlar Bubbi að spila.
Hann vonast því klárlega eftir fleiri gestum en
á fyrri Þorláksmessutónleika því bæði Hótel
Borg og Nasa, þar sem Bubbi hefur spilað til
þessa á Þorláksmessu, taka meira en helmingi
færri. Aðrir salir í nýja húsinu eru ráðstefnu-
salurinn, sem tekur 750 manns í sæti, æfinga-
salurinn sem tekur 450 manns í sæti, og minnsti
salurinn, sem tekur 200 manns í sæti. Portus
group sér um pantanir og þótt Bubbi hafi ekki
verið sá fyrsti til að bóka er hann sá fyrsti til
að bóka mörg ár í röð fram í tímann.
Það er annars að frétta af Bubba að nýja
platan hans, sem ber vinnuheitið Fjórir naglar,
mun koma út 6. júní, á 52 ára afmælisdegi
Kóngsins. Platan er sú fyrsta með frumsömdu
efni síðan skilnaðarplötutvennan Ást og Í 6
skrefa fjarlægð frá Paradís kom út um sumarið
2005. Nýju plötuna gerði Bubbi með Pétri Ben
sem sá um upptökur og hljómsveit sinni Stríð
og friður. Bubbi skrifar á aðdáendasíðu sína,
bubbi.is, að þrettán lög hafi verið tekin upp og
að þessi plata „eigi eftir að koma mönnum á
óvart“. - glh
Bubbi bókar nýja tónlistarhúsið
HÉR VERÐUR BUBBI Á ÞORLÁKSMESSU 2009 Tölvu-
teikning sýnir útlit stóra salarins.
Herranótt sýnir nú verkið Nosfer-
atu – í skugga vampírunnar í
Tjarnarbíói, þar sem gerviblóðið
flýtur um sviðið. Ólafur S. Þor-
valdz, sem jafnframt leikstýrir
uppsetningunni, vann leikgerðina
upp úr bíómyndinni Shadow of the
Vampire frá árinu 2001. Hún er
hins vegar byggð á upprunalegu
Nosferatu-myndinni frá árinu
1922. „Sagan okkar er sú að leik-
stjórinn, Murnau, hafi ráðið alvöru
vampíru til að leika Nosferatu,
gegn því að hún fái eitthvað fyrir
sinn snúð,“ útskýrir Ólafur íbygg-
inn.
Það er Ásta Fanney Sigurðar-
dóttir, sem er á þriðja ári við MR,
sem bregður sér í gervi vampír-
unnar í uppsetningunni. Hún hefur
áður leikið skipstjóra og hermann
í uppsetningu Herranætur á Birt-
íngi árið 2006. „Nú er ég hokin 900
ára gömul karlkyns vampíra,“
segir Ásta, sem eins og við má
búast leitar ekki mikið í eigin
reynslubanka við túlkunina. „Ég
er samt búin að finna eitt sem við
eigum sameiginlegt. Ég er svo
hvít á hörund að ég má eiginlega
ekki sjá sól, þá fæ ég sólarexem,“
segir hún og hlær við.
Ásta fær, eins og gefur að skilja,
sinn skerf af því blóði sem flýtur
um sviðið á sýningum. „Ég spýti
blóði, drekk blóð og slefa blóði
allan tímann,“ segir hún. „Ég er
alltaf að ljúga því að fólki að þetta
sé svínablóð, en þetta er í alvörunni
síróp, vatn, matarlitur og kakó.
Þetta er mjög sætt og ekkert rosa-
lega gott á bragðið, en mun skárra
en einhver tómatsósublanda sem
var prófuð fyrst. Hún var ógeð,“
segir Ásta.
Magnús Örn Sigurðsson, sem
leikur leikstjórann, er blessunar-
lega laus við blóðbaðið, fyrir utan
stöku slettur. Hann er einnig á
þriðja ári við MR, og hefur tekið
þátt í Herranótt frá því að hann
hóf nám við skólann. „Fyrst lék ég
franskan náunga í Birtíngi, og í
fyrra lék ég krimmavin aðalpers-
ónunnar í DJ Lilli. Nú er ég orðinn
snarklikkaður leikstjóri,“ útskýrir
Magnús, sem segir uppfærsluna
afar skemmtilega. „Þetta er líka
svo magnað gervi sem Ásta
Fanney er í, hún líkist helst
skrímsli. Það tók mig tíma að venj-
ast henni,“ segir hann brosandi.
Magnús hefur horft á uppruna-
legu Nosferatu-myndina, en hefur
hins vegar verið bannað að horfa á
Shadow of the Vampire til að hún
hafi ekki of mikil áhrif á leikinn.
„Ég er orðinn mjög spenntur að
horfa á hana þegar við erum hætt
að sýna,“ segir hann.
