Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 6
6 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR SKATTAMÁL „Við óskum eftir öllu sem tengist Íslendingum, hverju nafni sem það nefnist,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann hefur óskað eftir því við þýsk og dönsk skattyfirvöld að fá upplýsingar úr rannsókn þýskra skattyfirvalda á skattsvikum sem tengjast smáríkinu Liechtenstein og leynireikningum í bönkum þar. Óvíst er hvenær íslensk yfirvöld fá upplýsingarnar. „Við höfum beðið um þau gögn sem talið er að snerti Íslendinga, íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki sem tengjast Íslendingum,“ segir Skúli Eggert. Þýska leyniþjónustan keypti upplýsingar af fyrrverandi starfsmanni banka í Liecht- enstein. Þar voru upplýsing- ar um 1.400 leynilega banka- reikninga í smá- ríkinu. Um 600 þeirra eru í eigu Þjóðverja. Hinir 800 tengjast fólki af öðru þjóðerni. Talið er að á fimmta þúsund manna tengist reikningunum með einum eða öðrum hætti. Þjóðverjar hafa boðist til að miðla gögnunum til yfirvalda í öðrum löndum án endurgjalds. Þar hafa yfir 160 manns þegar gefið sig fram við skattyfirvöld vegna málsins. Dave Harnett, yfirmaður skatta- mála í Bretlandi, hvetur þá sem hafa falið fé á leynireikningum til að ganga fram fyrir skjöldu og greiða af því skatt. Skúli Eggert segir enn ekki komið í ljós hvort Íslendingar geymi fé á reikningum í Liechten- stein. Jafnvel þótt svo sé megi vera að það hafi verið talið fram. Hins vegar geti þeir sem kynnu að eiga slíkt fé gefið sig fram við skattyfirvöld. - ikh Skattyfirvöld hvetja þá sem eiga fé á reikningum í Liechtenstein til að gefa sig fram: Biðja um þýsku leynigögnin SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON UTANRÍKISMÁL Það væri ábyrgðar- leysi af Íslands hálfu að leggja niður starfsemi Íslensku friðar- gæslunnar í Afganistan og kalla gæsluliða heim, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra á Alþingi í gær. Ingibjörg sagðist þannig algerlega ósammála frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þar er lagt til að friðargæsluliðar í Afganistan verði kallaðir heim. Steingrímur sagði það þvert á móti ábyrgðarleysi að vera áfram í Afganistan. Næg verkefni væru fyrir friðargæsluliða annars staðar í heiminum. - bj Friðargæsluliðar í Afganistan: Væri ábyrgðar- leysi að fara með ánægju Hópferðir Hópadeild Iceland Express gerir hópum, 11 manns og fleiri, tilboð í allar gerðir hópferða til áfangastaða flugfélagsins. Kynntu þér kostina í síma 5 500 600 eða á www.icelandexpress.is/hopar Við opnum nýja verslun í Holtagörðum á morgun HOLTAGÖRÐUM SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 41 26 2 02 .2 00 8 VIÐSKIPTI Helsta verkefni stjórn- valda er að koma hér á efnahagsleg- um stöðugleika, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kynnt var í gær. Seðlabanki Íslands er brýndur áfram í aðhalds- samri stefnu í peningamálum og sagt mikilvægt að fram komi að hann muni ekki hika við að hækka vexti enn frekar gerist þess þörf í viðleitni til að slá á verðbólguvænt- ingar. Val Koromzay, efnahagssérfræð- ingur OECD, segir stöðuna hér um margt afar góða, þótt vissulega sé landið plagað af sveiflum í efna- hagslífinu. Mest aðkallandi segir hann að ná stöðugleika og ná niður bæði eftirspurnar- og verðbólgu- þrýstingi. Þar segir hann mikilvægt að ríkið leggist á árar og forðist þensluhvetjandi aðgerðir. Að þessu marki náðu áréttar Koromzay fyrri ábendingar OECD um að hér verði komið á útgjaldaþaki í fjárlagagerð til margra ára í senn, jafnt hjá ríki og sveitarfélögum. „Í skýrslugerð okkar tökum við hins vegar ekki til róttækari val- kosta við að koma á stöðugleika á Íslandi, svo sem hvort landið ætti annað hvort að tengja gjaldmiðil sinn evrunni, eða á einhverjum tímapunkti ganga í Evrópusam- bandið. Þetta er vissulega íhugun- arefni og kannski efni í næstu skýrslu,“ segir Koromzay. Þá áréttar stofnunin enn nauðsyn þess að taka á málefnum Íbúðalána- sjóðs, sem hún segir skekkja dreif- ingu fjármuna og draga úr skil- virkni peningamálastefnu Seðlabankans og auka með því þjóð- hagslegt ójafnvægi. „Í hið minnsta ætti sjóðurinn að greiða gjald fyrir ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra upplýsti að þegar væri unnið að endurbótum í takt við hluta ráð- legginga OECD. „Eins og að fjár- málareglum fyrir sveitarfélögin. Þar hafa staðið yfir viðræður síðan í fyrravor,“ segir hann og bætir við að ríkisstjórnin vinni jafnframt að langtímarammafjárlögum. „Ég held sú ábending sé rétt að vera með nafnverðsmarkmið heldur en raun- hækkunarmarkmið á fjárlögunum,“ segir hann, en telur ekki hægt að breyta um kerfi fyrr en auknum verðstöðugleika sé náð. Í skýrslu OECD um Ísland er sjónum einnig sérstaklega beint að ríkisútgjöldum og þá sér í lagi heil- brigðiskerfinu. Þar vill OECD auka hagkvæmni með því að greiða fyrir aukinni þátttöku einkageirans. Greiningardeild Kaupþings bend- ir á að OECD sé bjartsýnni en Seðla- bankinn í hagspá, geri aðeins ráð fyrir tveggja til þriggja prósenta samdrætti í einkaneyslu 2008 og 2009, á móti allt að tíu prósenta samdráttarspá Seðlabankans. „Því er ekki að undra að OECD skuli kalla eftir föstu peningalegu aðhaldi af hálfu Seðlabankans, því sam- kvæmt spá stofnunarinnar er lítill sem enginn samdráttur í vændum,“ segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is Seðlabankinn á að vera strangur áfram Hagkerfið er hér sveigjanlegt en viðkvæmt fyrir viðhorfi erlendra fjárfesta, samkvæmt nýju áliti Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ríki og sveit þurfa að taka sig á í útgjöldum og Íbúðalánasjóður þarfnast endurskoðunar. Á KYNNINGARFUNDI Í GÆR Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) kynnti í gær nýja skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Hér sjást Patrick Lenain og Val Koromzay (í pontu) frá OECD, en á milli þeirra situr Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VENESÚELA, AP Fjórir gíslar sem verið höfðu í haldi kólumbískra skæruliða í sex ár voru í fyrrinótt að íslenskum tíma látnir lausir. Flogið var með þá í frelsið í þyrlum sem sendar voru eftir þeim frá Venesúela. Til Venesúela komnin skoruðu hin frelsuðu, sem öll eru fyrrverandi þingmenn í Kólumbíu, á Hugo Chavez Venesúelaforseta að gera það sem í hans valdi stæði til að fá skæruliðana til að láta lausa þá gísla sem enn eru í haldi þeirra. Chavez átti milligöngu um lausn gíslanna fjög- urra, en með lausn þeirra vonast hinir vinstrisinn- uðu skæruliðar FARC til að Bandaríkjastjórn, bandamaður Kólumbíustjórnar, og alþjóðasamfélag- ið taki til greina að strika hreyfingu þeirra út af listum yfir hryðjuverkasamtök. „Þið hafið gefið mér tækifæri til að lifa á ný,“ sagði Gloria Polanco, einn gíslanna, eftir komuna til Caracas. Hún sárbað þar Chavez forseta um að hjálpa til við að fá Ingrid Betancourt, fyrrverandi forsetaframbjóðanda í Kólumbíu og þekktasta gísl FARC, lausa. Sagði Polano hana vera mjög veika og eiga skammt eftir ólifað að óbreyttu. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði, þar sem hann var staddur í Suður-Afríku, að hann væri tilbúinn að fara sjálfur til Kólumbíu ef hann gæti með því liðkað fyrir frelsun Betancourt. Hún er bæði kólumbískur og franskur ríkisborgari. - aa Fjórir gíslar sem höfðu verið í haldi skæruliða í Kólumbíu látnir lausir: Flugu inn í frelsið til Venesúela FÖGNUÐUR Í CARACAS Hugo Chavez Venesúelaforseti kyssir Gloriu Polanco, einn gíslanna frelsuðu, á ennið í móttökuat- höfn í forsetahöllinni í Caracas. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á að auglýsa allar ríkiseignir sem á að selja? Já 94% Nei 6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að breyta reglum um skipan dómara? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.