Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 29. febrúar 2008 39 Nýr heimur bíður Juno þegar hún þarf að leysa vandamál sem hún hefur ekki þurft að kljást við áður: Hún er ólétt eftir besta vin sinn og hvorugt þeirra hefur þroska til þess að leysa vanda- málið án stuðnings góðra vina og hvors annars. Juno er lítil sjálfstæð fram- leiðsla í leikstjórn Jason Reitman, sem er hérna að leikstýra annari kvikmynd sinni. Handrit myndar- innar er frumraun fatafellunnar og bloggarans Diablo Cody. Hér er á ferðinni hjartnæm og falleg mynd – litla myndin sem gat. Myndin hlaut á dögunum fjórar Óskarstilnefningar, þ.á.m. fyrir bestu mynd, leikstjórn og hand- rit, og hlaut styttuna fyrir það síðastnefnda. Jason Reitman, sonur leikstjór- ans Ivans Reitman, leikstýrði hinni ágætu satíru Thank You For Smoking fyrir nokkrum árum. Hann kemur sterkur inn ásamt Judd Apatow og félögum í nýja bylgju af þroskuðum gaman- myndum þar sem handrit og góður leikur hefur tekið stakka- skiptum frá gamanmyndum síð- astliðinna ára. Handrit Juno er einstaklega hnyttið og skemmti- legt, og orðaleikir Codys eru afar vel skrifaðir og skemmir ekki fyrir skrautlegur orðaforði sem kemur sífellt á óvart. Ýmsar til- vísanir í poppmenningu á borð við Thundercats og leikstjórann Dario Argento passa vel inn í myndina. Ungstirnið Ellen Page fer hreint á kostum sem hin 16 ára ólétta Juno. Allir taktar og stælar mætti halda að væru Page eins eðlilegir og að anda; hún fer með þvílíkt ferskar og skrautlegar, óþvingaðar setningar sem maður gæti haldið að væru skáldaðar á staðnum. Þrátt fyrir að látast vera hörð af sér er Juno óharnað- ur unglingur með hjartað á rétt um stað, og tekst Page frábær- lega að koma því til skila. Faðir barnsins, Bleeker, er leikinn af Michael Cera sem sumir hverjir þekkja úr þáttunum Arrested Development. Líkt og þar, sem og í myndinni Superbad, leikur Cera sams konar vandræðalegan en fyndinn aula. Það er svo alltaf jafn ánægjulegt að sjá Jason Bateman í góðri rullu en hann lék einmitt föður Cera í Arrested Development. Aðrir leikarar á borð við Jennifer Garner, Rainn Wilson og þá sérstaklega J.K. Simmons standa sig vel. Tónlistin í myndinni er frábær; frá upphafslaginu til lokalagsins sem slær þægilega botninn í myndina. Frumleg og sjaldheyrð „indie“ tónlist fer myndinni mjög vel. Þær eru ekki margar sem leyna á sér jafn mikið og Juno, og í raun er hún ekki ólík Little Miss Suns- hine sem kom fyrir rúmu ári; hug- ljúf og falleg mynd sem slær á létta strengi en hefur þroskaða sögu í fyrirrúmi. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Óharðnaðir unglingar KVIKMYNDIR Juno Leikstjóri: Jason Reitman. Að- alhlutverk: Ellen Page, Michael Cera. ★★★★ Hugljúf og falleg mynd á léttum nótum. Frábær leikur unglinganna og gott handrit gerir þessa mynd ógleymanlega. „Þetta er mjög djúpstæð reynsla og áhrifamikil,“ segir tónlistar- maðurinn Valgeir Guðjónsson sem verður spyrill og dómari í Pop- Quiz-spurningakeppni sem verður haldin í fyrsta sinn á Organ í kvöld klukkan 18. „Maður þarf að leggast í svolitla rannsóknarvinnu. Ég blanda saman mínum eigin gagnabanka og gagnabanka veraldarvefsins,“ segir hann um spurningarnar sem hann útbjó. Þetta er í fyrsta sinn sem Valgeir tekur þátt í keppni sem þessari og hlakkar hann mikið til. „Þetta er skemmtilegt tæki- færi og ég hlakka til að fá að upp- lifa þetta alveg í gini ljónssins,“ segir hann og er síður en svo taugatrekktur. „Það hjálpar manni yfirleitt aldrei að vera nervus.“ Spurður hvort keppendur þurfi að vera sérfræðingar í sögu Stuð- manna segir hann það ekki nauð- synlegt og hann segist heldur ekki gera sér grein fyrir því hversu erfiðar spurningarnar eru. „Ég hef ekkert viðmið því ég hef aldrei séð þetta áður en ég hugsa að sumar spurningarnar þyki sér- kennilegar.“ Valgeir hefur haft öðrum hnöpp- um að hneppa en tónlistariðkun undanfarið þó svo að hann hafi á dögunum samið grípandi lag fyrir Geymslu-auglýsinguna. Leit hann því á það sem góða tilbreytingu að taka þátt í Pop-Quiz, sem hann segir skemmtilegt tiltæki. Nýr spyrill mun semja spurn- ingar í hverri viku á Organ og í fótspor Valgeirs munu á næstunni feta þau Ágúst Bogason útvarps- maður, og blaðamennirnir Helga Þórey og Steinþór Helgi. - fb Valgeir ríður á vaðið VALGEIR GUÐJÓNSSON Stuðmaðurinn Valgeir varar keppendur við sérkennileg- um spurningum. 1. Oft steypir lítil þúfa þungu hlassi „Ég meina sko, þetta var til- einkað bar- þjóni sem var dónalegur við mig sko, eh...“ 2. Eigi er kálhausinn sopinn þótt í ausuna sé kominn „Nei nei, ekki þeir sko, strákarnir, heldur sko, einhver sem kallaði mömmu mína ljótum nöfnum...“ 3. Sá hlær langbest sem síðast hlær „Þetta var nú bara sagt í hita augnabliksins, sko, um, sko, bún- ingana hjá Dr. Spock...“ 4. Dramb er við hliðina á falli „Ha, Valli Sport? Nei nei, ég var að tala um sko, þarna, stelpu sem hrækti í áttina að Regínu...“ 5. Auðkenndur er asninn á tunn- unum „Æi, ég meinti... sko, það voru dónalegir strákar á aftasta bekk sem ulluðu á mig...“ 5 MÁLSHÆTTIR SEM FRIÐRIK ÓMAR HEFÐI LÍKA GETAÐ KLÚÐRAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.