Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 58
26 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Olíuhreinsistöð Von er á rússneskum verkfræðingi til að líta á þá tvo staði á Vestfjörðum sem fórna á undir olíuhreinsistöð ef af verður. Þessir staðir eru Hvesta í Arnar- firði og Sandar og Hólar í Dýrafirði. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Ólafur Egilsson, annar forsprakkinn í þessum leik, sagði í sjónvarpi eftir málþingið á Ísafirði að verkfræðingurinn mundi kanna hvort einhverjir hnökrar væru á því að byggja olíuhreinsistöð á þessum stöðum. Hvort hann finnur einhverja hnökra á veit ég að sjálf- sögðu ekki. Ég ætla að bera fram nokkrar spurningar sem flokkast gætu undir hnökra. Vonandi fæ ég svör en beini spurningum mínum til forsvarsmanna íslensks hátækniiðnaðar. 1) Hvaða fyrirtæki, rússnesk eða annarra þjóða, eru það sem þið eruð umboðsmenn fyrir? Ef ekki er hægt að gefa upp nöfn þeirra, hver er þá ástæða þess? 2) Fram hefur komið að 500 manns munu vinna við olíuhreinsistöina fullbúna. Hvað er áætlað að margir muni vinna við byggingu stöðvarinnar? 3) Á byggingartímanum má gera ráð fyrir afar miklum flutningum á efni og mannskap (ca. 1000 störf.) Teljið þið að núverandi hafnarmannvirki, vegir og flugvellir á svæðinu séu í stakk búin til að taka við þessum flutningum? Ef svo er ekki, hverjir munu standa straum af þeim kostnaði, íslenska ríkið eða huldufyrirtækin, sem áhuga hafa á að byggja olíuhreinsistöð? 4) Hvað áætlið þið að mörg prósent starfsmanna verði Íslendingar? 5) Er æskilegt að ykkar mati, að fá rússneska nýlendu í Arnarfjörð eða Dýrafjörð? 6) Því hefur verið haldið fram að olíuhreinsistöð af þessari stærðargráðu þurfi um 4 terawött af rafmagni. Það eru um 10% af allri virkjanlegri orku í landinu. Véfengið þið þessar tölur? Ef svo er ekki, hvernig ætlið þið þá að afla þeirrar orku sem þið þurfið og hve mikill hluti orkunnar verður frá vatnsafls- stöðvum og hve mikill hluti frá olíukyntum stöðvum? 7) Fyrir nokkrum árum fylltist Dýrafjörður skyndilega af hafís. Óttist þið nokkuð að þannig ástand geti orðið hættulegt? 8) Teljið þið, að ekki sé háskalegt að sigla risastórum olíudrekum vestur fyrir Horn í stórsjó og náttmyrkri inn á einhvern fjörðinn fyrir vestan? Olíuslys á þessum slóðum er það hryllileg- asta sem hent gæti þjóðina og þá ekki síst Vestfirðinga. 9) Framkvæmdastjóri Landhelgisgæsl- unnar telur æskilegt að ferðir olíuskipa verði eins langt austur af landinu og mögulegt er. Norðmenn, ásamt fleiri þjóðum, hafa miklar áhyggjur af stór- auknum ferðum risaolíuskipa í norðurhöf- um. Komið hefur til tals að banna ferðir þessara skipa um sundið milli Íslands og Grænlands. Ef svo yrði, myndi það ekki setja strik í reikninginn varðandi staðsetningu olíustöðvar á Vestfjörðum? Eflaust mætti spyrja fleiri spurninga en þetta er nóg í bili. Í upphafi þessa olíuhreinsunarstöðv- armáls ritaði ég grein þar sem ég benti á að þetta væri svo arfavitlaus hugmynd að ekki ætti að eyða púðri á hana. Ég fékk þau svör að sjálfsagt væri að skoða málið. Það var gert og sendinefnd frá sveitarstjórnum á Vestfjörðum fór til Hollands og víðar til að skoða olíuhreinsistöðvar. Einn sendi- nefndarmaður saðist ekki hafa fundið neina lykt í stöðinn né í nágrenni hennar og taldi því að engin mengun stafaði af olíuhreinsistöðvum. Kannske var maðurinn bara kvefaður. Fjórðungssamband Vestfirðinga