Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 16
16 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á árinu 2007 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur félagsins árið 2007 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á árinu 2007 4. Tillaga til breytinga á sam- þykktum félagsins1) 5. Tillaga stjórnar um starfs- kjarastefnu félagsins 6. Kosning stjórnar 7. Kosning endurskoðanda 8. Ákvörðun um þóknun stjórnar fyrir næsta kjörtímabil 9. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum fyrir hönd félagsins 10. Önnur mál Dagskrá: Aðalfundur SPRON hf. A R G U S / 0 8 -0 0 9 6 Aðalfundur SPRON hf. verður haldinn í Borgarleikhúsinu við Listabraut í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 17.00. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað í fundarbyrjun. Dagskrá fundarins ásamt tillögum liggja frammi til sýnis í Ármúla 13a í Reykjavík og eins má nálgast þær á heimasíðu SPRON, www.spron.is. Stjórn SPRON hf. Reykjavík, 26. febrúar 2007 1) Gerð tillaga um að aðalfundur samþykki orðalagsbreytingu á 13. gr. samþykkta félagsins þess efnis að 5% takmörkun atkvæðis- réttar taki bæði til beinna og óbeinna yfirráða atkvæðisréttar. NOREGUR, AP „Þetta er frosinn Edensgarður,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kom inn í „dómsdags- hvelfinguna“ á Svalbarða í gær. Hvelfingin var formlega tekin í notkun í gær. Þar verða geymd fræ allra þekktra jurtategunda veraldar til þess að erfðaefni þeirra glatist ekki hvað sem á gengur í þróun jarðar næstu aldirnar. „Alþjóðlega fræhvelfingin á Svalbarða er vátrygging okkar,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætis- ráðherra Noregs, sem hélt til Sval- barða í gær ásamt tugum gesta sem tóku þátt í opnunarathöfnini. „Þetta er Nóaörk sem tryggir líffræðilega fjölbreytni handa kynslóðum framtíðar,“ sagði Stoltenberg í ávarpi sínu. Gestirnir báru 75 fyrstu fræ- boxin eftir rauðum dregli í gegn- um göngin sem liggja inn að fræ- geymslunum sjálfum. Í geymslunum verður hægt að geyma 4,5 milljónir fræsýna þar sem þau verða um þúsundir ára óhult bæði fyrir náttúruhamförum og eyðileggingu af mannavöldum. Norðmenn eiga fræhvelfinguna, sem hefur verið eitt ár í smíðum á Svalbarða. Norðmenn hafa varið sem svarar um 600 milljónum íslenskra króna í þetta verkefni, en veita öðrum ríkjum heimild til að geyma þar fræ að vild og taka jafnframt út úr geymslunni eftir þörfum. Söfnun fræsýna í geymsluna verður hins vegar á könnu sam- takanna Global Crop Diversity Trust, sem stofnuð eru af Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega rannsóknarhópnum Biodiversity International. Fræin verða geymd í silfurhúð- uðum hylkjum og verða allt að 500 frækorn í hverju sýni. Hylkjunum er raðað á hillur í þremur geymsl- um, sem hver um sig er 10 sinnum 27 metrar að flatarmáli. Magnus Bredeli-Tveiten, sem stjórnaði byggingu hvelfingarinn- ar, segir að hún eigi að þola jafnt jarðskjálfta sem kjarnorkuárásir. Hvelfingin stóðst í það minnsta með ágætum fyrsta prófið þegar jarðskjálfti sem mældist 6,2 stig varð þar í síðustu viku. Til eru frægeymslur víða um heim, en þær eru þó engan veginn jafn öruggar og þessi nýja geymsla á Svalbarða. Til dæmis eyðilögð- ust frægeymslur í Írak og Afganistan vegna stríðsátaka þar. gudsteinn@frettabladid.is Gaddfreðinn Edensgarður Alþjóðlega frægeymslan á Svalbarða var tekin í notkun í gær. Þar verður hægt að geyma 4,5 millj- ónir fræsýna til varðveislu fyrir komandi kynslóðir. Hvelfingin kostaði Norðmenn 600 milljónir króna. BRETLAND Ný kynslóð geðdeyfðar- lyfja hefur lítil áhrif á flesta sjúk- linga samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Hull í Bretlandi og fréttavefur BBC greinir frá. Niðurstöður rannsókn- arinnar bentu til að lyfin gögnuð- ust aðeins litlum hluta þeirra sem glíma við alvarlegustu gerð þung- lyndis. Framleiðendur tveggja algeng- ustu geðdeyfðarlyfjanna, Prozac og Seroxat, rengja niðurstöður rannsóknarinnar. Talsmaður lyfja- fyrirtækisins GlaxoSmithKline sem framleiðir Seroxat sagði að í rannsókninni hefði aðeins verið skoðaður „lítill hluti þeirra gagna sem til eru.