Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.02.2008, Blaðsíða 72
40 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Framherjinn Jóhann Þór- hallsson segist ekki vera inni í myndinni hjá Loga Ólafssyni, þjálfara KR, og býst ekki við að eiga framtíð hjá félaginu. Tæki- færi hans hafa verið af skornum skammti og sjálfur segist hann vilja vera hjá liði þar sem hann fái að spila. Keflavík, Grindavík og Fram eru á meðal þeirra liða sem hafa borið víurnar í Jóhann. „Ég veit voðalega lítið hver stað- an er en ég hef heyrt um áhuga einhverra félaga. Ég mun ræða við KR-inga um mín mál fljót- lega,“ sagði Jóhann við Fréttablað- ið í gær. Baldur Stefánsson, stjórn- armaður hjá KR-Sporti, staðfesti að KR hefði fengið einhver tilboð í Jóhann. Hann sagði að ef Jóhann ætti að fara þyrfti að ganga saman kaupverð sem og áhugi leikmanns- ins á að ganga til liðs við viðkom- andi félag. Það hefði ekki enn gerst. „Mér finnst eins og ég sé ekki inni í myndinni og er því að skoða mína stöðu. Mér finnst ég aldrei hafa fengið almennileg tækifæri. Ég tel mig vera framherja fyrst og fremst. Ég var inn og út úr lið- inu í fyrra og hef lítið fengið að spila í vetur. Ég held að KR sé búið að ákveða að selja mig,“ sagði Jóhann, sem hefur rætt málið við þjálfara liðsins. „Ég hef aðeins rætt við Loga og hann segir félagið vera með of marga framherja en sagðist ekk- ert vera búinn að ákveða hvaða leikmenn hann vildi láta fara. Hann fékk þau skilaboð að hann þyrfti að losa mann í einhverri stöðu til að fá miðjumann. Ég er örugglega ofarlega á þeim lista og þá kannski sérstaklega þar sem það eru komin tilboð í mig,“ sagði Jóhann en Rúnar Kristinsson, yfir- maður knattspyrnumála hjá KR, kom einmitt frá Danmörku á mið- vikudag þar sem hann var að skoða 28 ára gamlan danskan miðjumann. Rúnar vildi ekkert láta hafa eftir sér með möguleikann á að Daninn gengi í raðir KR, sagði málið á byrjunarstigi. Hann sagði þó leikmanninn álitlegan og að hann hefði tjáð sér að hann vildi breyta til og væri opinn fyrir því að koma til Íslands. Jóhann segir að ekki komi til greina að leika með liðum utan höfuðborgarsvæðisins. „Það gengur ekki upp með Grindavík og Keflavík vegna vinn- unnar minnar. Annars kemur flest annað til greina hjá mér. Mér litist mjög vel á Fram. Ég tel mig ekki eiga mikla framtíð hjá KR. Hjá mér snýst málið fyrst og fremst um að fá að spila fótbolta,“ sagði Jóhann Þórhallsson. henry@frettabladid.is Held að KR sé búið að ákveða að selja mig Jóhann Þórhallsson býst ekki við því að eiga framtíð fyrir sér hjá KR. Nokkur félög hafa gert tilboð í framherjann og Fram er talið koma sterklega til greina. KR-ingar eru á höttunum eftir dönskum miðjumanni í stað sóknarmanns. Á FÖRUM FRÁ KR? Jóhann Þórhallsson er að öllum líkindum á leið úr Vesturbænum. Ekki er ólíklegt að hann spili með Óðni Ásgeirssyni og félögum í Fram næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, á erfitt með að leyna vonbrigðum sínum með gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liverpool er sautján stigum á eftir toppliði Arsenal og er í mikilli baráttu um fjórða sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mér verður hálfóglatt þegar ég sé stigatöfluna og bilið sem er á milli okkar og Arsenal. Ég er orðinn þreyttur á að segja sama hlutinn hvað eftir annað,“ sagði Gerrard en Liverpool hefur ekki orðið enskur meistari síðan 1990. „Við töldum okkur hafa mannskapinn til þess að berjast um titilinn en það er sá bikar sem við vildum mest allra. Ég tel okkur reyndar enn hafa mann- skapinn til þess að gera mun betur,“ sagði Gerrard svekktur. - hbg Steven Gerrard vonsvikinn: Óglatt þegar ég sé stigatöfluna STEVEN GERRARD Ekki sáttur við