lét upp á sinn reikning mæla dýpið í mynni Dýrafjarðar en ný sjókort vantar. Mín skoðun er sú að olíuhreinsistöð verði aldrei byggð á Vestfjörðum, Guði sé lof. Vestfirðir eru sá staður á jarðarkringlunni sem er vitlausastur til hýsa olíuhreinsistöð. Það var ljótur leikur hjá þeim fóstbræðrum Ólafi Egilssyni og Hilmari Foss að kasta þessari smjör- klípu framan í Vestfirðinga sem eru í sárum út af kvótamissi. Þið hafið haft fjölda Vestfirðinga að fíflum. Ykkar mottó hlýtur að vera: Ekkert borgarhlið svo hátt að asni klyfjaður gulli komist ekki þar yfir. Biðjið Vestfirðinga afsökunar. Höfundur er verslunarmaður. SPOTTIÐ UMRÆÐAN Lýðræði í Rússlandi Hagvöxtur og lýðræði fara ekki alltaf saman eins og aðstæður í Rússlandi nútímans sýna. Margir Rússar hafa raun- ar notið góðs af aukinni velmegun þar í landi og því haft tækifæri til að búa sér betra líf. Þá nýtir vaxandi fjöldi Rússa sér möguleika á að ferðast eða stunda nám erlendis. Búist er við að hagvöxtur verði áfram tiltölulega mikill og stöðug- ur. En í byrjun tíunda áratugarins fékk lýðræði á sig slæma sýn í hugum margra Rússa vegna stöðugra spillingarskandala og óheftrar einkavæðingar og kapítal- isma. Þegar Vladimír Pútín var fyrst kjörinn forseti voru hagvöxt- ur og stöðugleiki því forgangsmál. Það er eðlilegt að eftir stormasömu árin verði þessi mál áfram í for- gangi en það má hins vegar ekki leiða til þess að lýðræðisleg gildi og réttindi og frelsi borgaranna séu fótum troðin. Í dag sér þess merki að aðeins einn stjórnmála- flokkur skilgreini öll pólitísk mark- mið, hafi áhrif á umfjöllun fjöl- miðla og lagi skipulag ríkisins og stjórnsýslunnar að eigin þörfum. Sú þróun er svo sannarlega áhyggjuefni. Fólk á rétt á frjálsum fjölmiðlum og það að láta í ljós skoðanir and- stæðar ríkisstjórninni á að vera sjálfsögð mannréttindi. Stjórnar- andstöðuflokkar og frjáls félaga- samtök þurfa að geta starfað, hald- ið samkomur og ráðið ráðum sínum að eigin vild. Þar að auki þarf almenningur að geta treyst því að lög og réttur nái jafnt til allra og að spilling verði ekki umborin. Traust til ríkisins og forsendur velferðarþróunar byggja á því að þeir sem stjórna virði þessar regl- ur. Nýjar hugmyndir fæðast við frjáls skoðanaskipti og þegar fólk veit að það getur haft áhrif á eigin veruleika. Almenningur er líklegri til að virða stjórnskipunina þegar það liggur fyrir að sömu reglur eiga við um alla og að þeim er framfylgt. Þá eru þau lönd þar sem regl- ur eru virtar og spilling ekki umborin líklegri til að laða að sér vestræna fjárfestingu. Forsendur raunveru- legs lýðræðis eru ekki fyrir hendi í Rússlandi í dag. Norðurlöndin og Evrópusambandið bera því þá skyldu að styðja við þróun í átt til þátttöku almennings og frjálsra fjölmiðla í Rússlandi. Það er líka mikilvægt að við mótum sameigin- lega stefnu í samskiptum okkar við Rússland og byggjum þar á gagn- kvæmum skilningi. Samstarfsnefnd ungra jafnaðar- manna á Norðurlöndum krefst þess að rússnesku forsetakosningarnar verði réttlátar og gagnsæjar. Þegar til lengri tíma er litið verður vexti í efnahagslífi og velferð fólksins ekki eingöngu viðhaldið með ríkis- forsjá og útflutningi náttúruauð- linda, heldur þarf líka að opna sam- félagið og styrkja stoðir lýðræðisins. F.h. samstarfsnefndar ungra jafnaðarmanna á Norðurlönd- um – FNSU: Anna Pála Sverrisdóttir, Ungum jafnaðarmönnum – UJ Jacob Bjerregaard, Danmarks