Leikstjóri er Ólafur S. Þorvaldz,
en hljómsveitin Rökkurró sér um
tónlist.
sunna@frettabladid.is
ÁSTA FANNEY SIGURÐARDÓTTIR: LEIKUR AÐALHLUTVERKIÐ Í SÝNINGU HERRANÆTUR Í MR
Blóðugir menntskælingar á leiksviði
Í SKUGGA VAMPÍRUNNAR Ásta Fanney
Sigurðardóttir leikur vampíru og spýtir
og slefar blóði mestalla sýninguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BÍÓ/LEIKHÚS Leikgerðin er unnin upp
úr bíómyndinni Shadow of the Vampire,
sem fjallar um gerð kvikmyndarinnar
Nosferatu, frá árinu 1922.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BLÓÐI DRIFIÐ MR Þáttakendur í uppsetningu Herranætur kynntu leikritð á föstudag með því að liggja blóði drifnir vítt og breitt á
skólasvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Hann Axel er skemmtilegur og
góður strákur og það gætu allar
mömmu verið stoltar af því að
eiga svona strák fyrir son. Hann
er duglegur að læra og maður
þarf eiginlega aldrei að hafa
neinar áhyggjur af honum.“
Sigurbjörg Sigurðardóttir er mamma
Axels Kristinssonar sem vann Úr að ofan-
keppnina í MR á dögunum.
„Með barnaskákmótinu viljum
við heiðra Guðfríði Lilju, sem
gegnt hefur embætti forseta
Skáksambands Íslands með
glæsibrag síðustu árin. Hún hefur
því miður lýst því yfir að hún ætli
að hætta í vor og er þá skarð fyrir
skildi,“ segir Hrafn Jökulsson
rithöfundur og skákfrömuður.
Hrafn brunaði á mölina nú
fyrir helgi en hann er búsettur
norður við Íshaf, í Trékyllisvík,
þar sem hann sinnir ritstörfum
með meiru. En hann hefur annað
augað á framgangi skákar og nú
liggur mikið við. Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir þingmaður dregur
sig nú í hlé sem formaður
Skáksambands Íslands. Hún mun
setja barnaskákmót sem haldið
verður í Ráðhúsinu og hefst það
klukkan tvö í dag. Júlíus Vífill
Ingvarsson, formaður mennta-
ráðs borgarinnar, leikur fyrsta
leikinn.
Þótt Hrafn sé fjarri sollinum
heldur hann við skákvakningunni
sem við hann og skákfélagið
Hrókinn má kenna. „Öll börn eru
velkomin á mótið en einmitt nú í
vikunni er tveimur námskeiðum
Hróksins í Vesturbæjar- og
Austurbæjarskóla að ljúka. Í
vikunni ætla ég að sækja heim
skóla í Reykjavík og Kópavogi, og
færa börnum „Skák og mát“ frá
Hróknum og Eddu. Alls hafa
verið gefnar 25 þúsund bækur til
verkefnisins. Efalítið er það
stærsta bókagjöf seinni ára
hérlendis.“ - jbg
Guðfríður
Lilja kvödd
GUÐFRÍÐUR LILJA
Lætur nú af embætti
forseta Skáksam-
bandsins en til
heiðurs henni er
efnt til mikils
skákmóts í
Ráðhúsinu í
dag.
HRAFN JÖKULSSON
Þótt búsettur sé
norður við íshaf
stuðlar hann
sem fyrr að
framgangi
skákarinnar.
EKKI RÁÐ NEMA Í TÍMA
SÉ TEKIÐ Þorláksmessur
Bubba frá og með 2009
komnar á hreint.
Hvað er að frétta? Það er bara allt gott að frétta.
Augnlitur: Blár.
Starf: Sellóleikari.
Fjölskylduhagir: Á lausu.
Hvaðan ertu? Góð spurning. Ég fæddist í Reykjavík
en mamma og pabbi eru að norðan.
Ertu hjátrúarfull? Nei, alls ekki.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Project Runway.
Uppáhaldsmatur: Ég fékk mjög góða fiskisúpu hjá
frænku minni um daginn.
Fallegasti staðurinn: Eyjafjörður.
iPod eða geislaspilari: iPod.
Hvað er skemmtilegast? Að spila kammermúsík.
Hvað er leiðinlegast? Að rífast.
Helsti veikleiki: Óþolinmæðin.
Helsti kostur: Það sem kallað er á frönsku: joi de
vivre.
Helsta afrek: Að skipuleggja þessa kvartett-tón-
leikaferð til Íslands.
Mestu vonbrigðin: Ég held ég sé of ung til að
hafa orðið fyrir alvöru vonbrigðum.
Hver er draumurinn? Að geta spilað tónlist
allt mitt líf.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Margaret
Cho. Snillingur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Margt fer í taugarnar á mér en það er
oftast út af því að ég er ekki sátt við
sjálfa mig.
Hvað er mikilvægast? Að vera
opin fyrir möguleikum í lífinu.
HIN HLIÐIN SÆUNN ÞORSTEINSDÓTTIR SELLÓLEIKARI
Skemmtilegast að spila kammermúsík
16.04.
1984