Fréttablaðið - 27.02.2008, Side 19

Fréttablaðið - 27.02.2008, Side 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Una Særún Jóhannsdóttir laganemi fór ásamt kærasta sínum í ógleymanlega ferð til Indlands. Una ákvað að ferðast til Indlands ásamt kærasta sínum yfir jól og áramót. Þessi ferð var ógleymanleg og þau upplifðu margt sem ekki er hægt að upplifa í hinum vestræna heimi. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á Indlandi og okkur langaði að upplifa landið og þjóðina ásamt því að borða ekta indverskan mat. Ferðin tók fjórar vikur sem er ekki nægur tími til að skoða allt en við stefnum á að fara aftur síðar,“ segir Una. Mikill tími fór í skipulagningu hjá Unu og kærasta hennar enda Indland stórt land og mikið af forvitni- legum stöðum til að heimsækja. Það var ákveðið að skipta tímanum til helminga, fyrstu tvær vikurnar í Norður-Indlandi og þær seinni tvær sunnar. „Við not- uðum lestarsamgöngur og þá á oftast á nóttunni en flugum lengri vegalendir.“ Ferðalagið hófst í Norður-Indlandi og það í borg- inni Nýju-Delí þar sem Una var í nokkra daga en svo var haldið til hinnar heilögu borgar Varanasi sem er ein af elstu borgum Indlands. „Varanasi er mjög trúarlegur staður. Hindúum þykir staðurinn afar ákjósanlegur til að deyja á. Mikið er lagt upp úr því að ösku hinna látnu séu dreifð í hið helga fljót Gang- es. Við gistum á hóteli við fljótið og við hlið þess var líkbrennsla og því var fnykur af starfsemi hennar í loftinu,“ útskýrir Una og heldur áfram: „Það er skondið að segja frá því að afar erfitt var að ná að festa svefn vegna fólksins úti á götu sem var að kyrja og biðja bænir með tilheyrandi látum og lét klingja í böllum. Í þokkabót voru svo brjálaðir apar uppi á þaki sem voru ekkert á leiðinni að fara sofa eins og við,“ lýsir Una sem mun seint gleyma þessum stað. Eins og flestir sem fara Indlands gátu þau ekki sleppt því að sjá Taj Mahal-höllina. „Það merkileg- asta við Taj Mahal er að hún er jafn flott og hún lítur út fyrir að vera á myndum. Oft þegar maður hefur séð fræga og vinsæla staði á myndum verður maður fyrir vonbrigðum þegar komið er á staðinn en þarna átti það ekki við. Taj Mahal stóð algjörlega undir væntingum í alla staði,“ segir Una að lokum og bætir við að flestir ættu að heimsækja Indland á lífsleiðinni. mikael@frettabladid.is Brjálaðir apar á þakinu Unu finnst að flestir ættu að heimsækja Indland einhverntíma á lífsleiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EKKI FYRIR ALLA Stæði sem eru sérmerkt fötluðum eru eingöngu fyrir fatlaða og til þess að mega leggja í þau verður að vera með stæðiskort í bílnum sem sett eru í framrúðuna. BÍLAR 2 GÓÐ TIL AÐ GANGA Á Teppi á tröppum dempa hjóð milli hæða og draga úr bergmáli auk þess sem er hlýtt og notalegt fyrir berar tásur að ganga á þeim, sérstaklega ef þau eru svolítið loðin og mjúk. HEIMILI 5 Breiðhöfða Ford F150 Crew Lariat, 2007, 24þ.km. Verð 3.990.000.- Tilboð 3.500.000.- Ford F150 Crew Lariat 2/04, 51þ.km. 35“, loftpúðar, camper festingar. Verð 2.800.000.- Ford F350 Crew King Ranch, 2006, 40þ.km. 35“ Verð 4.290.000.- Tilboð 3.700.000.- MMC Pajero Intense, Nýr bíll, dísel, 7 manna. Verð 5.550.000.- Tilboð 100% lán 5.168.000.- Toyota Land Cruiser 90, 33“, 5/99, 190.þkm. sjálfskip- tur. Verð 1.590.000.- Tilboð 1.400.000.- SsangYoung Kyron 2,7 dísel, 7 manna, 12/07, 2þ.km. sjálfskiptur, leður. Tilboð 3.990.000.- MMC Pajero Instyle, Nýr bíll, Dísel, bakkmyndavél. Verð 6.390.000.- Tilboð 5.900.000.- 517 0000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.