Soci- aldemokratiske Ungdom – DSU Jytte Guteland, Sveriges Social- demokratiska Ungdomsförbund – SSU Martin Henriksen, Arbeidernes Ungdomsfylking – AUF Heta Välimäki, Sosialidemokraatt- iset Nuoret – SDY Mikko Koskinen, Sosialidemokra- attiset Opiskelijat – SONK Kairit Pohla, Noored Sotsiaaldem- okraadid – SotsdemIrina Vojevoda, Jaunatnes Socialdemok- ratiska Savieniba – JSS Kajsa Borgnäs, Socialdemokratiska Studentförbundet – SSF Leiðin til árangurs ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum JÓN FANNDAL ÞÓRÐARSON Teljið þið, að ekki sé háskalegt að sigla risa- stórum olíudrekum vestur fyrir Horn í stórsjó og náttmyrkri inn á einhvern fjörðinn fyrir vestan? Olíuslys á þessum slóðum er það hryllilegasta sem hent gæti þjóðina og þá ekki síst Vestfirðinga. UMRÆÐAN Umhverfismál Hér á síðum Frétta-blaðsins birtist fyrir skömmu viðtal við starfs- mann hjólbarðaverkstæð- is í borginni, sem réttilega benti á að tjara sem sest á hjólbarða minnkar veg- grip þeirra til muna. Starfsmaðurinn kvað í því sam- bandi nauðsynlegt að tjöruþvo dekkin reglulega til að viðhalda veggripinu, sem er í sjálfu sér rétt ef tjaran úr malbikinu hefur sest á sólann. En þessum tjöruþvotti fylgir gríðarlegt álag á umhverfið. Ef við gefum okkur að hver bíleigandi noti til jafnaðar einn lítra af tjöru- leysi til að hreinsa hjólbarða bílsins að vetri til (sumir nota 10-20 lítra), og ef við segjum að bílar á höfuð- borgarsvæðinu séu 100.000 talsins, þá er verið að nota 100 þúsund lítra af þessu bráðertandi og skaðlega leysiefni á hverjum vetri í hjól- barðaþvott, burtséð frá öllum öðrum tjöruþvotti. Og hvert fer þetta efni? Jú, niður í holræsin og út í hreinan sjóinn umhverfis land- ið, það af því sem ekki hverfur ofan í jarðveginn þegar tjaran hreinsast af dekkjunum. Það hlýtur að vera betri kostur að fá tjöruna alls ekki á hjólbarð- ann. Það næst með því að sleppa því að nota nagla sem spæna tjöruna upp úr malbikinu. Það sem við bíleigendur getum því gert er að hætta notkun nagladekkja og losna þar með við tjöruna. Þannig viðhaldast nátt- úrulegir viðloðunareigin- leikar, þ.e. gripgeta gúmmísins, bæði í snjó og hálku. Í stað nagla eigum við að vanda betur val á hjólbörðum og ekki kaupa nema að yfirlögðu ráði ódýr og óþekkt merki sem oft nota harðara gúmmí í sólann til að auka endingu á kostnað viðloðunar og veggrips. Þar að auki höfum við, sem stund- um þurfum að aka á grófmunstruð- um hjólbörðum, val á að láta fíns- kera („míkróskera“) sólann til að auka grip hans. Það er ólíkt betri aðgerð en negling. Og veldur hvorki ryki né hávaða. Miðað við ókosti nagla og tjöru- myndunar undrar mig að umhverf- is- og gatnasvið sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu skuli ekki hafa gengist fyrir ítarlegri úttekt á kost- um og göllum negldra hjólbarða, bæði út frá öryggis- og umhverfis- sjónarmiðum. Þetta er stórmál, því nauðsyn notkunar nagladekkja er ekkert lögmál. Á meðan ekki verð- ur hugarfarsbreyting meðal almennings erum við að sóa hundr- uðum milljóna árlega í óþarfa sem leiðir af sér óþverra. Við megum ekki festast í rásinni, eins og leigu- bílstjóri einn sem ók mér heim seint í apríl á síðastliðnu vori. Þegar ég spurði hann hvers vegna hann æki (enn) á nagladekkjum, svaraði hann: „Jú, þeir spá snjókomu í næstu viku!“ Höfundur er bílatæknifræðingur. Tjöruþvottur JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.