tíma- bilið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, var handtekinn og síðan sleppt með viðvörun eftir að hafa lent í útistöðum við mann úti í vegar- kanti. Carragher var á leið á æfingu þegar eitthvað kom upp sem síðar leiddi til þess að maðurinn sem hann lenti í útistöðum við kærði varnarmanninn. Talið er að Carragher hafi hrækt á manninn eða stjakað við honum. - hbg Vandræði hjá Liverpool: Carragher handtekinn KÖRFUBOLTI Pétur Ingvarsson hefur snúið aftur í þjálfun því hann hefur tekið við 1. deildarliði Ármanns/Þróttar af Gunnlaugi Elsusyni sem mun einbeita sér að spilamennsku með liðinu. Þetta kom fyrst fram á Karfan.is. Pétur lét af störfum hjá Hamri fyrr í vetur eftir að hafa þjálfað liðið í heilan áratug en mun nú stjórna Ármanni/Þrótti í tveimur síðustu deildarleikjunum og svo í úrslitakeppninni. Ármann/ Þróttur er eins og er í 4. sæti deildar- innar en liðin í sætum 2 til 5 komast í úrslitakeppnina þar sem í boði er eitt sæti í Iceland Express-deildinni. - óój 1. deild karla í körfubolta: Pétur tekur við Ármanni/Þrótti Enn hefur ekki fengist lausn í máli Bjarnólfs Lárussonar og KR. Bjarnólfi var tilkynnt í nóvember að hann væri ekki í plönum Loga Ólafssonar, þjálfara KR, og í kjölfarið var ákveðið að semja um starfs- lok sem og að Bjarnólfur íhugaði að leggja skóna á hilluna. Bjarnólf- ur segir að samningaviðræðum miði afar hægt en málið kom upp í nóvember síðastliðnum. „Þeim miðar afar hægt. Ég heyri í KR annað slagið. Ég kíki ekkert daglega á einkabankann og athuga hvort þeir séu búnir að leggja inn og sé það ekkert endilega gerast alveg strax,“ sagði Bjarnólfur léttur en hann segir engin leiðindi vera í málinu þó svo að það taki sinn tíma. „Nei, alls ekki, og ég á ekki von á því Þetta verður leyst í góðu og engar harðar kröfur. Menn verða bara að standa við sitt. Ég á tvö ár eftir og vil fá eitthvað af því. Það er alveg ljóst,“ sagði Bjarnólfur en hvað finnst honum um þá sem segja að hann eigi ekki að fá neitt þar sem hann sé ekkert að spila? „Ég er þá bara alveg tilbúinn að vera áfram. Það er tvennt í stöð- unni fyrir mig; að vera áfram hundfúll í tvö ár og slæm fyrirmynd fyrir ungviðið eða losa mig út svo allir fari sáttir frá borði. Þetta er einfalt mál fyrir mér. Ég get alveg verið þarna í tvö ár og byrjað að æfa aftur en ég held að það sé ekki góð reynsla af því hjá KR að láta menn hanga þegar þeir eru dottnir út,“ sagði Bjarnólfur en hann vill gjarna fara að ljúka málinu. „Ég hefði viljað gera það í nóvember.“ Bjarnólfur hefur ekkert verið að æfa síðan málið kom upp og hann segist ekki sakna fótboltans. „Það er bara fínt að vera ekkert í boltanum lengur og ég sakna boltans ekkert enn sem komið er. Síðustu ár voru ekkert svakalega skemmtileg og ég get ekki neitað því að ánægjan af því að spila fótbolta hafði farið minnkandi. Ég er vissulega hættur eins og stendur og það kæmi mér verulega á óvart ef það breyttist eitthvað ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Bjarnólfur að lokum. BJARNÓLFUR LÁRUSSON: EKKI ENN BÚINN AÐ SEMJA VIÐ KR OG ÆTLAR EKKERT AÐ GEFA SIG Í VIÐRÆÐUNUM Til í að sitja áfram í tvö ár ef á þarf að halda > Ragna aftur upp um eitt sæti Bamdintonkonan Ragna Ingólfsdóttir hækkar sig upp um eitt sæti á nýjum heimslista Alþjóða badminton- sambandsins og er komin í 54. sæti listans, en þetta var annað skiptið í röð sem hún fer upp um eitt sæti. Ragna er í 19.sæti yfir bestu einliða- leikskonur í Evrópu og staða hennar með tilliti til Ólymp- íuleika er mjög góð. Það er hinsvegar heimslistinn 1. maí sem segir til um hverjir keppa í Peking næsta haust en það er ljóst að Ragna ætti að komast þangað haldi hún uppteknum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.