“ Í skýrslu rannsakenda er tekið fram að margir sjúklingar trúi því að lyfin virki en að um lyfleysu- áhrif geti verið að ræða. Fólki líði betur einfaldlega vegna þess að það er að taka lyf sem það haldi að hjálpi þeim. „Við höfum farið að reiða okkur í of miklum mæli á geðdeyfðarlyf þegar aðrir kostir eru í stöðunni,” sagði Dr Andrew McCulloch, yfir- maður hjá Geðheilsustofnuninni í Bretlandi og nefnir hann talmeð- ferðir sem dæmi. Dr. Richard Tiner, yfirmaður hjá Samtökum breskra lyfjaframleiðenda, sagði ljóst að það væru „umtalsverð lyf- leysuáhrif“ í geðdeyfðarlyfjum við meðhöndlun vægra til miðl- ungseinkenna en bætti því við að ekkert lyf gæti fengið skráningu án þess að sýnt væri að það væri betra en lyfleysa. - sdg Telja geðdeyfðarlyf aðeins virka á hluta sjúklinga: Vafi leikur á virkni geðdeyfðarlyfjaSTJÓRNMÁL Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður Ungra framsóknar- manna, hefur sent Árna Mathiesen bréf þar sem hann er hvattur til að mæta í málstofu sem Lagadeild Háskóla Íslands stendur fyrir og fjallar um hvernig beri að skipa dómara. „Ég fékk póst þar sem málstofan var auglýst og varð fljótlega hugsað til manns sem mætti ekki láta þetta framhjá sér fara enda erum við framsóknarmenn miklir áhugamenn um bætta stjórn- sýslu.“ Hann sagðist hafa frétt að Árni yrði í Vestmannaeyjum og gæti því ekki mætt en Stefán segist boðinn og búinn að taka glósur fyrir hann. - jse Árni Mathiesen: Boðin kennsla í dómaraskipan STEFÁN BOGI SVEINSSON SVEITARSTJÓRNIR Tillaga um lækk- un fasteignaskatts var felld í bæj- arstjórn Hveragerðis á mánudag. Minnihluti A-lista í bæjarstjórn taldi sanngjarnt að lækka fast- eignaskattinn um tæp 20 prósent í ljósi þess að fasteignamat á íbúð- arhúsnæði í Hveragerði hækkaði um 12 prósent um áramótin. „Benda má á að ekki þarf að gera ráð fyrir breytingu í fjár- hagsáætlun 2008 vegna þessarar tillögu þar sem ekki var gert ráð fyrir neinni hækkun á fasteigna- mati í Hveragerði í áætluninni,“ sagði í tillögu minnihlutans. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæð- isflokks sögðu ekki rétt að breyta forsendum fjárhagsáætlunar með lækkun álagðra fasteignagjalda. „Tillögur í þessa veru eiga að koma fram við fjárhagsáætlunar- gerð hvers árs en slíkt gerðist ekki núna þrátt fyrir að öllum mætti vera ljóst að fasteignamat myndi hækka á milli ára hér í Hveragerði eins og undanfarin ár,“ sögðu sjálfstæðismenn sem kváðust sérstaklega ekki myndu samþykkja lækkunina þegar jafn- miklar framkvæmdir væru fram undan eins og raunin sé í Hvera- gerði. Bæjarfulltrúar A-listans svör- uðu með ítrekun á því að tekjufor- sendur myndu ekki breytast þar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir hækkun fasteignamats í fjárhags- áætlun. - gar Bæjarstjórnin fellir tillögu minnihlutans um lækkun fasteignaskatts: Lækka ekki gjöld í Hveragerði HVERAGERÐI Fasteignamat hækkaði um tólf prósent um áramót og minnihlutinn vildi lækka fasteignaskatt um tæpan fimmtung. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HALDA UPPI ÞJÓÐINNI Rússneskt barn gerði þessa teikningu þar sem sjá má Vladimír Pútín forseta í júdóbúningi og arftaka hans, Dimitrí Medvedev, í glímubúningi. Þeir halda uppi þremur rússneskum konum, sem bera borða með áletrununum „menntun“, „efna- hagur“ og „menning“. NORDICPHOTOS/AFP NÍGERÍA, AP Nígerískur dómstóll hafnaði í gær beiðni stjórnarand- stöðunnar um að ógilda úrslit umdeildra forsetakosninga í apríl í fyrra sem lyktaði með sigri forsetans Umaru Yar´Adua. Í úrskurðinum segir meðal annars að kæruaðila hafi skort sannanir. Alþjóðlegar kosningaeftirlits- stofnanir lýstu kosningarnar alvarlega gallaðar á sínum tíma. Hins vegar setti dómstóllinn þær kröfur að ákærandi bæði sannaði að kosningasvindl hefði átt sér stað og að umfangið hefði verið það mikið að það hefði haft áhrif á úrslit. - sdg Umdeilt kjör Nígeríuforseta: Hafna kröfu um ógildingu © GRAPHIC NEWS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.