Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 4
4 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR HAFNARFJÖRÐUR Amal Tamimi, varabæjarfulltrúi Samfylkingar- innar, tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þriðjudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem innflytjandi tekur sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Amal segist hafa verið mjög stressuð en allir hafi tekið sér mjög vel og fundurinn gengið vel. Á fundinum lagði Amal fram tillögu um að ráða sérfræðing til bæjarins til að sjá um málefni innflytjenda og hafa meiri samskipti við Alþjóðahús í Reykjavík. Þannig yrði til vísir að Alþjóðahúsi í Hafnarfirði. Tillögunni var vísað til bæjar- ráðs. - ghs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Innflytjandi tekur sæti AMAL TAMIMI BRETLAND Óvenjusterkur jarð- skjálfti varð á Englandi aðfaranótt miðvikudags. England er ekki á virku jarðskjálftasvæði, en það kemur fyrir af og til að hreyfing verður á jarðlögum. Skjálftinn átti upptök sín í Lincolnskíri og mældist 5,2 á Richterskvarða. Fannst greinilega fyrir honum um allt norðanvert og Mið-England, auk mestalls Wales. Húsgögn fóru víða á hreyfingu og sprungur komu í byggingar. Nítján ára námsmaður í Wombwell í Suður-Jórvíkurskíri mjaðmarbrotn- aði er skorsteinn hrundi. Ekki fréttist af öðrum skaða á fólki, að sögn fréttavefjar BBC. - aa Jarðhræringar í Bretlandi: Mesti skjálfti á Englandi í 25 ár KENÍA, AP Mwai Kibaki, forseti Kenía, og Raila Odinga, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, und- irrituðu í gær samning um að skipta með sér völdum. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur vikum saman reynt að fá þá til að semja svo binda megi enda á átökin sem hófust eftir forsetakosningar í lok síðasta árs. Bæði Kibaki og Odinga sögðust hafa sigrað í kosningunum. Ásakanir hafa verið um að opinberar niðurstöðutölur kosninganna hafi verið falsaðar. - gb Sáttamiðlun í Kenía: Samningurinn undirritaður ORKA Gengið var frá skipun nýrr- ar þriggja manna stjórnar REI í gær. Stjórnarformaður REI er Kjartan Magnússon, sem einnig er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Með honum sitja Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður Orkuveitunnar, og Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. Hjörleifur mun sitja í stjórninni þangað til minnihlutinn skipar sinn fulltrúa í hans stað. Sigrún Elsa Smáradóttir úr Samfylkingu segir að minnihlutinn ætli að velja mann úr atvinnulífinu sem full- trúa sinn, en ekki var búið að ganga frá valinu í gærkvöldi. „Það er ljóst að pólitískir vind- ar hafa leikið um þetta fyrirtæki og það er nátengt Orkuveitunni. Stefnumótun REI verður ekki síður innan hennar. Ég taldi því að best væri að tengslin þarna á milli væru mikil, að minnsta kosti til að byrja með. Svo sjáum við til hvað verður. Það var mjög mikilvægt að eyða óvissunni,“ segir Kjartan. Með þessu fyrir- komulagi sé umboð stjórnar REI afar skýrt. Sjálfstæðismenn gagnrýndu á sínum tíma áhættusama útrás í opinberri eigu. Kjartan segir að nú verði þess gætt að útrásin verði ekki áhættusöm, heldur hófleg. „En við höfum aldrei gagnrýnt útrásina sem slíka.“ - kóþ Minnihlutinn ætlar að sækja sinn stjórnarmann úr atvinnulífinu: Kjartan stjórnarformaður REI KJARTAN MAGNÚSSON Er nýr stjórnar- formaður REI. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 7° 4° 5° 6° 12° 13° 11° 7° 9° 20° 16° 9° 10° 21° 24° 24° 16° Á MORGUN 5-13 m/s víðast hvar hægastur syðra. SUNNUDAGUR Austan og norðaustan 8-18 m/s hvassast syðst. ÁFRAM SNJÓ- KOMA EÐA ÉL Enda þótt víða megi búast við ofankomu erum við fyrst og fremst að tala um suður- ströndina í dag og síðan Vestfi rðina eftir hádegi. Í kvöld hins vegar verður úrkomulítið sunn- an til en snjókoma eða él norðan til og austan. Vægt frost. siggistormur@365.is -4 -3 -4 -2 -3 0 -3 -2 -3 -4 1 6 10 13 7 3 3 5 13 10 14 13 20 16 -3 -3 -3 0 0 -3 -3 -4 -6 -4 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur ALÞINGI Ekkert tilefni hefur komið fram til að skipa rannsóknar- nefnd til að fjalla um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi í gær. Ingibjörg ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að vart sé mögulegt að sannreyna að vélar CIA hafi lent hér á landi með fanga, þegar hún svaraði fyrir- spurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, um fangaflugið. Steingrímur sagði þessi svör valda vonbrigðum. Hann hafi áður bent á einfalda leið til að rannsaka hvort fangar hafi verið um borð í vélum CIA með því að skoða hvaða kostur hafi verið tekinn um borð á Íslandi. - bj Utanríkisráðherra á Alþingi: Fangaflug ekki rannsakað SÓTTIR Annar strætisvagn kom fljótlega til að sækja farþegana í vagninum. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN SLYS Engin slys urðu á fólki þegar strætisvagn lenti í þriggja bíla árekstri á mótum Skothúsvegar og Sóleyjargötu í hádeginu í gær. Strætisvagninn var kyrrstæður á rauðu ljósi eins og jepplingur fyrir aftan hann. Fólksbíl var þá ekið aftan á jepplinginn, með þeim afleiðingum að hann kastaðist á strætisvagninn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó varð ekki mikið tjón á vagninum, en sækja þurfti farþega á öðrum vagni til að halda áætlun. Hinir bílarnir skemmdust nokkuð. - bj Strætisvagn í árekstri: Lítið tjón og enginn slasaður GENGIÐ 28.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 128,8604 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,30 65,62 129,27 129,89 98,52 99,08 13,178 13,256 12,526 12,600 10,523 10,585 0,6128 0,6164 104,58 105,20 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNSÝSLA „Þetta er mikil fljótaskrift, og mér sýnist þetta vera mjög óvönduð stjórnsýsla,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, um skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa Þorstein í embætti dómara er eina dæmið um að umsækjandi sem ekki var metinn mjög vel eða vel hæfur hafi verið skipaður héraðsdómari á síðustu tíu árum, þegar lög um skipan dómara breyttust. Þetta kemur fram í skriflegu svari Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Þórs á Alþingi. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var settur dómsmálaráðherra í málinu, og gekk framhjá áliti dómnefndar, sem taldi aðra umsækjendur hæfari, við skipan Þorsteins. Fjármálaráðherra svaraði einnig fyrirspurn Árna Þórs um málið skriflega í gær. Í svari hans kemur fram að hann hafi verið settur dómsmálaráðherra á ríkisstjórnarfundi 18. desember 2007, og tekið ákvörðun um að skipa Þorstein fyrir lok dags 20. desember, tveimur og hálfum vinnudegi síðar. Ráðherra aflaði ekki nýrra gagna, né hafði hann samband við meðmælendur, „en skrifleg meðmæli sem fyrir lágu í málinu höfðu áhrif á ákvörðun ráðherrans“, segir í svari Árna Mathiesen. Árni Þór segir það vekja athygli að þessi umdeilda skipan dómara sé einsdæmi á síðasta áratug, þegar alls fimmtán dómarar hafi verið skipaðir við héraðsdóma landsins. „Mér sýnist settur dómsmálaráðherra hafi sáralítið gert annað en að að taka ákvörðun um að skipa umræddan einstakling í þetta dómaraembætti,“ segir Árni Þór. Augljóslega hafi ráðherra ekki þurft að leggjast vandlega yfir málið áður en hann gerði upp hug sinn. Árni Þór gagnrýnir enn fremur að tvær vikur hafi liðið frá því dómnefndin skilaði niðurstöðu sinni þar til umsækjendur fengu umsagnir í hendur, og fengu tækifæri til að svara þeim. Slíkt eigi að gerast tafarlaust eftir að nefndin skili niðurstöðu. Mikilvægt er að umræða fari fram um þau vinnubrögð sem viðgangist við skipun dómara, segir Árni Þór. „Þetta eru mjög viðkvæm störf, dómarar verða að njóta trausts og trúnaðar allrar þjóðarinnar. Það verður að vera hafið yfir vafa að það séu fagleg og hlutlaus sjónarmið sem ráða ferðinni.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra vegna málsins í gær. brjann@frettabladid.is Óvönduð stjórnsýsla við skipan Þorsteins Skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara er einsdæmi á síðustu tíu árum, segir þingmaður VG. Fjármálaráðherra skipaði í stöðuna tveimur og hálfum sólarhring eftir að málið kom á hans borð, og aflaði ekki nýrra gagna. MEÐMÆLI Fram kemur í svari Árna M. Mathiesen sem lagt var fram á Alþingi í gær að skrifleg meðmæli umsækjenda um embætti héraðsdómara hafi haft áhrif á ákvörðun Árna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.